Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Side 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. júlí 2004 S íðastliðin fimmtán ár hafa fyrrum andstæður Evrópu smátt og smátt verið að hverfa, landamæri hafa þurrkast út og nýjar mótsagnir orð- ið til. Tómarúm hefur myndast sem margir ungir listamenn reyna að fylla með því að horfa til baka, spinna sögur úr þeim veruleika sem eitt sinn átti að verða framtíð okkar allra. Umturnun merkingar, skammhlaup tímans, tilvilj- anakennd tengsl, mislæg sjónarhorn, lýsa þeirri list- rænu afstöðu sem er einkennandi fyrir verk þess- arar fimmtu útgáfu Manifestatvíæringsins, sem að þessu sinni er haldinn í San Sebastian í Baskalandi á Spáni. Tvíæringurinn Manifesta hefur þá sérstöðu að vera óstaðbundinn. Hann ferðast á milli Evrópu- landa síðan 1996, þegar fyrsti tvíæringurinn var haldinn í Rotterdam í Hollandi. Tilgangur Manifesta er að brúa bilið á milli norð- urs og suðurs, austurs og vesturs. Allt frá upphafi hefur áhersla verið lögð á að bjóða til þátttöku lista- mönnum frá jaðarlöndum Evrópu, einkum þeim sem áður voru austan- tjaldsmegin, og ryðja þeim braut að þéttriðnu alþjóðlegu tengslaneti ein- staklinga og liststofnana. Tvíæringurinn festir rætur á hverjum stað, veitir aðgang að samskiptaneti og reynir að haga svo til að framhald verði á sam- starfnu eftir að sýningunum hefur verið lokað. Söguefni og áhersluatriði tvíæringsins eru í sí- felldri endurskoðun. Staðarvalið er byrjunarreitur og hugmyndavinnan þróast í samvinnu við heima- menn út frá landfræðilegum, menningarlegum, póli- tískum og sögulegum einkennum hvers staðar fyrir sig. Að þessu sinni varð borgin San Sebastian (Don- ostia) í Baskalandi fyrir valinu. Fögur borg á norð- urströnd Spánar, með margbrotna sögulega og póli- tíska fortíð. Opin borg í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Borg á landamærum Spánar og Frakk- lands, en um leið basknesk borg með sterka þjóð- ernislega sjálfsmynd, sem horfir yfir til Frakklands og til Norður-Evrópu fremur en að líta aftur, suður yfir Spán og til Afríku. Borgin hefur einangrast, en um leið viðhaldið samskiptum við umheiminn með árlegum menningarviðburðum, kvikmynda- og djasshátíðum. San Sebastian er klofin borg. Framhlið borgar- innar eru leiktjöld sem römmuðu inn hið ljúfa bað- strandarlíf spænskrar yfirstéttar liðinnar aldar, en borgin var sumardvalarstaður einræðisherrans Francos. Baka til, í útborginni Pasaia, eru niðurnídd iðnaðarsvæði, yfirgefnar skipasmíðastöðvar og ryðg- aðir skipskrokkar sem einnig minna á horfið at- hafnalíf, veröld sem var. Hér hefur tíminn staðið kyrr, en nú vill basknesk heimastjórn og borgaryfir- völd vinna upp, byggja, koma efnahagslífinu á rétt- an kjöl. Heimastjórn Baska hefur sannreynt þann ávinn- ing sem öflug samtímalist getur haft á staðnaða ímynd iðnaðarborga. Guggenheimsafnið í Bilbao, í u.þ.b. 40 km fjarlægð frá San Sebastian, er lyfti- stöng sem hefur gjörbreytt ímynd héraðsins, þau sjö ár sem safnið hefur starfað. Borgin San Sebastin er því ákjósanlegur staður fyrir Manifesta. Tvíæringurinn er skipulagður að þessu sinni í samvinnu við byggingarlistarstofnunina Berlage Institute í Rotterdam. Nýjar skipulagshug- myndir voru þróaðar fyrir borgina og útborgir hennar, í þeirri von að listin og byggingarlistin gæti haft marktæk áhrif á umhverfið, ef ákvörðunaraðilar taka tillit til reynslunnar af Manifesta í framtíðinni. Samvinna Manifesta, Berlage Institute og borgar- og héraðsyfirvalda er því hvorttveggja tilraun og framtíðarverkefni um nýtt allsherjarskipulag svæð- isins, sem er lýsandi fyrir stöðu og hlutverk nútíma- listar í borgarskipulagi samtímans, þar sem borgin og borgarlífið verður hvorttveggja vettvangur og viðfangsefni listamanna. Á sjötta tug listamanna sýna verk sem dreift hef- ur verið á tíu ólíka staði. Sýningarstaðirnir eru ýmist virðulegar safnabyggingar, niðurníddar vöru- skemmur, gamall slippur, yfirgefin iðnaðarhverfi, tómar hafnarskrifstofur, eða varasöm göng á milli hraðbrauta. Verkunum er