Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Side 1
1. TÖLUBL. — 3. ÁRO. MIDVIKUDAGUR 14. JANUAR Bernharð Stefánsson, fyrrverandi alþingismaður. Fæddur 8 janúar 1889. Dáinn 23. nóvember 1969. Bernharð Stefánsson, fyrrver- andi alþingismaður, lézt að heimili sínu, Þórunnarstræti 128 á Aikur- eyri, 23. nóv. tæpra 81 árs að aldri. Með Bernharði er genginn einn þeirra hamingjumanna, sem skilað hafa miklu og notadrjúgu ævi- starfi í þágu lands og þjóðar, sett svip á öld sína og umhverfi, eign- azt vinsældir samferðamanna c;g virðingu þeirra um leið. Minningarathöfn fór fram um Berniharð í Akureyrarkirkju laugar daginn 28. nóv. s.l. Sr. Pétur Sig urgeirsson, vígslubiskup, flutti þar minningaræðu, Jóhann Konráðs- son söng einsöng, og þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra báru kistu hans úr kirkju — útförin var gerð frá Bakkakirkju í Öxna- dal sama dag og jarðsett í Bakka- kirkjugarði. Séra Þórhallur Höskuldsson, sóknarprestur, jarð- söng, en sr. Ágúst Sigurðsson í Vallanesi flutti minningarræðu. Bernharð Stefánsson fæddist að Þverá í Öxnadal 8. jan. 1889. Foreldrar hans voru búandi hjón þar, Stefán Bergsson og Þorbjörg Friðriksdóttir. Var Bernharð yngsta barn foreldra sinna, þeirra sem upp 'komust. Alls eignuðust Þverárhjón 7 börn, en 4 dóu á barnsaldri. Systkini Bernharðs, sem til manns komust, voru, Rann- veig, kona Jóhannesar I Hrauni, og Steingrímur, bóndi á Þverá og oddviti í Öxnadal. Æskuheimili Bernharðs Stefáns- sonar var talið i fremstu röð heim- ila i Eyjafjarðarsýslu, að jafnaði vel búið efnalega, húsakynni rýmri en almennt gerðist, þar sem félags og menningarandi var ríkjandi. Þverá var og er í þjóðforaut, og þar bar oft að garði merka gestl, innlenda og erlenda. Faðir Bern- harðs Stefánssonar var áhugamað- ur um landsmál og hvers kyns fé lags og sveitarmálefni. Hann bauð sig m.a. fram til alþingis, þótt ekki næði hann kosningu. En svelt arhöfðingi var hann, enda valinn fyrsti hreppstjórl Oxnadalshrepps, þegar Skriðuhreppi hinum forna var gkipt árið 1910. Stelngrímur, bróðlr Bernharðs, var rúmum þremur árum eldri. Hann þótti mikið mannsefpi, en lézt aðeins 29 ára gamall fhá konu og ungum MINNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.