Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 2004 U pplýsingar stóð á sex tungu- málum á turni í miðri lest- arstöðinni. Hann var skreyttur mósaíkflísum, rað- að saman í mynd af skart- klæddum mönnum. Þeir teygðu hvítar og fínlegar hendurnar upp í loftið einsog þeir væru hjálparþurfi. Örvæntingarsvipur þeirra styrkti þann grun og af myrkrinu í kring- um þá að dæma voru þeir kviksettir. And- styggðar dauðdagi. Stúlkurödd braut sér leið gegnum suðandi hátalara og flutti þau boð að næturlestin til Moskvu færi á miðnætti, spor þrettán væri lokað vegna viðgerða, ungfrú F. Bauer ætti að hafa samband við skiptiborð, far- miða væri líka hægt að kaupa í sjálfsölum... Röddin var svo fullkomlega eintóna að ég velti því fyrir mér í nokkrar mínútur hvort það væri vél sem talaði. Ég gat ekki útilokað þann mögu- leika; tölvurnar eru víst orðnir ansi snjallar í að líkja eftir röddum. Ég sat á bakpokanum mínum með pokann hans Krissa við fætur mér og horfði á hring- dyrnar snúast hægt um möndul sinn. Krissi hafði hlaupið út eftir nesti. Við áttum langa lest- arferð fyrir höndum. Ég var þreyttur eftir rugl- ið á okkur kvöldið áður; við höfðum slátrað flösku fyrir miðnætti og eytt síðan þremur tím- um í leit að einhverju til að reykja. Hitinn fór líka illa í mig. Ég festi augun á útigangsmanni sem vafraði um stöðina í snúnum og moldugum buxum sem limurinn hékk út úr og dinglaði af- káralega; önnur skálmin var rist upp að hné. Hann var skólaus, gráskeggjaður og hélt á tannbursta sem hann burstaði tennur sínar með, án sápu eða vatns, líkastur frjósemisgoði sem steypt hefði verið af stalli. Hann skipti ið- andi mannfjöldanum í tvennt því fólk forðaðist að koma nálægt honum. Strákahópur sem stóð við farmiðasöluna rak upp hýenuhlátur þegar hann kom í sjónmál. Einn þeirra, nauðrakaður bolti í svörtum mitt- isjakka, hljóp af stað, stjakaði við honum og geiflaði sig framan í hann einsog taminn api. Hann fékk engin viðbrögð. Umrenningurinn gekk áfram og virtist hvorki vita í þennan heim né annan; örlög sem manni finnst stundum eft- irsóknarverð en koma yfirleitt óumbeðin. Hann ráfaði framhjá konum sem þyrluðu kossum til frænda, feðra og elskhuga, framhjá feitlögnum brautarverði og þremur syfjulegum aröbum sem gátu verið bræður. Enginn hryðjuverka- svipur á þeim. Sennilega hefðu þeir þó ekki ver- ið jafn afslappaðir í Bandaríkjunum. Ef þeim hefði verið hleypt þangað inn. Ég bar saman armbandsúrið mitt og risavísa klukkunnar á veggnum, leit á töfluna með lestaráætlunum og stóð upp. Krissi kom loksins hlaupandi með samlokur og bjórdósir í poka; hálfu höfði hærri en ég og talsvert grennri, þótt ég hafi aldrei þótt vera nein Esja. Dökkskolhærður og prýddur spé- koppum; með andlit sem bláókunnugu fólki finnst það kannast við þegar það mætir honum á götu. Traustur strákur. Við stigum upp í lest við pall númer sex. Fundum tóman klefa og nokkrum mínútum seinna horfðum við á braut- arpallinn fjarlægjast en aðeins í andartak, því lestin stöðvaðist meðan hali hennar lá ennþá við ystu brún pallsins. Það var skipt um spor með hrópum og nístandi ískri. Þegar lestin mjak- aðist aftur af stað sá ég umrenninginn standa á milli teina spölkorn í burtu. Gusturinn af lest- inni sló fataræflum hans aftur og sveigði skegg- ið aftur fyrir höfuðið. Hann starði svo átak- anlega tómum augum á lestina að mér fannst ég horfa á dauðadæmt dýr. Ég hnippti í Krissa og benti honum á karlinn. „Svona fór fyrir jólasveininum eftir að við hættum að trúa á hann. Krissi glotti og mér leið betur. Yfirþyrmandi nálægð ferðarinnar var byrjuð að reyna á taugarnar og við körpuðum næstum á hverjum degi um eitthvað sem engu skipti máli. Fyrstu tvær vikurnar höfðu verið frábærar, borgir Evrópu þræddar og alls staðar var einhver sem vissi um partí eða kunni á gítar eða bauð húsaskjól … Hressir krakkar, nokkr- ar sætar stelpur (í Prag hafði Krissa tekist að negla eina danska píu og ég hafði bullað eitt- hvað um Vesturfarana við yndislega kanadíska stelpu og gert hetjulega en haldlausa tilraun til að telja henni trú um að hún væri örugglega af íslenskum ættum og ætti fyrir vikið að vera sér- staklega kynferðislega frjálslynd …). Lífleg farfuglaheimili, hótel sem náðu ekki hálfri stjörnu, ótal niðurdrepandi hamborgarabúllur, brot af