Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 7
RAFN GUÐMUNDSSON SAUÐÁRKRÓKI Þann 13. jantíar sl. andaðist að heimiili sínu Ægisstíg 8 á Sauðár króki, Rafn Guðmundsson. — Hann fæddist að Ketu á Skaga 21. júni 1912. Poreldrar hans voru Guðmund- ur Rafnsson og Sigurbjörg Sveins- dóftir. Þau slitu samvistum _ en hún giftist aftur Magnúsi Árna syni og bjuggu þau á Ketu. Hjá móður sinni og stjúpa ólst Rafn upp til sextán ára aldurs, ásamt fjórum hálfsystkinuim. Iíann var i æsku bráðger og naut mikils ástríkis hjá fjölskyldunni. S'tjúpi hans var honuni sem góð- ur faðir og gerði engan mun hans og sona sinna, einnig átti hann góð samskipti við föður sinn, því að vinátta hélzt með foreldrum hans þótt þau slitu sambúðinni og hjónabandinu. Það var því bjart yfir uppvaxtarárunum og fram- tíðin svndist lofa góðu. Eftir sextán ára aldur fór Rafn að heiman og vann fyrir sér ým- ist við sjómennsku, vegagerð eða annað, sem til féll. Hugur hans stóð þó alltaf til frekari mennta en þeirra, sem barnaskólinn bafði veitt honum fyrir fermingu og veturinn 1934 til 1935, stundaði hann nám við Alþýðuskól'ann á Eiðum. Enda þótt hann væri á þessum árum farfugl vegna atvinnu sinn- ar, hélt hann þó alltaf sambandi ið. æskuheiniilið og kom þangað heim haust og vor. Var honum þá vel fagnað af fjölskyldunni. Sér- staklega mun hafa verið kært með þeim bræðrum öllurn. Vorið eftir námsveturinn á Eiðum lá því Ieið- in heim að venju. Þá var það dag einn að fundur var haldinn inni í Skagafirði og fóru þau þangað móðir hans og stjúpi. Um morguninn kenndi Rafn smá lasleika, sem hann þó taldi ekki alvarlegan. En þegar á daginn leið þyngdi honum mjög og fékk lítt af sér borið fvrir kvölum, var hann þó karlmenni mikið og ekki vílsamur. Systkini hans sáu, að hér var al- vara á ferðum og fór einn bræðra hans á eftir þeim hjónum tiT þess að gera þeim aðvert. Þau brugðu við skjótt og fóru heim, hafði þá Rafni enn versnað og var nú orð- inn lamaður svo, að hann mátti sig hvergi hræra. Ekki tókst að ná í lækni fyrr en að liðnum tveim sólarhringum, og varð sú koma hans sjúklingnum engin meinaoót né f j ölskyndunni styrku r. í nær.tvo mánuði lá hann svo heima, því að á sjúkrahús inn til Sauðárkróks varð aðeins komizt með sjúkan menn sjóleiðina, en alian þennan tíma var hún ófær vegna veðurs. Það hefur verið þolraun fjöl- skyldunni á Ketu að sjá þeHa glæsilega unga karlmenni þjáð og hjálparvana, án þess að fá nokkuð að gert. Að síðustu tókst að koma sjúkl- ingnum til Sauðárkróks, en þar varð aðeins um skarnma dvöl að ræða áður en hann fór á Land- spítalann í Reykjavík. Þar dvald- ist hann I fjögur ár án þess að um nokkurn bata væri að ræða. Eðlilegt er að álykta, að lífsþyrst um ungum manni yrði það and Teg ofraun að sjá frarn á þau ör- lög að búa við lömun alla ævi, en með Rafn var þvi ekki þannig far- ið, frá sjúkrabeði hans streymdi kraftur og þrek til þeirra þján- ingabræðra, sem hann hafði sam- skipti við, og hann varð mörgum þeirra svo minnisstæður að þeir höfðu samband við hann allt til hinztu stundar. Eftir hina vonlausu sjúkravist á Landspítalanum lá leiðin aftur norður til Sauðárkróks og þar á sjúkrahúsið, sem var svo samastað ur hans í fjögur ár. En líklega eru það fáir. sem standa fullkomlega beinir án þess að vera studdri. Á Sauðárkróki var hjúkrunarkona, sem Hallfríður hét Jónsdóttir og nú er látin. Hún var óvenjulega elskuleg kona, sem sýndi honum vináttu, ræddi við hann og létti sjúkdómsbyrðina eft ir þvi sem henni var unnt. Á Sauðárkróks sjúkrahúsi vann einn- ig ung stúlka, Arndís Jónsdóttir, þau Rafn feildu hugi saman og þrátt fyrir sjúkleika hans, sem þá var, að því er virtist fullséð að ekki yaði bót á ráðin, gekk hún með honum í hjónaband og þau stofnuðu heimili, sem allt til hinztu stundar varð Berurjóður þess lífs, sem hann bezt gat lifað við þær aðstæður er örlögin höfðu búið honum. Þau áttu saman sex börn. Það elzta misstu þau tveggja ára gamalt. Það áfall mun Rafn hafa átt erfiðast að sætta sig við af öllu því, sem lífið hefur á hann lagt. En svo komu hin börn in, greind og mannvænleg, sem urðu bjartir logar á lífskveik hins fatlaða manns. — Og eiginkonan, sem varð að fórna flestum þeim munaði, sem mörgum virðist svo mikils verður, fyrir ást sína. Skv'di nokkur efast um hamingju hennar mitt í erfiði og þjáningu áranna. — Enginn, sem komið hefur á heimilið og séð þau saman. Það var hinn 7. desember 1943, að þau Rafn og Arndís gengu í hjónaband. Fyrst voru þau heima á Fögrubrekku hjá móður hans og stjúpa, en svo byggðu þau sér hús, sem síðan hefur verið heimili þeirra. Þrátt fyrir vanheilsu sína og fötl un hafði Rafn talsverð atvinnuieg umsvif í tímabili ævinnar, hann gerði út bíla og átti verzlun í fé lagi við u-./tnan, sjálfur gat hann » ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.