Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 19
Bakkabræðram bændur í Öxnadal
saimtímis og sá fimmti var kennari
þar. Sigurjón, faðir Önmu, lifði í
blýju skjóli dóttur og tengdasonar
til æviloka, en hann náði níræðis-
aldri. Þá var Ólöf, móðir Ármanns,
einnig síðustu æviárin hjá þeim
hjónum og naut hjúkrunarhanda
tengdadóttur sinnar. Var þess mik-
il þörf, því að hún var þá ósjálf-
bjarga. Auðskilið er, að slik um
önnun hefur ekki verið lítil viðbót
við venjuleg húsmóðurstörf. Ég
heyrði Önnu nokkrum sinnum
minnast á þennan þátt starfs síns
og ætíð með þakklæti til forsjón-
arinnar fyrir að henni skyldi leyfit '
að veita tengdamóður sinni þessa
hjálp í lok ævinnar.
Auk Hermanns, sem áður getur,
eignuðust þau Þverárhjón annan
son. Hann fæddist 1938 og hlaut
nöfn afa síns og ömmu, Ólafur
Þorsteinn.
Árin liðu. Búskapurinn blómgað
ist. Ræktað var og byggt, starfað
áð félagsmálum og notið mann-
fagnaðar bæði á heimili og utan
þess. Synirnir stunduðu báðir nám
í Laugaskóla, en Hermann var síð-
ar einn vetur við búnaðarnám í
Noregi. Hann hefur nú fyrir
nokkru tekið við búi á Þverá.
Kvæntur er hann Ásdísi Berg,
ættaðri af Vestfjörðum. Ólafur er
smiður og býr á Akureyri, kvæntur
Önnu Árnadóttur.
Anna á Þverá var heilsugóð
fram til fimmtugsaldurs. Þá verkt-
ist hún af svokallaðri Akureyrar-
veiki, sem var einhver tegund löm
unarveiki. Eftir það náði hún ekki
fullu þreki. Það var þess vegna,
að hún hætti Ijósmóðurstarfinu
fyrr en hún mundi annars hafa
gert. Heilsan mátti þó teljast bæri-
leg, og Anna stóð í húsfreyjustöð-
unni með fullri sæmd og sömu
reisn og áður. Hár hennar varð
hvítt, oig við það fékk andlitið
mildari svip.
Um mörg ár var það venja mín
að koma að Þverá einhvern tíma
á hverj'u sumri. Stundum dvaldi
ég þar nokkra daga. Mér fannst
alltaf eins og sól skini, þegar
Anna birtist í dyrunum til þess að
taka móti mér, og kveðjan var
hlý eins og sunnan andvarinn í
Öxnadal.
Loks kom að því, að gesturinn,
sá er fyrr eða síðar heimsækir
al'ia, gerði vart við si'g. Hann var
hævenskiur í fyrstu, — gerði hennd
þó ljóst, að hér eftir skyldi hún
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
MINNING
Gustav A.
Gustav Adolf 'Sveinsson hæsta-
réttarlögmaður andaðist á Borgar-
spítalanum nú í ársbyrjun, eftir
ianga vanheilsu. Með honum er
genginn einn af höfðingjum ís-
lenzkrar lögmannastéttar, einn af
þeim mönnum, er segja má um, að
hafi sett sinn svip á stéttina und-
anfaraa áratugi, maður sem sam-
ferðamennirnir ósjálfrátt báru
virðingu fyrir og sýndu hana að
verðleikum.
Hann ólst lengst af upp í
Hvammi við Mýrdal, en þar bjuggu
foreldrar hans. Móðir hans, Vil-
borg Einarsdóttir, andaðist hér í
bæ mjög háöldruð, hlý kona og
svipmikil. Bræður Gustavs heitins
voru þeir Karl rafmagnsverkfræð-
ingur, sem andaðist ungur, og próf
essor Einar Ólafur Sveinsson. Próf
essor Einar Ólafur hefir ritað
merkilega grein um föður þeirra
bræðra, Svein Ólafsson, sem birzt
hefir bæði í ritsafninu Faðir minn
og ritsafni Einars Ólafs, Ferð og
förunautar. Þar skýrir hann frá
eigindum föður þeirra bræðra,
Sveins Ólafssonar. Hann getur þess
að afi þeirra, Ólafur Sveinsson,
bóndi að Lyngum í Meðallandi hafi
verið trúfastur í lund tryggðin
sennilega óbilandi. Faðir þeirra,
Sveinn, var einkenndur af viti, en
var ekki mikill félagsmaður, var
gefinn fyrir kyrrláta gaumgæfilega
athugun og fasta sannfæringu, var
gagnorður og skýrmæltur, en eng-
inn málskrafsmaður. Þessa er hér
getið vegna þess, að þetta máttu
Sveinsson
heita einkenni Gustavs heitins, ætt
ararfur hans. Hann var vitmaður,
gætti margs og gengdi sínu starfi,
en fór ekki út fyrir það.
Gustav fæddist 7. janúar 1898
að Höfðabrekku í Mýrdal. Hapn
varð stúdent úr Menntaskólanum
í Reykjavík 1918, en lögfræðingur
frá Háskólanum í Reykjavík 9. júni
1928. Á þeim árum, sem á milli
voru, hefir hann lagt hönd á
margt, var um tíma í Kaupmanna-
höfn og lagði þar stund á guð-
fræði og við lýðháskólann á Hvít-
árbakka í Borgarfirði og var þar
skólastjóri. Kom þar glöggt fram
reisn hans og sjálfstæður hugur,
en ekki varð hann þar starfsgró-
inn.
En strax og hann útskrifaðist í
vera viðbúin. Þegar ég heyrði hana
segja frá því, að urn ólæknandi
sjúkdóm væri að ræða, minntist
ég systur hennar, Sigurrósar.
Sama æðruleysið hjá báðum. „Mér
er ekkert að vanbúnaði,“ sagði
Anna. Og það var rétt. Hún hefði
skilað mifclu og góðu dagsverki.
Synir hennar voru báðir fullorðn
ir menn, höfðu staðfest ráð sitt,
og annar þeirra tekið við búi af
foreldrunum.
Enn liðu þó nokkur ár. Hún
dvaldi nokkrum sinnum í sjúkra-
húsi en þó aldrei lengi í senn. Éig
hitti hana síðast í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri á ágúst
1968. Hún komst enn heim en
aðeins um fáar vikur. Hún andað-
ist í sjúkrahúsinu 22. nóv. eftir
skurðaðgerð.
Útför hennar var gerð frá
Bakka 28. nóv. og hvílir líkami
hennar í kirkjugarðinum þar.
Hún hafði gefið Öxnadal meir en
helming ævi sinnar, hann átti
hana. En ég hygg, að fleiri en
mér hafi fundizt sem dimmdi yfir
Dranga við hvarf hennar.
Eirikur Stefánsson.
19