Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Síða 16

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Síða 16
MINNING Björg Þórðardóttir Björg Þórðárdóttir frá Svartár- koti í Bárðardal lézt að Sólvangi í Hafnarfirði 17. júlí s.l. 82 ára að aldri. Útför hennar var gerð frá Fossvogskirkju 24. júlí. Björg var fædd í Þórunnarseli í Kelduhverfi 5. apríl 1886. For- eldrar hennar voru hiónin Jakob- ína Jóhannsdóttir og Þórður Fló- ventsson. Dugnaðar og sæmdar- hjón, sem viða voru kunn. Björg fluttist með foreldrum sínum að Krossdal i Kelduhverfi tveggja ára að aldri, og 14 árum síðar eða 1902 að Svartárkoti í Bárðardal og við þann stað var Þórður fað- ir hennar jafnan kenndur, en hann fór víða um land og leiðbeindi með fiskirækt í ám og vötnum. Var hann mörgum kunnur í sam- bandi við þau störf og frumleg til svör, sem enn lifa á vörum margra. Björg var elzt fjögurra alsyst- kina. Hin voru: Snæbjörn (látinn) ængi bóndi í Svart- árkoti og að Ásláksstöðum í Eyjafirði, Hólmfríður hús- freyja á Grænavatni í Mývatnssveit og sr. Erlendur, lengi prestur að Odda á Rangárvöllum Jakobína, móðir Bjargar, átti dóttur af fyrra hjónabandi — Sigríði Björnsdótt- ur, — er lengi bjó í Hafnarfirði og er látin fyrir all mörgum ár- um. Þórð'ir var einnig ekkjumað- ur, er hann kvæntist Jakobínu og var Björg látin heita eftir fyrri konu hans. Jakobína var af hinni svonefndu Hallbjarnarsbaðaætt. Var Margrét móðir hennar systir Sveins amtskrifara á Möðruvöll- um. Þau voru því systkinabörn Jakobina og sr. Jón Sveinsson (Nonni). Jakobína var gædd miklu andlegu atgjörvi og skapstillingu. Hún var með afbrigðum fróð, stál- minnug og hafði einsta-ka frá- sagnarhæfileika. Hún var því mik- il móðir barna sinna og þeim dýr- mætur skóli. Voru uppeldisáhrif hennar mikil i>g varan-leg. frá Svartárkoti Þar sem Björg var elzt systkina sinna kom það fljótt í hennar hlut að létta undir með heimilinu með vinnu sinni bæði heima og að heim an. Kom fljótt í ljós mikili dugn- áður hennar og atgervi. Hún fer til Akureyrar tvítug að aldri og lærir þar karlmannafatasaum. Vann hún i heimahögum að sauma skap á vetrum og alla ævi brá hún því tyrir sig. Var hún mjög eftirsótt til þeirr-a starfa. Var sama hvort hún vann að saumaskap eða hannyrðum, þar fór saman, mikii afköst og vandað han-dbragð. Ligg- ur þar eftir hana ágætt safn góðra muna. Á æskuárum sín-um dvaldi hún um nokkurt skeið að Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu Þar bjuggu þá bræðurnir Egill og JÓhannes Sigurjónssynir. Þótti Laxamýrar- heimilið á þeim árum eitt mesta rausnar og menningarheimili í Þingeyjarsýslu og þótt víðar væri leitað. Dvöl ungra stúlkna þar var talinn hinn bezti skóli. Björg minnt ist oft á veru sína að Laxamýri og taldi hana góðan undirbúning fyrir lífið. Bar hún í brjósti mikla vináttu til húsbænda sinna og niðja þeirra. Vorið 1918 verða þáttaskil í ævi Bjargar, sem sköpum skiptu. Pjöl skýidan tlyzt suður að Odda á Rangárvöllum, en sr. Erlendur bróðir hennar hafði fengið veit- ingu fyrir Oddastað þá um vorið. Til marks um kjark og dugnað Bjargar er það, að hún fór ásarnt öðru fól-ki á hestum suður Sprengi sand þetta vor og var komið í Þjórsárdal. Fannst henni þetta ekki m-eiri þrekraun en föður hennar, sem líkti þvi við „löng bæjargöng“ að skreppa mílli Svart árkots og Odda, en hann fór marg ar ferðir þar á milli. Ferð þessi varð Björgu sannkallað ævintýri, sem fáum stúlkum hlotnaðist á þeim árum. Meðal ferðafélaga hennar var Sigurður Skáld á Arnar vatni. Hann rak á undan sér laus- en hest með forkunnar faliegum söðli. Vakti þetta forvitni hennar. Nokkru síðar kom í ljós, að hann var að sækja heibmey sína — Hólmfríði Pétursdóttur f-rá Gaut- löndum — til Reykjavíkur, en hún hafði dvalið þar í skóla vet- urinn áður. Það var mikið happ fyrir sr. Erlend, er hann byrjaði búskap í Odda, að Björg og foreldrar hans fluttu til bans og unnu þar að bú- inu. Þau voru öll vön og Björg átti eftir að vinna þar meira og minna næstu 20 árin. í Odda kynntist hún manni sín- um — Sigurði Jónssyni frá Ekru í Oddahverfi. Voru þau gefin sam- a-n í hjónaband 11. júlí 1920. Á næsta vori 1921 stofna þau sitt eigið heimili í Reykjavík, en þrátt fyrir það vann Björg austur í Odda á sumrin næstu árin. Sigurður gerðist verzilunarmaður í Reykja- vík og var lengst af starfsmaður S.Í.S. og annaðist þar vöru- afgreiðslu til kaupfélaganna og 16 <SLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.