Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 27

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 27
MINNING Jón Jóhannesson, BÓNDI HRÍSGERÐI Fæddur 17. júní 1892 Dáinn 27.júlí 1970. Meðal bænda og fjármanna hef- ur það ávallt þótt mikil nauðsyn að vera glöggur á fé og fjármörk. Hver bóndi þekkir og man sitt eigið mark og þau önnur sem kunna að vera í notkun á heimili hans. Margir muna einnig mörk nágranna og nokkur fleiri á víð og dreif um sveitina. í þriðja lagi eru það svo markfræðingarnir, mennirnir sem hafa lagt það á sig að „stúdera“ markaökrá sinnar sýslu og jafnvél nágrannasýslna og eru svo vel að sér að óþarft er að taka fram bækur þá fé er dreg- ið sundur í skilaréttum. Allir sem til fjallskila þekkja vita hver flýt- isauki er að því að hiafa slíka menn við höndina í réttum því oft er tíminn naumur. Ég sem ek'ki hef komizt upp úr þeim flokkum er ég nefndi fyrst hef ávallt borið djúpstæða virðingu fyrir þessum fræðimönnum og hef verið svo heppinn að kynnast tveim þeirra. þeim árum, er hún dvaldi þar. Þótti mönnum mikið skarð fyrir skildi í því héraði, er hún fluttist suður til Reykjavíkur haustið 1942. í Reykjavík bjó hún á Frakka- stíg 6a, hjá stjúpdóttur sinni, Ragnheiði ömmu minni og afa mínum, Gunnari Ólafssyni. Ég hef haft þá hamingju að dvelja á því heimili lengur og skemur og kynntist þar frú Ingibjörgu og tókst snemma með o'kkur vinátta mikil og góð. Hún kenndi mér að lesa ungum, og æ síðan nam ég af henni góða hluti og nýta. Það ríkti í kringum þessa konu heið- ríkja og friður. Ég þakka guði fyrir frú Ingi- björgu Sigurðardóttur frá Búðar- dal. Hún var góð gjöf hans til þeirra, sem þekktu hana. Gunnar Björnsson. Annar og sá eldri var Páll G. Jóns- son í Garði. Hann er látinn fyrir allmörgum árum. Var þessa fjöl- hæfa og mæta manns minnst í blöðum á sínum tíma og einnig geymir ársrit Þingeyinga grein um hann og konu hans. Ekki þurfti að rýna í marka- skrár á Lokastaðarétt meðan Páls naut við. Hinn markfræðingur- inn var einnig fnjóskdælskur bóndi Jón Jóhannesson í Hrís- gerði. Hann fæddist 17. júní 1892 að Grjótárgerði í Fnjóska- dal. Foreldrar hans voru Anna Sigríður Sigurðardóttir og Jóhánnes Jónsson. Ekki voru þau við eina fjöl felld hvað búsetu snerti framan af ævi. Var svo sem kunnugt er um margt umkomulít- ið fólk að þegar vinnumennsku sleppti og til hjúskapar dró urðu jarðarhorn smá eða húsmennsku- vistin hiutskiptið. Var þá jafnan þröngt setið og húsin dimm og köld. Við sem nú lifum í landi við húsakynni góð og rafmagn náum ekki að skilja lífsaðstöðu aldamóta fólksins þó ekki sé lengra aftur i tímann seilst. Þau hjón Anna og Jóhannes hófu búskap sinn að Grjótárgerði um 1890. Bjuggu næstu árin á fleiri jörðumi Hluga- staðasókn. Þá lá leiðin vestur yfir Vaðalheiði að Neðri-Dálksstöðum. Eftir þriggja ára búsetu þar urðu þau enn að víkja um set og var þeim það mjög nauðugt. Á Neðri- Dálksstöðum hafði þeim fallið vel. Um þessar mundir bjuggu að Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði lijónin Rannveig Friðbjarnardótir og Gunnlaugur Stefánsson. Þau fluttu síðan að Vestari-Krókum og bjuggu þar lengi. Gunnlaugur var maður hæglátur og sérstæður nokkuð í tali og háttum. Bóka- maður og ættfræðingur. Hjónum þessum höfðu þau Anna og Jóhannes áður bundizt vináttuböndum og nú bauðst þeim hluti Heiðarhúsa til ábúðar og þótt ekki væri í sali að sækja þá mun hjartarými hafa verið í öfugu hlut- falli og er slíkt sem betur fer ekki fátítf hjá alþýðu manna þá að sverfur. Á þessum árum var þjóð- in varla hálf að mannfjölda við það sem hún er nú og þó var hvert kot setið frá strönd og á heiðar upp. Úr þessu greiddist þá fyrst er þorp og bæir tóku að myndast og dafna við sjávarsíð- una Engin viðhöfn mun hefa verið í sambandi við búferlaflutninginn af Svalbarðsströnd og norður á Flateyjardalsheiðina miðja þar sem Heiðarnús standa, löngum kafin snjó frá hausti og langt á vor fram. Tveim árum síðar flutti Jóhannes bóndi af heiðinni með konu sína og þrjú börn. Hið fjórða, sveinn í vöggu varð eftir í umsjá Rannveigar og Gunnlaugs. Hét sá Sigurður. Ólst hann upp með þeim hjónum við ástríki. Frá Heiðahúsum hvarf Jóhannes méð skertan bústofn. Hafði misst ær í fönn hinn síðari vetur þar. Nú lá leiðin að Syðra-Hóli í Fnjóskadal og enn í tvíbýli. Eft- ir eins árs dvöl þar var haldið að Veisu í sömu sveit og þar hafði fjölskyldan tveggja ára viðdvöl og nytjar af jarðarhluta. Árið 1907 var Jón Jóhannesson fermdur. Það vor flutti fjölskyld- an að Hrísgerði og mátti þá segja að hún væri komin heim enda var ekki þaðan vikið framar Ekki grær að þeim steini sem oft er hreyfður sagði gamla fólkið og tveim búflutningum var líkt við ÍSLENDINGAÞÆTTIR 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.