Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 29
Jónína Frú Jónína G. ÞórhaMisdóttir, kennari fæddist í Höfn við Airnar- hoitstún þann 29. janúar 1891. Móðir hennar var Pálína M. Jóns- dóttiir, Erlendssonar, að Lamba- stöðum í Garði, en Jón var dóttur- sonur Sæmundar Einarssonar prests að Útskálum. Faðir Jónínu Var Þórhallur Þórhallsson, Jóns- sonar. Var Þórhallur ættaður frá Langey á Breiðafirði. Jónína ólst upp í Reykjavík og ná'grenni og hefur Reykjavík ávallt Verið henni rnjög hugstæð. Snemma kom í ljós, að Jónína Var næm vel og stóð hugur henn- ar til skólagöngu, en hún bjó við Mtil efni og virtist af þeim sökum, iniklum erfiðleikum bundið, að óraumurinn um námsbraut, er fæðzt hafði imeð henni ungri, niætti rætast. Þó lagði nún til at- fdgu við erfiðleikana og að þvi hom fyrir dugnað hennar, vilja- festu og einbeitni, að hún hóf nám í Kennaraskóla íslands haustið 1910 og lauk þaðan prófi vorið 1913. Hin unga, gáfaða, gjörvulega, fallega stúlka stóð nú með sigur- Pálmann í höndum sér. Hún hafði hlotið góða, hagkvæma menntun, sem gaf henni tækifæri til þess að Itggja út á nýja starfsbraut. Þetta sama ár um haustið réðst Jónina heimiliskennari til Árna Lilippussonar, sparisjóðshaldara í ■ósgarði í Vestmannaeyjum. Einn- % hafði hún á hendi stunda- kennslu við barnaskólann í Vest- hiannaeyjum þennan vetur. Haust- 1914 réðst hún svo fastur kenn- ari við barnaskólann í Eyjum og Sengdi hún þeirri stöðu unz hún úuttist þaðan brott 1920. Sama dag og Jónina hóf kennslu sem fastráðinn kennari við barnaskól- ann í Vestmannaeyjum, kom að skólanum nýr skólastjóri. Er skóla 'sfíórastaðan þar losnaði, sóttu átta skólamenn urn stöðuna og hlaut eihn þeirra atkvæði allra skóla- nefndarmanna. Hér var um að ræða, glæsileg- ÁTTATÍU ÁRA: G. Þórhallsdóttir, KENNARI an, harðgáfaðan, fjölhæfan og hug- myndarikan velmenntaðan skóla- mann, er hét Björn Hermann Jóns- son, en hann hafði þá um nokk- urra ára skeið stundað nám í Dan- mörku. Þau Jónína og Björn, skólastjóri felldu hugi saman og gengu í hjónaband á fyrsta sameiginlega starfsárinu í Eyjum. Mér hafa sagt Vestmannaeying- ar þeirra tíma, að þau Biörn og Jónina hafi unnið ómetanleá störf fyrir skóla- og menntamál Vest- mannaeyinga. Það er allra þessara manna mál, að þau hafi með ötulu start'i sínu hrundið þar af stað þróun í skóla málum. sem langt var á undan sinni samtíð. Skólastjórahjónin nutu að verð- leikum mikillar virðingar og trausts þau ár. sem þau í samem- ingu sinntu forystuhlutverki sínu í skólamálum Vestmannaeyinga. í Danmörku varð Björn Her- mann gagntekinn af lýðbáskóla- starfseminni þar og ól þann draum kærastan í brjósti sér varðandi ís- lenzk skólamál, að korna á hér á Iandi sliku skólakerfi. Því varð það. að hin stórvel- látnu skólastjórahjón í Vestmanna- eyjum ákváðu vorið 1920 að brejda til í starfi og þegar séra Ókfur Ólafsson prófastur að Hjarðafholti í Dölum, er í nær tvo áratugi haM starfrækt þar unglingaskóla, flutt- ist til Reykjavíkur, að þau Björn og Jónína gerast búendur að Hjarð arholti í Laxárdal og reka þar jafnframt alþýðuskóla í anda lýð- háskólahreyfingarinnar. Hér var í mikið ráðizt. Séð var á bak vellátnum störfum í Vest- mannaeyjum. En hvernig mundi reiða af lýðháskólahugsjóninni? Mundu þau sjá hana rætast þar vestur frá? Við mikla erfiðleika var að etja. Heimstyrjöldinni fyrri var nýlokið. Fjárhagserfiðleikarn i.r, atvinnuleysið og ógnvaldurinn mikli, kreppan eftir stríðsárin. var á hraðri uppsiglingu. En skólastjórahjónin trúðu á hugsjónina, á unga fólkið, sem skólans átti að njóta, á hin góðu öfl í sjálfum sér og meðbræðrum sínum. ^ Á sviði menningarmálanna varð Hjarðarholti fljótt miðstöð sveitar- innai Þótt skólastjorahjónin nytu mik- illa vinsælda í Hja.-ðarholti og fræðslu, uppeldis og menningar- starf þeirra þar yrði árangursrikt, nægði það ekki til að bera uppi skólann þeirra. Hið opinbera veitti slíkum skóla engan fjárhagslegan stuðning Fjárhagur var þvi mjög þröng- ur og mikill gestagangur ásamt höfðingsskap skólastjórahjón- anna bættu hann ekki. Kom þar að lokum, að með öllu skorti fjárhags grundvöll fyrir starfsemi skólans Og voru skólastórahjónin þá neydd til að horfast í augu við þann ískalda veruleika að lýðhá- skólahugsjónin hafði a.m.k um sinn hlotið nvægt skipbrot Éftir að hafa lagt allt sitt af mörkum fyrir skólann i Hia-ðar- holti um fimm ára skeið, urðu skólastjórahjónin að flvtia á hrott stórskuidug sumarið 1925, en þá gerðist Björn Hsnnann kennari við barnaskólann á ísafirði og ÍSLENDINGAÞÆTTIR 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.