Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 13
í fulHu fjóri og í engu farinn að tapa hæfni sinni sem skurðlækn- ir. Það var mönnum nokkurt undr unarefni, að hann skyldi hætta svo fljótt, en skýring hans var sú, að skurðlækningar væru kröfuhart starf, sem ekki væri við hæfi hinna eldri, og því væri betr& að hætta óður en eilimörk gerðu vart við sig. Hann bætti þó ekki að starfa sem læknir, þótt hann fengist lítið við skurðlækningar eftir þetta. Allt fram til dauðadags starfaði hann sem ráðgefandi skurðlæknir fyrir Kleppsspítalann, og þá var hann skipaður prófdómari við Læknadeildina þar til árið 1965, að hann fékk lausn frá því starfi. Læknisævi Guðmundar hefur uáð yfir mjög viðburðaríkt tíma- bil í þróun handlæknisfræðinn- ar. Þegar hann hóf starf var hand- læknisfræðin um það bil að vaxa upp úr barnsskónum. Meiri háttar skurðaðgerðir, sem nú um áratugi hafa verið daglega gerðar, voru þá sjaldgæf at'rek, næstum á borð við hjartaflutning nú til dags. Þróun- in upp úr fyrri heimsstvrjöldinni varð hins vegar mjög ör, og þrátt fyrir einangrunina, tókst okkar að- al skurðlæknum, þeirn Guðmundi Thoroddsen. Matthíasi Einarssyni og Halldóri Hansen að- halda vei í tiorfinu. Þeii munu, hvað allar algengar skurðaðgerðir snerti, í engu hafa verið eftirbát- ar hinna stóru erlendis. Þessir þrír læknar mótuðu handlæknis- fræðina í 'andinu á 30 ára timabil- inu frá 1920 til 1950, og er pátt- ui Guðmundar þar stærstur, enda hafa flestir núverandi skurðlækn- ar iandsins verið nemendur hans. Ég minnist Guðmundar Thor- oddsen fyrst sem kennara rníns, síðar sem yfirmanns -- og sam- starfsmanns og sem góðs vinar. Sem kennari var Guðmundur mjög eíti”.minnilegur. Hann hafði ágætt vald á efninu. franrsetning skýr, litrík, á stundum full kírnni, en al'ltaf hógvær Hir. augljósa hæfni hans sem skurðlæknis og kennara, kínrnigáfa, ljúfmennska hans og iátleysi, gerði það að verk umr, áð hann var uppáhald allra stúdenta og nrunu mörg þau vin- áttutengsl milli kennara og nem- enda hafa haldizt æ siðan. Sem yfirlæknir Handlæknis- deildar Landspítalans, er hann mér einnig minnisstæður. Betri yfirmann hefði ég vart getað kos- ið. Hann var mjög fær skurð- læknir og farsæll í starfi. Góð þekking, róleg yfirvegun — og yfirveguð dirfska voru einkenn- andi þættir í starfi hans. Hann var nrannþekkjari, en mildur i dómum um breyzkleika annarra. Hins vegar nafði hann glöggt auga fyrir hinu skoplega og listræna hæfileika til þess að koma því á framfæri en gætti þess ávallt að særa engan. Við kveðjum í dag kennara okk- ar og lækni, ljúfnrennið, hunror- istann og listamanninn Guðmund Thoroddsen. Eftir verður skarð i læknastétt landsins, sem nokkurn tíma mun taka að fylla Snorri Hallgrímsson. t Ég kynntist Guðmundi Thor- oddsen, prófessor ekki fyrr en um þær mundir, sem löngum og linnu lausum starfsdegi hans lauk og hann settist í helgan stein. Þau kynni voru aldrei náin aðeins ljós og bros á stökum stundunr. Samt urðu mér þau kynni meira umhugs unarefni, en nrargt annað, senr var nrér nærtækara ár og dag. Guðnrundur Thoroddsen var