Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Page 8

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Page 8
SEXTUGUR: GUÐJÓN GUÐJÓNSSON BÓNDI Á BOLLASSTÖÐUM Bann er fæddur 18. júní 1908 a'ð Stokfcseyrarseli í Flóa, en þar bjuggu þá foreldrar hans, hjón- ln Guðjón Einarsson, ættaður úr Landmannahreppi í Rangárvalla- sýsðu, og lJelga Halldórsdóttir frá Einlholti í Biskupstungum. Árið . etftir að Guðjón fæddist, fluttu þau að Nýja'bæ í Sandvíkufhreppi og þar divaldi hann hjá þeim til nítj- án ára aldurs. Guðjón ólst upp við stimu skilyrði og flestir aðrir unglingar í sveit á þeim tíma. Efni voru ekki mikil í Nýjabæ, enn bjargálna var heimilið og aldrei sultur í búi. Hinar fornu dyiggð- ir, iðjusemi og sparsemi, voru vel ræktar, enda einu ráðin, sem menn þá kunnu til að tryggja sjálfstæði og farsæld heimilanna. Glaðzt var innilega á þeim árum yfir hverj- um feng, þó lítill væri og sam- bjálparandi var ríkur í fólkinu. Guðjón minnist þess oft frá upp- vaxtarárum sínum, að í nágrenn- inu og sveitinni allri ríkti góðvild milli heimilanna og hver studdi annan, þegar með þurfti. Þetta var óformleg samvinna, sprottin af erfiðum sjcilyrðum til lífsbjargar, er kenndi mönnum, að „Samein- aðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér“. Þessi samhjálparhugur ræktaði framfara- og mannúðarverk, er Síðar færðuist í ný form á félags- legum vettvangi til viðreisnar í þjóðlífinu, en þráin til umbóta var þá allsstaðar að vakna meðal fóiks- ins, í Sandvíkurhreppi ekki síður en annars staðar. Þennan umbóta- og samvinnuhug lærði Guðjón ung ur að meta og hefur síðan alla áttir þú yndislega ömmu og góð- an frœnda sem reyndist þér éins og beziti faðir. Ég bið algóðan guð að styrkja ömmu þína, í hennar miklu sorg, því þú varst henni a'llt. Elsku Grétar minn, þakka þér fyrir allt og allt, og bið himnesk- an föður um handleiðsilu þér til handa. Það mælir þín móðir. tíð staðið 1 þeirri fylkingu manna, sem vill leysa vandamálin eftir leiðum sátta og samvinnu. Ekki átti Guðjón kost skólagöngu í æsku nsma farskóla fyrir börn, þó í honum hafi án efa búið efni í góðan námsmann. En margt og mikið hefur Guðjón lesið sér til ánægju og fróðleiks íslenzkar fornbókmenntir urðu snemma mik ið yndi eg etftirlæti hans. Dáði hann margar hetjurnar og afreks- verk þeirra glæddu honum í brjósti karlmennskuhuig, sem vel fór saman við næmt og heitt skap hans. Rann honum í merg og bein dáð og metnaður til að duga vel og gerast góður íslendingur. Orðlist fornritanna þroskaði málsmekk og meðfædda frásagnar hæfni Guðjóns. Hann er maður Médrægur og gefur sig lítt að dæguiþrasi né orðræðum á mál- þingum, en pó veit ég fáa menn, sem hægara ættu með slíkt. Er ekki heiglum hent að lenda í orða- skaki við Guðjón, því að honum liggja bæ'ði orð og rök létt á tungu til sóknar og varnar skoðunum sínum. Guðjón átti um sjö ára skeið dvöl á ninu kunna menningar- heimili Laugardælum, fyrst hjá Eggert Benediktssyni hreppstjóra og svo hjá Boga syni Eggerts, eft- ir að hann tók við búi þar. Minn- ist hann dvalar sinnar þar með mikilli ánægju og þakklæti til Eggerts. Kveðst hann engum manni hafa verið með á heimili svo ágætum sem Eggert hafi ver- ið í öllu dagfari og viðmóti, og var Eggert hjúum sínum frábær- lega góður húsbóndi. Segir Guð- 8 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.