Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 5
yjm var kærastur af öllu, með veiði- ítöngina i hönd, leiðbeinandi að- fcomuinönnuTn, hné hann hijóðlega ftð brjóstum móðurfoldar slnnar og sofnaði svefninum djúpa Og langa. Þarna gekk Steingrímur 1 Nesi yfir landamærin miklu er skilja lif og dauða. Bóndinn í Nesi, skáldið, snillingur stökunnar, kenn arinn og karlmennið en ljúfling- urinn svo mjög, á þennan hljóð- liáta, höfðinglega og hátíðlega hátt. Steingrímur í Nesi sigraði sjálf- an sig í dauðanum. „Ef að rétt með flugu fer fimur stangaranaður, Kirkjuhólmakvíslin er kjörinn veiðistaður.“ Tæpt ár er liðið síðan við Stein- grímur sátum síðast saman á bökk- um Laxár við Kirkjuhólmakvíslina beint austur af bænum Nesi. Atvik in höfðu hagað því pannig, að fund um okkar bar nú sjaldnar saman við „ána eilífu.“ Við vorum sáttir við slík forlög en söknuðum hvors annars þeim mun meira við nið ár- innar. Allgóða stund sátum við báðir hljóðir að loknum kveðjum hvors til annars. Söngur Laxár leiddi hugi okkar saman, hægt og hljóðlega með nærgætni og þeirri viðkvæmni, er féll í stuðla við um- hverfið og undirleik árinnar. „Hvert mun sá straumur halda? Hvað mun upptökunum valda?“ Svo röktum við slæður minning- anna upp úr gullkistum liðinna ára fcuga. Og þarna var hann enn, eins og fyrr, gefandinn en ég þiggjand- inn. Steiugrimur í Nesi elskaði þenn- an stað, þessa náttúru og þetta svið Laxár frá Þvottaklöppinni og út á Skriðuflúð, með Kirkjuhólma- kvíslina miðsvæðis. Hann tilbað, tignaði og dáði þessa árbakka und- ir vanga heiðarinnar Og mundi hann hafa kosið sér annað leiksvið fremur en einmitt þetta til kveðju- stundar við lífið, Ég efa það. Þarna var Steingrímur í Kesi mest ur höfðingi og höldur í ríki sínu þótt hvarvetna væri höfðingsbrag- ur yfir för hans og yfirbragði. Og þarna lifði hann og dó. „Þessum brekkum brjóstum hjá beztu gekk ég sporin, þegar brá mér eintal á albjört nótt á vorin.“ Steingrimur Baldvinsson bóndi í Nesi er án efa eitt hið mesta og ÍSLENDINGAÞÆTTIR bezfca „náttúrubarn,“ náttúruskoð- andi, nóttúruunnandi og náttúru- njótandi, sem ég hefi nokkurn tíma þekkt. Hann var sannur aðdáandi lands og þjóðar, íálendingur í húð og hár. Stundum átti Steingrimur það tU að vera djúpur og dulur í hugsun. En á næsta andartaki varð hann opinn og auðlesinn í orðl, lát- bragði og athöfn. Hann var höfð- inglegur íslenzkur bóndi og al- þýðumaður í yfirbragði og fasi. Viðkvæmnin var óvenju rík í skapgerð hans, hrifnæmni jafnan viðbúin og þá ætíð túlkandi og veitandi á sérkennilegan og eftir- minnilegan hátt. En hann var líka mjög geðríkur og skaphöfnin skörp, þótt hann skipaði henni fyr- ir á hinn prúðmannlegas-ta hátt. Umfram ailt unni hann vorinu, birt unni og gróandanum og tók þenn- an munað fagnandi í fang sér af barnslegri gleði og með gíóandi til- finningum. Það var því ekki að undra, þótt honum væri tíðrætt um sporin sín á bökkum Laxár, í brekkunum í heiðarvanganum og í hvömmunum, við hraunjaðar- inn og um blómskrýddar eyjar og hólma árinnar. Þessi spor voru gengin í birtu vors og sumars, birtu kærleika og lotningar. Og þá sáu hin skyggnu augu hans silfraðan lónbúann — laxinn — leita á móti straumi sterklega og stikla flúðir,*hylji og strengi með sterkri þrá að settu marki. „nafni þínu lengi, lengi lýðír velja heiðurssess.“ Þannig kvaddi Steingrímur 1 Nesi föður minn eftir nálega 40 ára náin Kynni. Mér verða nú þessi orð skáldsins í Nesi efst í huga, þegar hann er allur og kveðjustund in kallar. Þau eru honum sjálfum hér með helguð í djúpri virðingu og þöfck. Steingrímur í Nesi var um ára- bil kennari í dalnum sínum. Æsk- an kunni að meta hann og dáði hann. Og það er til marks um karl- mennsku þessa viðkvæma manns, að á vetrarkvöldi, á leið sinni heim að Nesi frá kennslu og önnum dagsins, sveik fönnin undir fótum hans og hann féll í hraungjá. Það- an var honum ekki bjargað fyrr en dægri síðar. En Sfceingrímur í Nesi átti þann andans yl, sem orn- aði lífi hans og bjarg þvi þá frá bráðum bana. Sálarró hans og and- legt afl gekk þar til hólmgöngu við manninn með ljáinn. Steingrímur í Nesi var af eðli- legum ástæðum oft kvaddur til trúnaðarstsrfa fyrir siveit sína og sýslu. Slíkir hæfileikamenn, sem hann, eiga jafnan eritsama ævi og á þá er oft kallað. Dagurinn verð- ur þeim því oft á tíðum of stutt- ur, en önnin er þeim hins vegar jafnan kær. Steingrímur í Nesi verður mér jafnan hugstæður um flesta menn fram. Hann var mér hinn tryggi og góði vinur, sem aldrei brást, þess háttar maður, sem tók með nærgætni og skilningi á málunum, þegar skoðanir okkar fóru ekki einn og sama farveg. En hann hélt fast og heiðarlega við sannfærða skoðun sína. Hann var hinn „firni flugumaður,“ sem miðlaði mér ó- spart af þeirri íþrótt sinni, list og þekkingu. Hann var skáldið og hinn þjóðkunni hagyrðingur, sem ætíð var reiðubúinn að gefa af þeim andans auði sinum og ljá mér hollráð í meðferð málsins, sem honum var í blóð borið og sem 'hann tilbað, tignaði og dáði um- fram flest. Hann var bóndinn og húsbóndinn, sem ásamt sinni ágætu eiginkonu opnaði dyr sínar og heimili á gátt fyrir mér, dálitl- um hnokka, er hann tók á kné sér og síðar með opnum örmum, alúðlegu viðmóti, kærleika, tryggð og vináttu. Aðaldalur drúpir nú höfði. Dalurinn dagri er fátækari í dag en í gær. Steingrímur í Nesi er dáinn. Algóður guð vaki yfir Nesi í Að- aldal, yfir húsfreyjunni, frú Sig- ríði Pétursdóttur, yfir börnum þeirra hjóna og ættmennum öll- um. „— nafni þínu lengi, lengi, iýðir velja heiðurssess.—“ Jakob V. Hafstein. ★ 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.