Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Side 21

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Side 21
telja, að enn hafi hesturinn mikil- vægu hlutverki að gegna í lífi þjóð arinnar. „Það finnst ekki mein, sem ei breytist, og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumur þins hjarta rætist“. í engum félagsskap hefur Jón kom- izt í eins náin og víðtæk kynni af mönnum eins og í sambandi við hestamannafélagsstörfin og telur, áð það hafi veitt sér mikla lífs- gleði og aukið þekkingu sína. Eins og margir af Reykjaætt er Jón góður söngmaður og leikur á hljóðfæri, en það lærði hann Hjá Kristni Ingvarssyni organista. Af þeim svipmyndum, sem hér er brugðið upp af lífi og störfum Jóns Bjarnasonar sést, að hann hef ur fengizt við margt enda fjöl- hæfur að upplagi og leitað fanga á mörg mið til að efla hæfileika sína. Meðal annars hefur hann ekki getað stillt sig um að eiga vin- gott við skáldgyðjuna og bragða á Iðunnarepiinu. Hafa því oft sprott' ið undan tungurótum Jóns hag- lega gerðar stökur og ljóð, sem vitna um pað, að hann kann ekki síður tök á hinni andlegu íþrótt orðlistarinnar heldur en glímu og fimleikum. Þótt þau yrðu örlög Jóns, að flytja úr sveit í þéttbýli þá er þó eðli og bugsunarháttur bóndans einkennandi í fari hans. Honum finnst að hinir mi'klu ílutningar fólks úr sveitum til bæja og borga séu að skapa hættulegt uppeldis- vandamál. Þarna þurfi að snúa við. Fólkið verði að leita aftur til nátt- úrunnar. Hann vill láta yfirvöld ríkis og bæja koma á fót vinnu- skólum eða vinnustöðvum á sumr- um fyrir æskulýð bæjanna þar sem uppgræðsla og fegrun landsins væri aðaiverkefni. Slík viðfangs- efni eru órþjótandi, og þau myndu um leið og þau bættu landið einn- ig bæta fóJkið og tengja það á nýj- an hátt við landið og þá mundi það læra betur en það gerir nú, að skilja og þekkja sitt eigið land. Hann vill áta íslenzka hestinn vera þarna með í verki til að tengja menn við hið náttúrlega líf, veita æskunni vndi og göfga hugarfar hennar í sambúð við þetta fagra, þróttmikla og gáfaða dýr. -"Þótt slík starfsemi kostaðd mik- ið fé, þá telur Jón, að það mundi skila sér margfalt aftur í betra landi og betra fólki. Hann vill ekki, að hver pukri í sínu horni, en telur að félagshyggja þurfi að glæðast til að efla framfarir og al- mannahag. Þetta eru lítil sýnishorn af hugs- unarhætti Jóns Bjarnsonr um framtíð lands og þjóðar. Árið 1945 kvæntist Jón, Þuríði Steingrímsdóttur úr Hafnarfirði, Steingrímssonar, Jónssonar, sem prestur var í Hrun-a um 12 ára skeið. Eru þau hjón fjórmenningar að frændsemi. Eiga þau tvær dæt- ur, sem báðar eru enn í föður- garði. Goít er jafnan að koma á heimili þeirra hjóna og eru þau samhent með glöðu viðmóti að gera gesti sínum ánægjulega stund. Ég vil þakka Jóni fyrir góð kynni og mikil störf á vett- vangi sameiginlegra hugsjóna okk ar, og vona að hann megi láta margt gott af sér leiða hér eftir, sem hingað til. Gæfa og gengi fylgi honum og f jölskyldu hans. Ágúst Þorvaldsson. hann gerðist skrifstofumaður hjá Selfosshreppi árið 1963 og hefur Veríð það ríðan. Eins og áður er getið