Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Page 9

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Page 9
SEXTUGUR: GÍSLIHÖGNASOH BÓNDI Gísli Ilögnason bóndi Læk í Hraiungerðisíhaeppi, er sextugur fæddur 13. júlí 1908 á Heiðarbæ í Þingvallasveit, ea foreldrar hana voru þá í kaupavinnu þar nýbyrj- uð búskap í Reykjavík. Þau voru Högni Guðnason, Högnasonar í Reykjadal í Hrunamannahreppi af ætt Högna prestaföður, og Ólöf Jónsdóttir filá Köldukinn í Holtum Gíslasonar Ásum í Gnúpverja- hreppi. Eftir tveggja ára veru í Reykja- Vík fóru þau hjón árið 1909, að Austur-H'íð í Gnúpverjahreppi og þar bjuggu þau í 10 ár, en fóru þá að Laxárdal í sömu sveit og gerðu þau garðinn frægan um áratugi, og þar situr Högni enn í hárri elli hjá Björgvin bónda syni sínum. Börn þeirra Laxárdalshjóna voru 8 og Gísli þeirra elztur. Framan af búskaparárum foreldra hans var lífsbaráfcta hörð á litlu koti eins og Austur-iHlíð var þá, en tók að batna eftir að Laxárdal kom, þó einnig þar yrði að beita mikilli elju svo stórt heimili hefði nóg.bjargræði. Gísli lagði strax fram krafta sína og efldist skjótt að vilja og hörku, en í Laxárdal sannast það sem Bjarni Thorarensen sagði í hinu jón, að sér hlýni jafnan um hjarta rætur, þegar honum verður hugs- að til Eggerts, eða þegar hann hittir einhvern af afkomendum hans. Frá Laugardælum fór Gúðjón árið 1935 að Glóru í Hraungerðis- hreppi og hóf þar búskap með konu sinni, Kristínu Guðmunds- dóttur frá Drumlboddsstöðum í Biskupstungum, en þar voru þá búin að vera í hjónabandi í tvö ár. Frá Glóru fluttu þau eftlr eitt ár að Boliastöðum og hafa búið þar síðan. Börn þeirra hjóna eru þrjár dætur, allar gilftar og farn- ar að heiman, og einn sonur, sem stundar búskapinn með foreldr- um sínum. Fósturson eiga þau einnig. Hefur samlyndi og sam- starf fjölskyldunnar verið til fyr- irmyndar. Guðjón hefur ræktað mikið og gert góð tún úr grýttu landi, en hann hefur einnig með alúð ræktað bústofn sinn og á góða gripi. Munu flestir, að minnsta kosti hér á Suðurlandi, sem við nautgriparækt fást, kann- ast við Bolla, hið fræga kynbóta- naut, sem af sérfróðum mönnum er samkvæmt reynslu talið hafa bezt verið allra nauta hér sunn- an lands, en móðir þess var kýr- in Baula i Bollastöðum, sem fyrstu verðlaun hlaut á landbúnaðarsýn- ingunni í Reykjavík 1947 og aft- ur Slík verðlaun 1951. Hér um slóðir er Guðjón ekki síður kunnur fyrir áhuga sinn og árangur í hrossarækt, þó ekki hafi hann sjálfur hampað því. Hann elskar góða hesta og nýt- ur mikils yndis af samvistum við þá. Hefur hann fyrr og síðar átt gæðinga og er manna nærfærnast- ur við þessa vini sína. Iirossaætt sú, er Guðjón hefur mest ræktað, er komin út af hryssu, er hann keypti ótamda á uppboði fyrir rúmum aldarfjórð- ungi. Hafði hann gefið tryppi þessu gætur og þóttist sjá í því mikla kosti. Fór hann á uppboðið með þann ásetning — þótt fátæfcur væri — að eignast tryppið, hvað sem það kostaði. Annar glöggur hestamaður fór einníg á uppboð- ið í sömu erindum. Buðu þeir hvor í kapp við annan og var þeirra atgangur harður og langur, en honum lauk með sigri Guðjóns, og fór hann heim með hryssuna ungu. Var Guðjón svo glaður yfir sigri sínum, að honum kom ekki ‘ dúr á auga næstu nótt. Þessi glaða andvökunót var upphaf að mörgum hamingju- stundum, sem Guðjón hefur síð- an átt, og bættust við aðrar í lífl hans, þvi hryssan varð snillings- reiðhross og afkvæmin líkjast ætt- móðurinni í því, að vera fögur á að Iíta, gædd fjöri og gangfimi, enda var eigandinn jafnan mjög vandlátur að makavali fyrir uppá- halds hryssu sína, eins og vera bar. Guðjón er starfsmaður mikill og hefur yndi af búskapnum. Á yngni árum var hann talinn meðal beztu sláttumanna, en þó bar af, hversu fljótur hann var að binda hey. Lék honum allt í höndum, er að heyskap laut og var hann mjög eftirsóttur til þeirra starfa, sem og allra starfa, ekki sízt þeirra, er fjör og karlmennsku þurfti til. Guðjón á Bollastöðum er ekki eitt í dag og annað á morgun, hann er maður fastlyndur, en einnig frjálslyndur í skoðunum. Hann er enn vel á sig kominn, þótt sextugur sé. Hann hefur ekki sótzt eftir umboðsstörfum á vett- vangi félagsmála, en lagt gott til mála og verið jafnan í þeirri sveit manna, er vilja styðjast við fé- lagsleg átök til framfara, þvi hann skilur, að alþýða manna get- ur aðeins með þeim hætti tryggt sér viðunandi Iífsfcjör og sótt fram til þeinra umbóta,, sem nauðsyn- legt er að ná á hverjum tíma. Guðjón mun hér eftir sem hing- að til hafa bóndans iðju að við- fangsefni og rækja starf sitt með hóflegu stolti þes manns, sem finnur þróttinn í sjálfum sér, þekk ir söguna og veit, að án bænda- stéttarinnar getur þjóðin ekki þrif izt í landinu. Megl Guðjón, kona hans og börn, lengi lifa og njóta gæfu og gengis. Ágúst Þorvaldsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR V 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.