Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 12
Guðmmdur Thoroddsen prófessor Með '.Juðmundi Thoroddsen, fyrrverandi prófessor í handlækn- isfræði við Læknadeild Háskóla íslands er genginn einn af fremstu mönnum og einn litríkasti persónuleiki íslenzkrar læknastétt ar á fyrri helmingi þessarar ald- ar. G'uömundur stundaði nám í læknisfræði við Hafnarháskólla, og lauk prófi vorið 1911. Næstu þrjú ár starfaði hann á sjúkrahús- um í Danmörku og var í nokkra mánuði við héraðslæknisstörf á Jótlandi. Snemma árs 1914 sneri hann aftur heim til íslands. Hann var fyrst starfandi læknir í Reykja vík, en aðeins nokkra mánuði. í september 1914 var hann settur — og nokkru síðar skipaður héraðs- læknir í Húsavíkurhéraði Héraðs- læknir var hann þó aðeins tvö ár, en seint á ári 1916 hvarf hann altur til Danmerkur ög þá_til fram haldsnáms í handlæknisfræði. Á árunum 1916—1920 stundaði hann nám og starfaði á handlækn- isdeildum Fredriksbergsspítala í Kaupmannahöfn og lagði þá einn- ig stund á kvensjúkdóma og fæð- jngafræði. Árið 1920 hvarf hann að nýju heim til íslands og fcóf störf í Reykjavík, fyrst við almenn- ar lækningar en í janúar 1922 byrjaði hann að starfa fyrir Lækna deild Háskólans sem kennari í handlæknisfræði í forföllum Guð- mundar Magnússonar, prófessors. Þann 1. janúar 1923 var hann sett- ur dósent í almennri sjúkdóma- fræði og réttarlæknisfræði við Læknadei.dina og annaðist hann kennsiu í þessum fræðum þar til í október 1962. Haustið 1924 tók hann við emb- ætti Guðmundar Magnússonar sem prófessor í handlæknisfræði og yfirsetufræði við Læknadeild Há- skóla ísiands. Hann var rektor Há- skólans ár;ð 1926—1927. Fram til ársins 1931, eða þar til Landspítaiinn var fullbyggður, hafði Guðmundur starfsaðstöðu á Landakotsspítala, bæði til kennslu og fyrir sjúklinga sína. Er Land- spítalinn tók til starfa í árs- lok 1930, var hann skipaður yfir- læknir handlæknisdeildar og fæð- ingadeildar Landspítalans og jafn- fraimt forstöð'umaður Ljósmæðra- skóla íslands. Gegndi hann þess- um störfum öllum þar ti'l í júní 1952, að hann lét af störifum sök- um aldurs. Raunar hafði hann feng ið lausn H-á störfum að eigin ósk 1. september 1951, en féllst á þá ósk Læknadeildar að starfa áfram til vors 1952. Þann 1. janúar 1949 tók núverandi fæðingadeild til starfa, og var þá ráðinn til hennar deildarlæknir, sem tók að sér stjórn hennar svo og Ljósmæðra- skólans, en það létti verulega starf Guðmundar þessi síðustu ár. Þegar Guðmundur fékk lausn frá störfum við Landspítalann, var hann aðeins 64 ára Hann var þá 12 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.