Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 9
nægir þessi uppíalning til að sýna,
hversu miikið álit Valdemar hefur
haft, bæði utan hrepps og innan.
Óuindeilanlega hefur hann unnið
meir en nofckur annar að félags-
málum Saurbæjarhrepps, enda var
oft leitað eftir liðveizlu hans, þeg
ar mikið var í húfi, jafnvel í einka-
málum, og þóttu ráð hans ætíð
gefast vel.
Valdemar var greindur, gætmn,
íhugull og heill í starfi. Haun hélt
málum sínuim fram af festu og
lagni en ekki ofriki, og var jafn-
an hlustað á málflutning hans.
Hann vann að undirbúningi ým-
issa stærstu framfaramála hrepps
ins svo sem lagningu síma, raf
magns, vega, brúargerða o.fl. og
einmitt þessi atriði reyndust svo
þýðingarmikil fyrir uppbyggingu
sveibarinnar. Ef til vill var það erf-
iðasta starf Valdemars að vera
deildarstjóiri K.E.A. í hreppnum.
Bændur áttu í miklum fjárhags
örðu'gleikum á árunum miíli heims
styrjaldanna. Deildin var ábyrg
fyrir úttekt þeirra hjá kaupfélag-
inu, og deildarstjórnin ákvað út-
tektarheimild fyrir hvern og einn
í ársbyrjun. Þegar !eið á sumar
tók deildarábyrgð oft að þrjóta, og
varð mönnum þá tíðförult til deild
arstjórans í því skyni að fá ábyrgð
sína hækkaða, því að annars gat
bjargarskortur verið yfirvofandi.
Valdemar gekk oft nokkuð langt
til rnóts við þarfir bænda miðað
við áhættu deildarinnar. Ég heyrði
eit.t sinn á fundi deildarstjórnar
innar, að Valdemar sagði við með-
stjórnendur sína: „Ég hef kannslci
gengið fulllangt, en það e*- svo
erfitt að neita undir þessum kring-
un stæðurn". Ég tek fram, að þe ia
kom efcki að sök.
Valdemar var lí'ka dugmijoil
bóndi og hafði augun opin pyrir
ný 'ungum á sviði búrekstrar, bvgg
ingum, ræktun og vélvæðingu.
Möðruvellir kölluðu lífca eftir
þessu. Þetta forna höfuðból hefur
aldrei svikið landsetana, enda jafn
an búið þar velmegandi memi.
Valdemar og Guðrún sátu þar með
rausn og skörungsskap, sem
minnti á hina fornu héraðshöfð-
ingja. Samt er ebki hægt að segja,
flð búskaparsaga þeirra hafi náð
yfir neitt uppgangstímabil í land
búnaðinum. Þau hófu ekki búskap
á allri jörðinni fyrr en 1918 og
hættu að mestu 1935. Þetta voru
erfið ár, en samt voru bændur
farnir að þreifa fyrir sér á sviði
framfaramála. Sjálf aldan var þó
enn að balki, og Valdemar var horf
inn úr röðum bænda áðiir en hun
brunaði yfir landið. Hann lifði
sarnt að sjá bændur réttast úr kútn
um og vinna stórvirki á jörðum
sínum, og hann gladdist yfir fram-
förunuim alveg eins og fólkið, sem
fékk að njóta þeirra.
Valdemar var aldrei í efa um,
hvaða afl það var, sem studdi mest
að framfaramáluim bændanna. Það
var samvinnuhreyfingin í formi
Kaupfélags Eyfirðinga, enda vann
hann henni vel. í stjórnmálum var
hann heldur aldrei neitt hikamii.
Framsóknarflokburinn hóf göngu
sína sem sókndjarfur umbótaflokk
ur á meðan Valdemar var enn ung
ur að árum. Foringjar hans voru
gáfaðir og eldheitir hugsjónamenn
og Valdemar slóst í för með þeim
einhuga og ákafur, svo s©m hon-
um var eiginlegt.
Valdemar var ágætur verkmað
ur, en efcki að sama skapi þolinn
til erfiðis, bjó að veikindum, sem
höfðu nær lagt hann í gröfina á
skólaárum hans, en þrefcið var mik
ið og stóðst hann raunina. Hann
var glaður og gamansamur, sagði
skemmtilega frá, féll vel að félags-
skap og átti því marga vini.
Ekki stóð Valdem.ir einn uppi
í lífsbaráttu sinni. Konan hans,
hún Guðrún Jónasdóttir, var aldrei
neitt letjandi um ævina, og er ég
viss um, að til hennar sótti hann
styrk og hvatningu. Hjónaband
þeirra var ætíð hið ástúðlegasta,
og eftir lát hennar var hann aldrci
sami maður. Lífsgleði hans var
horfin, og þó hann nyti umhyggju1
og ástúðar Ragnheiðar, dóftur sinn
ar og f'jölskyldu hennar, gat það
ekki bætt honum það, sem hann
hafði misst. Hann þráði samveru
við konuna, sem var dáin og beið
óþolinmóður rftir, að fundum
þeirra bæri saman á ný.
Guðrún, kona Valdemars fædd
ist á Þórustöðum í Öngulsstaða-
hreppi 9. ágúst 1886, dóttir hjón
anna Sigurlínu Hallgrímsdóttur og
Jónasar Jónassonar, sem bjuggu
lengi á Völlum í Saurbæjarhreppi.
Sigurlína var allvel greind og skór
ungur hinn mesti hvað einkamál
snerti, en ekki er mér kunnugt
um, að hún gæfi sig að félagsmál
um almenif. Jónas var gáfaður
maður og ágætur hagyrðingur.
Hann hafði hlotið fötlun og var ó-
hægt um vinnu og ferðalög, komu
því ýmis erindi út á við í hlut
húsfreyju. Guðrún var tekin til
fósturs á fyrsta aldursári sínu af
föðursystur sinni Guðrúnu og
manni hennar, Jóhanni Jónassym,
sem bjuggu þá á Rútsstóðum í
Öngulsstaðahreppi, en síðar all
lengi á Hólurn og Möðruvóllum.
þeim varð ekii barna auðið. Guð-
rún naut mikils •í'S'tríkis hjá fóst
(SLENDINGAÞÆTTIR
9