Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 2004
G
unnar Kvaran var um-
deildur maður í íslensku
listalífi á þeim árum sem
hann stýrði listumsvifum
Reykvíkinga að Kjarvals-
stöðum. Eftir tólf ára
starf þar hvarf hann það-
an á brott til nýrrar stöðu
í Björgvin í Noregi. Segja má að upphefð hans
þar hafi markað upphaf einstaks ferils þar sem
Gunnar stýrir í dag einhverjum umsvifamestu
innkaupum á sviði samtímalista í heiminum.
Hér á landi hefur öldurnar löngu lægt í hans
garð og flestir, ef ekki allir, eru nú sammála um
að þær breytingar sem urðu á starfsemi Kjar-
valsstaða undir stjórn Gunnars Kvaran hafi í
raun verið forsenda nauðsynlegra og tímabærra
framfara í íslensku myndlistarumhverfi.
Það gustar enn af honum þar sem hann leiðir
blaðamann inn á kontór sinn í Astrup Fearnley-
safninu í Ósló. Hann er forstöðumaður safnsins
og staðfestir aðspurður að safnið sé líklega
þriðji eða fjórði atkvæðamesti kaupandi mynd-
listar í heiminum hvað fjármagn snertir. Starf-
semin er því gífurlega umfangsmikil í því tilliti
og mikill vilji til að halda merki safnsins á lofti
með þessum rausnarlegu innkaupum.
Það besta sem möguleiki
er á að kaupa
„Við höfum tekið ákvörðun um það að við,
sem höfum umtalsverða fjármuni til innkaupa
og gætum í sjálfu sér keypt miklu fleiri lista-
verk, einbeitum okkur að listamönnum sem
hafa markað sér afgerandi sérstöðu,“ segir
Gunnar. „Markmið okkar er tvíþætt; annars
vegar liggur að baki ákveðin löngun til að reisa
minnisvarða. Allir vilja skilja eitthvað eftir sig,
spurningin er hvort það er skilið eftir í fyrirtæki
fjölskyldunnar sem á safnið – og heldur bara
áfram að verða stærra og stærra – eða hvort
sjónum er beint að ákveðnu verkefni. Hér er al-
veg ljóst að hugur manna stendur til þess að búa
til samtímalistasafn sem samanstendur af því
besta sem möguleiki er á að kaupa. Í dag erum
við með þetta sýningar- og safnahúsnæði og öfl-
ugan takt við innkaup.“
En það er ekki einungis að metnaður eigenda
safnsins standi til að efla safneignina heldur
segir Gunnar hugmyndir einnig hafa verið uppi
um að byggja nýja safnabyggingu utan um
verkin. „Ég, af reynslu og raun, ýti þeim hug-
myndum frá mér og reyni frekar að slá á þær.
Mér finnst tíminn til þess ekki vera runninn upp
ennþá, því maður gerir ekki hvort tveggja að
byggja upp safneign og hugsa fyrir umgjörðinni
um hana.
Maður má ekki gleyma því að hver sem er
getur byggt hús. Ég er sannfærður um að það
væri hægt að fá yfirvöld hvar sem er í heiminum
til að byggja safn yfir þessa eign. En þau stjórn-
völd eru ekki til sem fengjust til að setja svona
mikla peninga í að kaupa listaverk sem standa
fyrir það besta í samtímalist. Í dag erum við á
því stigi í starfseminni að við söfnum af krafti,
en erum jafnframt meðvituð um að eftir nokkur
ár höfum við þörf fyrir nýtt safnahús hér í Ósló.
Það hefur jafnvel komið til tals að hugsanlega
mætti skipta safninu upp, sem er ekkert óheil-
brigt fyrir norskt menningarlíf. Það gæti verið
fengur fyrir Noreg að vera með útibú t.d. í Evr-
ópu, því það eru svo fá söfn þar sem eiga verk
eftir þessa listamenn. Við eigum t.d. stærsta
safn verka eftir Matthew Barney í heimi, jafnvel
bandarísk söfn eiga ekki meira eftir hann. Um
leið gæti einnig skapast tækifæri til að kynna
norska myndlist.“
Stökkið ekkert stórt þótt
hlutirnir kosti meira
Þegar Gunnar er spurður að því hvort þetta
sé ekki stórt stökk fyrir hann, að fara úr inn-
kaupanefndinni á Kjarvalsstöðum árið 1997,
þangað sem hann er núna staddur við lista-
verkainnkaup, hlær hann bara. „Ég hef nú aldr-
ei hugsað út í það! En nei, nei, stökkið er ekkert
svo stórt þótt hlutirnir kosti meira – innkaupin
eru alltaf jafn vandasöm, hvort sem peningarnir
eru litlir eða miklir. Það er kannski ennþá erf-
iðara að hafa litla peninga.“
Gunnar var forstöðumaður á Kjarvalsstöðum
í tólf ár og vann reyndar enn lengur hjá Reykja-
víkurborg því hann var áður við Ásmundarsafn.