dreift með þeim hætti, að listin verður uppgötvun, athöfn og ferðalag um ákaf- lega ólík svæði sem eiga það sameiginlegt að vera í uppbyggingu og endurskoðun. Í þetta sinn var brugðið frá þeirri áður ófrávíkjanlegu reglu að sýna einungis verk lítt þekktra upprennandi ungra listamanna. Mörg nöfn á sýningunni koma kunnuglega fyrir sjónir og jafn- vel má spyrja sig hvaða erindi verk Marcels Broodthaers (1924–1976) eigi á tvíæring ungra lista- manna. Jú, hann var í hópi þeirra evrópsku lista- manna sem um 1970 kollvörpuðu hefðbundnum hugmyndum um listaverkið og hlutverk listamanns- ins, að fyrirmynd Duchamps. Margræð verk hans eru táknrænn upphafsreitur fyrir þann listskilning, sem hefur verið nefndur „institutional critique“ (stofnanagagnrýni?), viðhorf sem á vissan hátt hefur orðið opinber listskilningur samtímans, og setur táknræn návist Broodthaers því tóninn í þessari fimmtu útgáfu Manifesta. Síðastliðna áratugi hefur listin orðið hluti af skipulagi og lífi borganna. Miklar væntingar hafa verið gerðar til hennar, hún á að blása lífi í aflóga byggingar og afskekkt hverfi, koma af stað flæði, vera segull fólks og hugmynda. Listin á að sætta mótsagnir og deilur. Veita öryggiskennd. Huga að minningum og sögu, sjálfsmynd og framtíðardraum- um. Annar tveggja sýningarstjóra Manifesta, Mas- similiano Gioni, bendir réttilega á að „mitt í þessum ys og þys megum við ekki gleyma því sem gerist á bak við luktar dyr, því sem verður til í dimmum söl- um hugans“ og vísar til þess að hugurinn er völundarhús mótsagna, sem hýsir oft grimmari átök en þau sem verða í hinum ytri heimi. Þannig beina flestir þeirra listamanna, sem hann hefur valið ásamt samstarfskonu sinni Mörtu Kuzman, sjónum inn á við, til hins persónulega og einstaka. Þeir von- ast til að finna mögulega framtíð í sköpuninni, og nota til þess almenna miðla svo sem ljósmyndir og myndbönd, í sífelldri endurvinnslu hugmynda og frásagna fortíðarinnar. Að leita framtíðar í útópísku myndmáli fortíðar Denkmal 2, innsetning belgíska listamannsins Jans De Cocks (f. 1976), er stærsta og umfangsmesta verk tvíæringsins. Staðsetninguna valdi hann sjálf- ur, yfirgefinn slipp rétt fyrir innan innsiglinguna í fjörðinn Ondartxo, þar sem járnarusl og ryðgaðir skipskrokkar mynda eyðilega andstæðu við grasi grónar hlíðar. De Cock dvaldist á staðnum þá tvo mánuði sem bygging verksins tók, festi rætur og myndaði tengsl sem vonandi eiga eftir að styrkja tengsl íbúanna við verkið, sem mun standa áfram að hluta, en hugmyndin er að breyta staðnum í sjó- minjasafn. Jan De Cock byggir arkitektónísk rými úr lárétt- um og lóðréttum línum, 90 gráða hornum og rétt- hyrndum flötum úr dragsléttum, glansandi, græn- lökkuðum krossviðarplötum sem endurvarpa ljósi. Verk hans eru ætíð staðbundnar innsetningar sem hann vinnur út frá staðfræðilegum sérkennum. Skal- inn er mannlegur og minni palla, sem hægt er að gang um. Hann lítur á ljós, form fyrirbæri og afstaða ljóss o endanlegu útliti verksins. H greiningar til frumherjann Lloyds Wrights og módern notfærir sér kenningar þei hegðun og skynjun einstak ekki greinilegum skírskotu Judds og Daniels Burens. Geómetrískt myndmál m viðfangsefni þeirra Peios A es Vergaras (f. 1973). Þeir að rannsaka módernískan manna í kringum listamann unda áratug síðustu aldar. gleymda kvikmynd, Opera baskneska listamanninum samvinnu við myndhöggva 1963. Myndin var ekki ger huga að vera séð sem lista heimildamynd framleidd að Juans Huartes, myndrænn innar og ljóðrænu framleið hefð tuttugustu aldar. Áróðursmyndir Sovétrík Hvernig listin verður s Myndlistarsýningin Manifesta 5 stendur nú yfir í San Sebastian á Spáni. Manifesta 5 hvetur til umhugsunar um horfnar andstæður, mótsagnir, brothætt mörk for- tíðar og framtíðar, einsögu og stórsögu, heimilda og áróðurs, minninga, ímyndana og sannleika, skáld- skapar, drauma og veruleika. Eftir Æsu Sigurjónsdóttur aesa@free.fr Jan De Cock, Denkmal 2, 2004. Innsetning. David Zink-Yi, La Cumbia, 199

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.