Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 3
— var nemendum sínum Mýr og mildur. Sjálfum munu honum hafa fallið kennslustörf vel og haft yndi af!þeim. Sam bóndi var Steingrímur um- hyggjusamur og skilningsríkur við skepnur sínar og rnold og gróður. Hann var stéttvís bóndi, sem bar hag bændastéttarinnar í heild mjög fyrir brjósti. Hann skildi vel annmarka bú- skaparins í okkar norðlæga og mis ærasama andi. En jafnframt var honum ljós — flestum betur — nauðsyn og skylda þjóðarinnar um það við sjálfa sig að búa þannig þjóðfélagslega að bændastéttinni, að bændabyggð og bændamenning haldist við í landinu. Um það gerði hann kröfur af ful’lri einurð með góðri rökvísi. Steingrímur tók mikinn þátt í ungmennafélagshreyfingunni, og gerði æskufólk sveitar hans hann á efri árum hans að heiðursfélaga í ungmennafélaginu „Geisla.“ — Talar þetta sínu máli. Hann var samvinnumaður ágæt- ur og mæiti oft á fundum Kaup- félags Þingeyinga, enda varamað- ur í stjórn þess um skeið. Var gott að eiga sæti með hon- um í þeim félagsskap og fá lið- sinni hans við lausn vandamála, og einnig til þátttöku, þegar létta skyldi lund með skemmtimálum, því hann var jafnvígur á hvort tveggja, — og ekki spar á sér. Hann var félagslyndur maður að upplagi og ástundun í stuttu máli sagt Frjálslyndur jafnréttis- maður. Trúaður á, að viðtækt lýð- ræði væri heppilegt stjórnarform, sem almenningur mundi geta þroskazt ril að framkvæma og lifa farsællega undir. Hann vildi ísland frjálst og óháð friðarríki. — Hann gegndi mörgum félagslegy um trúnaðarstörfum í sveit sinni. Var meðal annars lengi í hrepps- nefnd og um 20 ár í skattanefnd. Hann var friðsamur maður og vel- viljaður í allra garð, ljúfmenni, en hélt fast og einarðlega á málum, þegar sannfæring bauð, hver sem í hlut átti. Hann var kirkjunni á staðnum ‘Neskirkju) fórnfús og for ystumaður í söfnuði hennar lengi. Hann mun að eðlisfari hafa ver- ið fremur dulur maður, — djúp- greindur maður, sem lét ekki lesa sig niður í kjölinn að óþörfu. Ég vil leyfa mér að nota um hann sjaldgæft orð frá Einari Benediktssyni og segja, að hann hafi verið að eðlisfari alhyggðar- maður. Kom þetta glöggt fram á sorgarstundum, er hann mælti eft ir látna r.amferðamenn sína, og einnig á gleðimótum, þvi hyggja hans rúmaði allt sviðið frá djúpri sorg til fiugléttrar gleði. Hann var maður samúðar, er hryggðin sló, en líka gáskans, fyndninnar og gleðinnar, þegar þeir teningar komu upp. í kvæði sínu „Sorg og gleði“ segir Steingrímur: Að sorg þinni skaltu sjálfur búa. Sársaukans gjöf ei metur neinn. Fyrir óiáni þínu skaltu engum trúa, því enginn skilur það, nema þú einn. Haf þú gesti að gleðiborði — gleðinnar nýtur þú tæpast einn. Menn íeggja hlustir við hennar orði og hana misskilur ekki neinn. Hrind eigi þínum harmi frá þér, — í hja"ta þitt vizku mun hann sá. En ber hann ei heldur utan á þér á annarra gleði hann skyggir þá. Steingrímur var að jafnaði létt- ur í lund hversdagslega. Hinar broslegu htiðar hlutanna skemmtu honum vel eins og margar vísur hans votta. Þeim listamönnum, sem þannig eru gerðir, verður hið bros- lega á lífsieiðinni eins og skreyt- ingar við veginn, sem létta sporin. Steingrímur ritaði allmikið í ó- bundnu máli. Allt einkenndist það af djúpúð góðri kunnáttu í með- ferð tungunnar og skipúlegri efnismeðferð. Eina ritgerð hans vil ég nefna hér, sem ég tel framúrskarandi verk af hans hendi — auk þess sem hún er einstæð að efni. Þetta er ritgerðin, er hann nefndi: „í einrúmi,“ og birtist í tímaritinu Samvinnunni snemma árs 1967. Sú ritgerð mun seint gleymast. Þar segir hann frá því, þegar hann í febrúarmánuði 1946, féll niður um snjó, í gjá í Aðaldals- hrauni og beið þar eftir björgun í myrkri, lengst af, og kulda í ná- lega 5 dægur, — björgun, sem hann gat ekki treyst á að kæmi, þó svo vel tækist til um síðir. Hitt var miklu líklegra, að hann biði þarna bana sinn, — yrði þarna hungurmorða í hamraþrónni eða | að Laxiá iilypi í gjána og drekkti | honum — enda hljóp áin í gj'ána ) nokkrum dögum seinna. j Að vera í slíku „einrúml“ 1 er voðalegra en hægt er að gera sér í hugarlund. Varla er hægt að leggja á mann harðari þraut en þetta til þess að prófa karl- mennsku hans og sálarhreysti. Ef nokkur veila er í geði, kemur hún fram við þvílíkar örlagaógnir. En Steingrímur stóðst þessa þraut aðdáanlega. í keri hans kom enginn brestur fram. Dagbókardrögin, sem hann skrif aði við draugalega skímuna, sem annað slagið var í gjánni, votta þetta. Þau eru fágæt skilríki um jafnvægisgóða og ste.rka sál. í þessu einrúmi orti hano kvæði sér til hugsvölunar og sýnir það, hvað skáldgáfan var rík í eðli hans og traustur förunautur hans. Kvæð in eru einstæð með tilliti til hinna óskaplegu aðstæðna, þvi þó að hann hefði ekki pappírsfömg til að skrifa þau niður, festust þau hon- um í minni og hafa varla raákazt til muna úr hinum sterku minn- ingartengslum þessara lífsstunda. Eitt kvæðið hefst svona: Það er eins og myrkrið leggist! að mér þykkt og þungt og þrengi andardrátt, en lífið standi álengdar svo létt og frjálst og ungt — það ]‘f, sem ég hef átt. Það hendir sjálfsagt margan að gleyma ljóssins gjöf unz geislinn hinzti dvín. —Skyldi nokkur áðui hafa ort í sinni gröf eftirmæli sín? Ég vissi fyrr að skammdegið er skuggalegt og hart og skelfileg þess nótt. Þó hélt ég ekki, að myrkur gæti orðið svona svart og svona dauðahljótt. Dropar íalla í vatnið og hið vota svarta þak veitir bergmálssvar, eins og nálgist hátíðlegt og hljóðlátt fótatak. Ég hlusta — Hver er þar? Já, hver er þar á leiðinni til hins kviksetta manns? Gat það verið nokkur annar en dauðinn eða fylgilið hans? En Steingrímur skor ar á hug sinn til hjálpar. Hann ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.