Þegar hann lét af störfum var hann ásamt sam-
starfsfólki sínu búinn að framleiða um það bil
tvö hundruð sýningar.
„Ég tók þátt í því að breyta sýningarhúsnæði
Kjarvalsstaða í raunverulegt listasafn með safn-
eign. Reykjavíkurborg átti dágott listasafn og á
þeim árum sem ég kom þarna inn voru fjárveit-
ingar til myndlistar og menningarmála auknar
talsvert. Möguleikinn á að kaupa inn til Lista-
safns Reykjavíkur varð til með stuðningi stjórn-
ar Kjarvalsstaða, fyrst undir forystu Huldu Val-
týsdóttur, sem ég starfaði lengst með, og síðar
Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts. Við færðum
okkur markvisst frá því að vera sýningarsalur í
útleigu, yfir í það að taka yfir stjórnunina,
skipulagið og fjármögnunina. Við breyttum
þessum „leigu-kunsthalle“ fyrirbrigði í listasafn
með safneign, er auk þess framleiddi tíma-
bundnar sýningar.“
Gunnar segir þau einnig hafa verið upptekin
af því að auka sýningarhúsnæðið á þessum ár-
um. „Og þegar Erró kom heim með sína gjöf til
Reykjavíkurborgar ’89, þá var það lyftistöng og
tækifæri fyrir safnið til að eignast eigið safna-
húsnæði í tengslum við Errósafnið. Á þessum
tíma var Davíð Oddsson borgarstjóri en hann er
auðvitað sá sem tók við Errógjöfinni og hóf máls
á því að koma henni fyrir á Korpúlfsstöðum.
Síðar var horfið frá því með nýrri borgarstjórn,
en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var mjög með-
vituð um að það þyrfti að gera vel við þessa gjöf,
ekki síður en að halda þessari þróun Listasafns
Reykjavíkur áfram. Þá er það að við finnum
Hafnarhúsið og ég kem til Ingibjargar Sólrúnar
og segi henni frá þeirri hugmynd, sem hún tek-
ur upp á sína arma. Við unnum síðan að því máli
hlið við hlið.
Vorum mjög „lókal“á
þessum tíma
Samtímis var ég þó mjög upptekinn af þeirri
hugmynd að listahugtakið á Íslandi væri nátt-
úrlega mjög þröngt. Það lét sig einungis varða
myndlist og skúlptúr og þess háttar, ekki síst í
tengslum við söfnin. Þess vegna leyfðum við
okkur að búa til arkitektasafn, sem nú er hluti af
Listasafni Reykjavíkur. Þegar við vorum búin
að koma þessu öllu í kring, bjuggum við yfir dá-
lítið athyglisverðri stofnun sem hafði burði til að
verða gott verkfæri. Samt sem áður,“ segir
Gunnar, „og þó svo að ég hafi verið að reyna að
fá inn erlenda listamenn og erlenda samstarfs-
aðila, vorum við óneitanlega mjög „lókal“ á
þessum tíma. Íslensk listsýn almennt, snerist
fyrst og fremst um þá listamenn sem bjuggu í
Reykjavík og það umhverfi sem þar ríkti. Af því
leiddi að þegar ég fór utan ’97 þá var ég búinn að
sýna alla listamenn sem skiptu máli og að vissu
leyti var ég búinn að tæma þá möguleika sem
voru í stöðunni.“
Gunnari hafði þó tekist að innleiða nýjar hug-
myndir og sá fræjum fyrir framtíðina. Hann
stóð að mörgum erlendum sýningum á starfs-
tíma sínum og átti í því skyni í nánu samstarfi
við listumhverfið í París og New York. „Við
stóðum í samstarfi við Flúxus-listamenn til
dæmis,“ segir hann, „listamenn sem settu
spurningarmerki við listhugtakið og tengslin á
milli listar, hversdagslífsins og raunveruleikans.
Eðli Kjarvalsstaða á þessum tíma var þannig að
horft var til útlanda, en samt sem áður var
stofnunin svolítið einmana. Ekki síst vegna þess
að það vantaði heildarmynd á listalífið,“ útskýr-
ir Gunnar.
„Það sem við vitum í dag er að listalífið er
HREINT ÓTRÚLEGT ÆVINTÝRI
Gunnar Kvaran innleiddi umdeildar breytingar í íslenskan myndlistarheim þegar hann var forstöðumaður
Kjarvalsstaða. Nú veitir hann Astrup Fearnley-safninu í Noregi forstöðu og stýrir þar einhverjum
umsvifamestu innkaupum á sviði samtímalista sem þekkjast í heiminum í dag. FRÍÐA BJÖRK
INGVARSDÓTTIR ræddi við hann um starfsferilinn, safnapólitík og nýja strauma í myndlist samtímans.
Morgunblaðið/Einar Falur
Gunnar Kvaran við verk Bruce Nauman, „Stóri rass við rass“ (1998), á yfirstandandi sýningu í Listasafni Íslands.