nokkrum risasöfnum, villugjarnar götu- flækjur, staðir sem þöktu milljón póstkort. Þriðju vikuna hafði dregið úr okkur mátt og nú þegar fjórða vikan var hálfnuð var eins og ferðagleðin mjatlaðist út – einhverra hluta vegna varð mér hugsað til töframanns að draga rakvélablöð á löngu bandi upp úr kokinu. Krissi var farinn að tala um að stytta ferðina en ég vildi halda áfram í von um að finna aftur fjörið sem við höfðum upplifað í byrjun. Ég var ófús að viðurkenna það – en í rauninni vorum við ekki lengur samferða. Allt sem dró úr spenn- unni var því vel þegið. Meira að segja þynnkan varð léttbærari – eða fyrstu bjórsoparnir voru farnir að segja til sín. Við vorum farnir að kalla afréttarana vekjara og ekki að ástæðulausu. Lestarþjónn vopnaður töng renndi upp klefa- hurðinni. Á hæla hans komu kona og stelpa, kannski níu ára. Móðirin leit með vanþóknun á okkur; virtist langa í aðra ferðafélaga. Ég sneri mér frá þeim og horfði á andlit mitt birtast og hverfa í glerinu eins og það væri málað á skít- ugan og rispaðan blævæng. Krissi stóð upp og hengdi gallajakkann sinn á krók við dyrnar, brosti vandræðalega til nýju klefafélaganna og settist aftur. Litla stúlkan byrjaði að lesa upp úr bók fyrir móður sína sem veitti henni tak- markaða athygli. Ég var ekkert sérstakur í tungumálinu og þar að auki timbraður, en hélt að ég skildi mestmegnis það sem hún þuldi upp, álíka vélrænt og röddin á brautarstöðinni. Þrátt fyrir lævíslegar tilfæringar og augnagotur tókst mér ekki að koma auga á bókartitilinn: „En tæplega hafði hann numið fáránleika þessara hluta, annars vegar, og nauðsyn hinna, hins vegar – því fágætt er að tilfinningu um fá- ránleika sé ekki fylgt eftir af tilfinningunni um nauðsyn – þegar hann skynjaði fáránleika þeirra hluta sem honum hafði rétt í þessu fund- ist nauðsynlegir – því sjaldgæft er að tilfinning- unni um nauðsyn sé ekki fylgt eftir af tilfinning- unni um fáránleika … “ las hún hægt og stirðlega áður en hún lagði bókina frá sér og togaði í kápuermi móður sinnar. „Mamma, hvað þýðir þetta?“ spurði hún. Móðirin leit ekki upp úr glanstímaritinu sem hún blaðaði í af áhuga. „Mamma, mér finnst þú nauðsynleg, ertu þá líka fáránleg?“ vildi hún vita. Konan leit upp með roða í kinnum og gjó- aði til okkar augunum, vonaði greinilega að við værum útlendingar sem ekkert skildu. Hún hafði að mestu leyti rétt fyrir sér. „Ég er ekki fáránleg og hættu að lesa eitt- hvað sem þú botnar ekkert í,“ sagði hún við dóttur sína, lágum rómi en hvössum. „Reyndu nú að þegja!“ Síðan sökkti hún sér aftur ofan í brosmildar myndirnar. Stúlkan varð fýld á svip- inn, lokaði doðrantinum og tróð honum niður í veski móður sinnar. „En ég skil þetta ekki,“ bætti hún við vonsvikin og þagnaði síðan. Ég vorkenndi henni og hafði orð á því við Krissa. Hann yppti bara öxlum og reyndi að hagræða sér betur í sætinu. Ég horfði á lands- lagið flæða hjá fyrir utan, trén og húsin misstu lögun sína í slitrum og urðu grá einsog stórri hundstungu væri brugðið á liti þeirra. Ég dott- aði en rumskaði þá sjaldan að lestin hægði á sér. Þá leit ég út og horfði í stöðvarnar birtast fram- undan. Í fyrstu baðaðar hádegissól og mynd þeirra óskýr vegna tíbrárinnar sem hitinn fram- kallaði, eins og horft væri í gegnum grisju. Þeg- ar á leið degi breyttust stöðvarnar í sviplausar og auðgleymdar þústir. Loks var myrkið alls- ráðandi og ekkert af þeim sýnilegt nema veðruð skilti sem flöktandi ljósaperur lýstu rétt nægj- anlega til að hægt væri að greina að nöfnin voru óskiljanleg. Ég lagði þau ekki á minnið; nöfn eru hvort sem er það fyrsta sem gleymskan skolar burt. Ég var búinn að sitja í nægjanlega mörgum lestum vikurnar á undan til að vita að í þeim er ferðalag hið algjöra einskismannsland. Við gát- um rifjað upp ferðina að þeim punkti sem við vorum staddir á þegar upprifjunin hófst en um leið var það vonlaust og án tilgangs því við vor- um ekki lengur staddir á þeim punkti í raun og veru. Samkvæmt ferðaplönunum stefndum við suður á bóginn en okkur fannst áttirnar renna saman og verða einskis virði; landakortið sagði okkur ekkert. Við vissum einungis að þekking okkar á tungumálum þeirra sem komu nýir inn í Morgunblaðið/Einar Falur INTER-RAIL SMÁSAGA EFTIR SINDRA FREYSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.