Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 20
SEXTUGUR: Jón Jóffl Bjarnason frá Hlemmiskeiði á Skeiðum, Þóristúni 7, á Selfossi, skrifstofumaður hjá Selfosshreppi er fæddur á Hlemmiskeiði 11. júli 1908. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Þorsteinsson bóndi þar og Ingveldur Jónsdóttir. Jón er kom- inn af þekktum ættum hér í Ár- nessýslu: Fjallsættinni og Reykja- ættinni, en báðar þessar fjölmennu og traustu ættir eru kenndar við bæi í Skeiðahreppi. Skal nú gerð nokkur grein fyrir ætterni Jóns þótt ekki verði langt út í það farið. Bjarni á Hlemmiskeiði faðir Jóns var sonur Þorsteins bónda á Reykj- um, Þorsteinssonar bónda í Brúna- valiakoti. Verður sú ætt rakin til Illuga smiðs í Skálholti, sem fræg- ur var á finni tíð fyrir smíðar sín- ar. Kona Þorsteins á Reykjum var Ingigerður Eiríksdóttir hrepp- stjóra og dbrm. á Reykjum. Ing- veldur móðir Jóns var dóttir Jóns as eigum eftir að hittast aftur, vildi ég engan frekar eiga að sambýlis- manni. Ástvinum hans votta ég innilega samúð. Volter Antonsson. Leiðréttingar. Inn i grein mína um Jónas Þor- (bergsson 1 íslendingaþáttum 5. júní, hafa slæðzt nokkrar villur, sem sennllega stafa af mislestri á slæmu handriti frá mér. Þessar leiðréttingar óska ég, að birtar verði: 1. Karl Finnbogason var skóla- stjóri á Seyðisfirði, en ekki á Siglu- firði, eins og í blaðinu stendur. 2. Þar sem rætt er um afskipti JÞ.. af sálarrannsóknum er í blað- inu nefndir „Trúarvinir hans í þeim efnum.“ í handriti mínu stóð: Trúarvissa hans í þeim efnum mun hafa átt sinn þátt í að veita hon- um viðfangsefni og hugarró, að lok inni lífsins önn. Gísli Guðmundsson. Bjarnason SELFOSSI bónda í Vorsabæ á Skeiðum, Ein- arssonar bónda á Syðri-Brúnavöll- um, Eggerts'sonar hreppstjóra á Litla-FIjóti í Biskupstungum. Kona Einars á Syðri-Brúnavöllum var Vil borg Ketilsdóttir bónda í Skálholti, Þorgeirssonar bónda í Vaðnesi og var Einar fyrrj maður hennar. Kona Jóns í Vorsabæ var Helga Eiríksdóttir bónda í Vorsabæ, Haf- liðasonar hins auðga á Birnustöð- um, en kona Eiriks Hafliðasonar var Ingveldur Ófeigsdóttir ríka i Fjalli. Er Jón því fjórði maður frá Ófeigi ríka og þriðji frá Eiríki dbrm. á Reykjum. Sést af þessu stutta yfirlíti, að hann á til góðra að telja og sjálfur heldur hann uppi merki forfeðranna með sæmd. Jón ólst upp á Hlemmiskeiði á góðu og myndarlegu heimili for- eldra sinna í fjölmennum systkina hópi og átti þar heimili fram yfir þrítugt þó oft dveldi hann annars staðar bæði í skólum og við störf til sjós og lands. Hann var einn hinna fyrstu manna, sem stjórnaði dráttarvól við jarðyrkjustörf. Bún- aðarfélag Skeiðamanna keypti eina af fyrstu dráttarvélum, sem til landsins komu og var Jón méð hana að vori og hausti um fjögurra ára skeið og sléttaði tún Skeiða- bænda. Vann hann þannig inn nokk urt fé með þessum hætti, sem hann svo varði sér til menningar. Var hann fyrst á tveimur námskeiðum við íþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar í Haukadal, en var síðan á Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk þar námi vorið 1933. Árið 1935 tók hann íþróttakennarapróf frá íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni. Árið eftir 1936 fór hann svo á íþróttanámskeið i Þýzk landi, sem haldið var í sambandi við Ólympíúleikana þar. Eftir þetta stundaði hann íþróttakennslu um átta ára skeið bæði i skólum og hjá ungmenniafélögum. Stjórnaði oft íþrótta- og fimleikasýningum á Skarphéðinsmótum og víðar. Sjálf ur tók hann oft þátt í kappleikj- um. Var hann mjög prúður og ágætur íþróttamaður, varð t.d. sigurvegari í drengjaglímu á íþróttamóti Skarphéðins 1927 og Skarphéðinsskjöldinn vann hann í kappglímu 1938. Hefur slikur íþróttasigur alltaf þótt hipn eftir- sóknarverðasti hér sunnanlands. Þá náði Tón oftar en einu sinni mjög góðum árangri í frjáls- um íþróttum, einkum hástökki og langstökki. Jón byriaði snemma að starfa I Ungmennafélagi Skeiðamanna- og lét íþróttamál mest til sín taka. Á árunum 1936 til 1944 var hann starfsmaður Alþingis, en gerðist svo forstöðumaður ullarverksmiðju sem Kaupfélag Árnesinga stofnaði í Hveragerði. Hafði hann áður kynnt sér ullariðnað í Gefjun á Akureyri og Framtíðinni í Reykjavík. Ullarverksmiðjan í Hveragerði starfaði í sjö ár, en þá var hún láíin hætta þar sem grund völlur fyrir reksti hennar var ekki talinn nógu hagstæður. Fluttist Jón þá að Selfossi og starfaði hjá Kaupfélagi Árnesinga þangað til 20 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.