Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 1
4. TBL. 1. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1968 Karl Kristjánsson, alþingismaður: Steingrímur Baldvinsson bóndi í Nesi í Aðaldal Kveðja ÍJutt í Neskirkju 20. júlí, 1968. Bóndinn, kennarinn og skáldið, Steingrímur Baldvinsson hvílir hér í kistu sinni og verður lagður í skaut ættjarðar vorrar að lítilli stundu liðinni. Þessi fjölhæfi og merki gáfu- maður, sem verið hefir um skeið einn af helztu fulltrúum þingeyskr ar menni.'igar, er horfinn úr hér- aði til feðra sinna. Til hans verður ekki lengur vanda vikið — eins og oft var gert — þegar valin orð þurfti að mæla eða rita við meiri háttar tæki færi í bundnu máli eða óbundnu. Nýjar vrkingar frá honum gleðja ekki óvænt hugi manna í leiðigjarnri hversdagsönn, eins og þær hafa xöngum gert. Ajilt í umhverfi okkar virðist okkur vinum hans og samferða- mönnum auðara og snauðara við fráfall hans. Við vildum geta heirnt hann til baka. En dauðinn gefur engum slík grið, hvort sem maðurinn skip ar mikilsvert sæti eða ekki. Allir verða að lúta valdi dauðans und- antekningarlaust. Sá jöfnuður er viss, — öil verðum við að deyja. Steingrímur kom þessari óhagg- anlegu staðreynd haglega og frum- lega fyrir í einni ferhendu nýlega: Fiskur er ég á færi í lífsins hyl, fyrr en varir kraftar mínir dvína. Djarfieg vörnin dugir ekki til. Ðauðinn missir aldrei fiska sína. Ferhenda þessi ber svo glögg ein kenni Stemgríms, að þegar ég heyrði hana í fyrsta sinn í Reykja- vík i vetur og var spurður, eftir hvern ég héldi, að hún væri, þá var mér auðvelt svarið. Skáidið. sem var snjali laxveiði- MINNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.