brot inn af því bergi, senr bezt er í mannheimi og auðugast af nrann- heillum. Hann var gáfaður elju- maður með kapp og forsjá án bagganrunar. Hann var vinnusam- ur og alúðarnrikill að hverju senr hann gekk nreð ríka ást á fegurð lífsins og athyglisgáfu, sem nrat ekki eftir stærð eða snræð, heldur eftir gildi senr laut lögmálum mannshugsjónar hans Ég hef það fyrir satt af frásögn annarra, að Guðnrundui Thorodd- sen hafi verið frábær læknir og snjall skurðlæknir og svo ósérhlíf- inn og óeigingjarn í lífsstarfi sínu, að vart verði lengra jafnað í þeim efnum. Þetta liknarstarf var hon- um helg köllun, og því fórnaði hann öilu, sem hann gat á blónra- 'skeiði ævinnar, spurði aldrei um laun og hikaði aldrei við að leggja fram ailt starfsþol sitt. Á seinni árum kom í ljós, að hann hafði átt sér annan heim, stór an og víðfeðman, sem búið hafði að baki og orðið að þoka fyrir ævistarfinu. Þegar Guðmundur gaf sér tóm til þess við lok ævistarfs- ins að vikja þangað, kom t.d. í Ijós, hve frábær náttúrufræðingur hann heíði orðið, ef það hlutskipti hefði fallið honum í skaut. Eng- um gat heidur dulizt það, að hann hefði orðið mikill málvísindamað- ur eða snjallt skáld og rithöfund- ur, ef hann hefði gengið þær göt- ur. En mest fannst mér til um broddlausa kímnigáfu hans, mann skilning og aðgát í nærveru sálar, ást hans á íslenzkri náttúru og fegurðarsK.yn, sem skýrast birtist í máltökum hans Lýsingar hans á náttúru Breiða- fjarðareyja, bæði í útvarpserindum og greinum verða lengi minnis- stæðar þeim, sem slíka hluti kunna að rneta, eða þá frásagnir af fýln- um austur á söndum. svo að eitt- hvað sé nefnt. Það vakti oft furðu mína, hve skilgóða þekkingu þesi önnunr katni læknir hafði á þeim bókmenntum, sem þjóðlegastar eru og skiidi þá þjóðarsál, sem birtist í þjóðsögum örnefnum og þjóðlífsfrásögnunr nænrum skiln- ingi, og hve gaman vai að skoða hans fleti á þeim fræðunr þar sem ætíð fór saman nrjög persónuleg og sjálfstæð en rökvís hugkvænrni í nrati og skýringunr. Hin heilsteypta og alþýðlega gerð nrannsins var aðall hans, og það var sem verund hans leitaði öll á vit nins einfaida hinna nátt- úrlegustu eða jafnvel frumstæð- ustu íslenzku lífshátta þjóðarinnar í nútíð og fortíð, og í snertingu við náttúruna og það fólk sem lifði í nánustu tengslum við hana og land ið, fann hann nautn. senr áreið- anlega veitti honunr mikla lífsfyll- ingu. Engan nrann þekki ég, sem sameinað hafði jafnvel það tvennt að lifa í afstæðum heimi tækni- vísinda, eins og skurðlæknisstarf er, og varðveita ósnortið náttúru- barnið í sjálfum sér. Góðsemi hans hjálpsemi og nær- gætni, til dæmis við lítið fólk, var nreiri en flestra annarra Þess naut ég og mitt fólk stundum í yíkari nræli en nokkur ástæða var til, og gerðarleg e-lskusemi Siglínar síðari konu hans líður okkur seint úr minni. Læknisstarf Guðmundar Thor- .oddsen var mikil gjöf til íslenzku þjóðarinnar, en maðurinn bak við það var þó enn sannari fulltrúi þeirra eðliskosta og manngerðar, sem nrest er um vert í fari íslend- ings. AK. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.