Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Page 30
ÁTTRÆÐ:
Svanhildur Arnadóttir
Hinn 10. des. 1969 varð Svan-
faildur Árnadóttir á Leifsgötu 25
í Reykjavík áttræð.
Hún er ekki, frekar en fjölda-
margir aðrir borgarbúar í dag,
Reykvíkingur að uppruna, þó að
hún hafi nú átt heima þar í 23 ár,
heldur er hún fædd og uppalin í
sveit og í sveit vann hún lengst
ævinnar og kom börnum sínum til
náms, sem kallað er, þvi að yngsta
barn hennar var 14 ára er hún
fluttist hingað.
Svanhildur fæddist á Sperðli '
Landeyjum í Rangárvaílasýslu,
en þar bjuggu þá foreldrar hennar
Árni Jónsson og Vilborg Guð-
mundsdóttir. Ekki kann ég að
rekja ættir þeirra en ætla að þau
hafi verið af traustum stofnum
vaxin og i betri bændaröð, bæði
dugmikil og traust. Þau eignuðust
14 börn og komust 10 þeirra til
fullorðinsára. Eitt barnið dó ný-
fætt, en þrjú sömu vikuna, eins og
ekki var fátitt á þeim tíma.
Þegar Svanhildur var 11 ára,
fluttust foreldrar hennar til Krísu
víkur og bjuggu þar i 7 ár, en
fluttu þá til Grindavíkur, bjuggu
þar nokkur ár, en fluttu þaðan til
Reykjavíkur og þar endaði ævi
þeirra.
ár. Jónas hefur setið sem fulltrúi
sveitunga sinna á aðalfundum Bún-
aðarsambands Dalamanna og Kaup-
félags Stykkishólms. Auk þess hef-
ur hann tekið mikinn þátt í störf
um Framsóknarmanna i Dalasýslu
og notið þar, sem annars staðar
mikils trúnaðar.
Alls staðar, þar sem Jónas frá
Skógum hefur komið nærri störf-
um. hefur hann unnið þau af sér-
stakri samvizkusemi.
Ég sá Jónas frá Skógum fyrst, er
ég var unglingur innan við ferm-
lngu Hann var þá við plægingar
á næsta bæ við heimili móður
minnar. Siðar urðum við Jónas ná-
grannar i hálfan annan áratug, er
ég bjó á Staðarfelli, og miklir sam-
starfsmenn á sviði félagsmála.
Mér er sérstök ánægja að minn-
ast nágrenis við Skógaheimilið.
í Krísuvík, sem er með umfangs-
meiri og stærri jörðum landsins,
bjuggu Arni og Vilborg stórbúi við
mikil umsvif til lands og sjávar.
Bjargfuglaveiði og eggjataka f
Krísuvíkurbjargi var stunduð af
Betri nágranna og greiðviknari get
ég ekki hugsað mér, og svo má
um annað samstarf okkar Jónasar
segja. Samvizkusemi hans og traust
leiki brást aldrei. Síðast liðið sum
ar heimsótti ég Jónas vin minn á
Valþúfu. Mér var það, sem fyrr,
mikil ánægja, en þó mest um vert
að sjá hans ánægjulega heimili og
glæsilegu syni, sem nú halda inn
á námsbraut með dugnaði.
Ég enda þessar línur með því
að færa Jónasi og fjölskyldu hans
innilegar hamingjuóskir með af-
mælið og óska honum langra líf-
daga og góðrar heilsu. Jafnframt
því sem ég og mín fj'ölskylda
flytjum þessar óskir, færum við
honum og konu hans beztu þakkir
fyrir gömul og góð kynni.
Halldór E. Sigurðsson.
miklu kappi, þó að gangan á bjarg
ið sé nokkuð löng, um hálftíma
gangur, landbú stórt, enda jörðin
mikil fleytingsjörð. Var því nóg að
gera á stórbúinu og börnunum,
ásamt öðru fólki fast haldið að
vinnu. Sat Svanhildur ásamt systr-
um sínum alla daga við að reyta
svartfugl og var það erfitt verk og
lýjandi, en sjóða máttu þær svart-
fuglsegg eftir vild og borða við
vinnuna.
í Grindavík varð heimilið fyrir
þeirri miklu sorg að þrír synirn-
ir drukknuðu ásamt fleiri heimilis-
mönnum, 1 fiskiróðri Má vera að
það hafi orðið til þess að búskap-
arárin þar urðu ekki fleiri.
Árið 1916 er Svanhildur starfandi
hjá Helgu systur sinni og manni
hennar Guðmundi Sigurðssyni, er
höfðu reyst nýbýlið Lögberg i
Lækjarbotnum og var þar bæði
búskapur og umsvifamikill veitinga
og gistihúsarekstur, þvi staðurinn
var rétt við veginn milli Reykja-
víkur og Suðurlandsundirlendisins.
Þetta var á hestvagnaöldinni og
ekki eins fljótfarið á milli eins og
nú er.
Þangað réðist sem vinnumaður
þetta vor, ungur maður, Guðberg-
ur Davíðsson, vestan úr Dýrafirði,
er hleypti heimadraganum vorið
1915 og réðist í>á vinnumaður aust-
ur að Stöð I Stöðvarfirði, og var
þar eitt ár. Var Guðbergur á Lög-
bergi í tvö ár og síðara árið ráðs-
maður Guðmundar. Þau Svanhildur
og Guðbergur feDdu hugi saman
og giftust vorið 1918 og fluttust
þá vestur í Dýrafjörð, og var Guð-
bergur vinnumaður hjá Friðriki
Bjarnasyni hreppstjóra á Mýrum
eitt ár, en Svanhildur húskona.
Árið eftir, vorið 1919 flytjast
þau inn í Neðri-Hjarðardal og eiga
þar heima til 1930. Stundaði Guð-
bergur sjóinn vor og sumar, en
átti nokkrar kindur er hann heyj
aði fyrir að Ioknu úthaldi s. hl.
sumars. Siðustu sumrin var hann
þó kaupamaður vor og sumur hjá
Gunnlaugi Þorst einssyni lækni á
Þingeyri er átti jörð og bú á Höfða,
sem er næsti bær við Neðri-Hjarð-
ardal og að Höfða flytjast þau vor-
30
ÍSLENDINGAÞÆTTIR