hóf Jón hngur félagsmálastönf. H«nn fékk snemma áhuga á landsmálum °g gekk í Framsóknarflokkinn þeg- ai' stofmað var félag ungra Fram- sóknarmanna á Skeiðum og var for niaður þess þaæ til hann flutti það- an. Hann hefur tekið mikinn þátt félagsskap Framsóknarmanna í Árnesýslu og er nú formaður fé- ^ags Framoóknarmann-a á Selfossi. Stjórnmá’aafskipti Jóns einkenn- &st mjög af einurð og glögg- skyggni. Hann er hófsamur °g framúrskarandi hygginn mála- fylgjumaður, vel kunnugur á vett- vangi þjóðmála og þekkir fjölda hian-na, sem þar eru að störfum. Fljótilega eftir að Jón fluttist að Selfossi fóru að hlaðast á hann störf í verkalýðsmálum. Var hann kosinn í stjórn verkalýðsfélagsins á staðnum og hefur verið ritari þess alla tíð síðan. Hann hefur átt mik- tnn þátt í samningamálum, verið fulltrúi á Alþýðusambandsþingum °g starflað þar mikið í milliþinga- hefndum, einkum að félags- og skipulagsmálum. Þegar Jón var ungl-ingur hlaut kann mikið yndi af samvistum við hesta og fékk áhuga á rækt- un og tamningu reiðhesta og var úm árabil formaður hrossaræktar- féliags í Skeiðahreppi. Hefur hann haft mikil afskipti af slíkum mál- Um og átti sæti um 12 ára skeið f stjóm hestamannafélagsins Sleipnis 1 Árnessýslu, þar af for- hiaður þess í 8 ár, og síðartliðin 3 ár hefnr hann verið formaður Hrossaræktarsambands Suður- fands. Oft hefur Jón verið dómari ó kappreiðum og hestaþingum. fíann er mjög laginn við hesta og hefur tamið fjölda reiðhesta. ^fargan góðhestinn hefur ha-nn átt °g hlotið verðlaunagripi fyrir gæð- fnga sína. Telur hann, að þekking sin á íþróttum hafi komið sér að góðu -gagni við hestatamningu því að fleiru leyti gildi sömu lögmál Við þjálfun manna og hesta. Jón hefur haft mikla gleði af fé- la-gsmálastarfi sánu og 1-agt með því •fnjúgan skerf til framfara og um- bóta á ý-msum • sviðum. Mesta ánægju hefur hann þó hlotið-við ®törf sín að málum í-slenzka hests- sem var um aldir þarfasti Pjónninn. Jón er meðal hinna íremstu í hópi þeirra manna, sem ÍSLENDINGAÞÆTTIR María - Framih-ald af blis. 10. og það var hún, sem reri ein á smábáti yfir Skjálfandafljót er það féll milli höfuðísa á myrku vetr- arkvöldi í vestan stormi — enda beið hennar „kona í barnsnauð hin- um megin.“ Valdimar bóndi eldist seinna en aðrir samtíðarmenn enda léttlyndur með afbrigðum, fjölvirkur, dverghagur á hverja smíði. María var næ-st yngst af fjór- um börnum þeirra hjóna, fædd á Halldórsstöðum 7. marz 1941 Þeg- ar á barnsaldri var María nokk-uð sérstæð um ýmsa hluti. Þrek henn- ar, handlægni og hugdirfska var svo rík í hverjum leik. Fastlyndi hennar og léttlyndi var svo furðu- lega samofið, en sterkasta aflið í hugarheimí hennar var kæiieikur- inn til foreldranna og hin mátt- uga ást og aðdáun á kostum, auði og fegurð heimalandsins — Hinna blessuðu Halldórsstaða, þar sem ilm-ur jarðar er svo máttugur, svo eggjandi. Þannig þroskast hún, þessi dóltir dalanna og verður fuMorðin kona — hávaxin og sterk byggð, létilynd og hneigð til félags skapar — Jí-tt skólalærð, en samt hámen-ntuð því dagar áranna liafa 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.