Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 11
Vigdás ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum hópi systkina, var heimili þeirra fyrst í Hvamrni og síðar í Stafholti. Hún hóf ném í Kennaraskólanum haustið 1911 og lauk kennaraprófi 1914 og var heimiliskennari næstu árin. Vorið 1919 giftist Vigdís Jóni Blöndal, iækni í Stafholtsey, og gékk í móð urstað fimm sonum hans frá .fyrra hjónabandi. Níu mánuðum eftir brúðkaup þeirra hjóna drukknaði Jón læknir í Hvítá. Veitti Vigdís þá heimili þeirra for- sjá, fyrst í Stafholtsey, síðar í Reykjavík, þar sem yngri bræð- urnir voru við nám Af þeim bræðrum iifa þeir einir Páll bóndi í Stafholtsey og Björn í Laugar- holti, Hinum þremur, sem mest voru á veigum Vigdísar, átti hún á bak að sjá. Sigurður lézt fyrst, ungur að a'dri, þá Þorvaldur lækn ir og tónskáld, rúmlega þrítugur, og Jón, hagfræðingur, einnig í blóma lífsins. Fyrstu árin í Reykjavík hafði Vigdís einkaskóla, síðan kenndi hún í Austurbæjarskólanum til ársins 1935. Fór orð af því, hve vel henni 'étu kennslustörfin. Um þetta leyti tók Vigdís bróðurdótt- ur sína, Nönnu Björnsdóttur, sem þá var barn að aldri, í fóstur, og var Nanna hjá henni alla stund, þar til hún stofnaði eigið heimiii. Nanna er gift Hjálmari Ólafssyni, bæjarstjóra. Síðar tók Vigdís dreng á fyrsta ári í fóstur, Hróðm- ar Vigpi Benediktsson og ólst hann upp hjá henni allt til full- orðinSára. Hróðmar Vignir er kvæntur Guðrúnu Magnúsdótt- ur. Fósturbörnum sínum reyndist Vigdís á alla lund svo sem bezt mátti verða Haustið 1935 var stofnuð heima vist fyrir veikluð börn í Laugar- nesskóla, og veitti Vigdís henni forstöðu frá upphafi og allt til þess, er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir, eða í 27 ár. Má því segja, að Vigdís ynni meginhluta ævistarfs síns á þeim stað. Heimavistin var frá upphafi mikið athvarf margra barna, sem þess þurffu við, og er ekki með ýkjur farið, þótt sagt sé, að Vig- dís yrði þjóðkunn af störfum sín- um þar. Vigdís sá skörulega fyr- ir líkamlegum þörfum barnanna og uppeldisþættinum var einnig sinnt af áiúð. Aðstandendum varð brátt ljóst, að börnin voru í góð- um höndum, enda átti umhyggja MINNING María Valdimarsdóttir Marfa Valdimarsdióttir á HaU- dórsstöðum í Bárðardal lézt 3. apríl s.l. 27 ára að aldri. Hún var dóttir hjónanna Kristlaugar Tryggvadóttur og Valdimars Ás- mundssonar bónda á Halidórsstöð- um. Halldórsstaðir í Bárðardal er víð áttumikil jörð og fögur, gjöfui og gróðurrík. Þar eru grónir sléttir veilir hið neðra, en kjarr og birki- skógar í fjallahlíðum. Skrautblóm dafna þar í skjólríkum hvömm- um og brebkuhjölium og lyngið — það „blánar af berjum hvert ár.“ Á þessari jörð hafa þau búið í full- an þriðjung aldar Kristlaug og Valdimar, og auk húsmóðurstaría stundaði Kristlaug ljósmóðurstörf Framhald á bls. 21. Vigdísar sér vart takmörk. Hún sat marga nóttina yfir veiku barni eftir langan annadag. Minnist ég þess ekki, að hafa séð betra eða göfugra s^arf unnið í annan tíma. Sama gilti um störf Vigdísar á Silungapohi, en þar veitti hún stóru barnaheimili forstöðu í mörg surnur. Vigdísi var einkar lagið að stjórna, og hafði hún hinar beztu forsagnir um hvaðeina, sem gera þurfti á stóru h'eimili. Gilti þar einu, hvort í hlut áttu börn eða fullorðnir. Fór orð af skör- ungsskap hennar og stjórnsemi. En á heimili Vigdísar var hlýr agi, og hún átti hug hvers manns, sem hjá henni dvaldist. Þótt heimavistin væri sjálfstæð stofnun, var hún einlægt í nán- um tengslum við skólann, og tók Vigdís alla tíð þátt í félagslífi kennara. Vorum við daglegir gest- ir á heimili hennar og eigum margra góðra stunda að minnast, því að Vigdís var skemmtileg kona, vel greind og fróð, og um hana lék ævinlega hressandi blær hreinskilni og djörfungar. Þá megum við margir minnast góðvildar hennar og hjálpsemi, ef við þurftum einhvers við, því að hún vildi hvers manns vandræði leysa. Vigdís hélt tryggð við Laugar- nesskólann alla tíð, kom til okk- n ar á hátíðum og tyllidögum, með- an heilsan leyfði, og prófdómari var hún í skólanum allt fram á síðasta vor. Tómas sbáld segir í frægu kvæði, að sorgin gleymi engum, og mátti Vigdís sanna þau orð mörgum tremur. Þó þykir mér Vigdís hafa verið gæfukona. Hún hélt reisn sinni og þreki á hverju sem gekk, og hún var alla ævi veitandi góðra htuta. Að vísu var heilsa hennar, sem löngum hafði verið veil, mjög brugðið síðustu missirin. Naut hún þá ástúðar fóst urdóttur sinnar, Nönnu, og fjöl- skyldu hennar, en hjá þeim dvald ist hugur hennar löngum. Svo var einnig um fósturson hennar og konu hans. Tvær frændkonur Vig- dísar, þær Elsa Sigriður Jónsdótt- ir og Ásta Björnsdóttir, sýndu henni einstaba uimhyggju og hlýju, svo var og um Magnús E. Árna- son kennara. Hefðu þau ekki get- að reynzt henni betur, þótt um móður þeirra hefði verið að ræða. Vigdís Blöndal er skilin að sýn við vini sína þessa heims, horfin þeim í Ijóma hásumars þessa bjarta, svala lands, en mynd henn ar mun geymast í löngu minni, og hún mun jafnan koma þeim í hug, begar þeir heyra góðrar kotut getið. Gunnar Guðmundsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.