Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Page 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. júlí 2004 Á 150 km hraða eftir Þrengslaveginum. Hjartað pumpar blóði á tvöföldum hraða, maginn í þversögn við sjálfan sig. Tek fram úr þremur flutningabílum sem flauta á mig eins og brjálæðingarnir í amerísku bíómyndunum. Gef þeim fokk- merki í baksýnisspeglinum. Þeysist áfram og í síðustu brekkunni sem ég man ekki lengur hvað heitir, er mér litið til sjávar. Vestmannaeyjar veifa mér en ég má ekki vera að því að veifa til baka. Sé útá sjónum kubbinn færast nær landi. Gef í og tek aukahring í Stokkseyrarbakka-Þorláks- hafnarbeygjunni. Bruna inn í Þorlákshöfn og niður á bryggju. Enginn þar, fer þorpsrúntinn á 7000 snúningum og opna hurðina og æli fyrir framan viðlagasjóðshúsin. Bræðslufýlan að kæfa mig. Bruna aftur niður að bryggju og í því heyri ég Herjólf blása púbbb púbbb. Rétt næ að stoppa bílinn á bryggjusporðinum. Hendist út úr bílnum... Held ég sé að fá hjartaáfall. Leggst á húddið eins og um var talað... bíð... sé ekkert... allt á fullu í hausnum á mér. Til mín er vinkað. Þá sé ég hann í fyrsta skipti, manninn minn á net- inu. Áður en Herjólfur hefur fest landfestar er ég ekin á fullri ferð aftur í bæinn. EIN. Unnur Björk Arnfjörð Höfundur fæst við skriftir. Skjáástir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.