Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 11
um við skólann. Felldu þau hugi saman og giftust þann 23. október 1910. Og fór Stefán með hina gjörvilegu konu sína heim á ættar- óðalið til foreldra sinna, Baldvins hreppstjóra Jóhannessonar og konu hans Ingibjargar Stefánsdóttur bónda í Stakkahlíð, Gunnarssonar, en hann var bróðir þess n afn ikunna klerks Sigurðar Gunn- arssonar á Hallormsstað. Það hefur án efa verið allmikill vandi sem féll á herðar umkomu lítilli konu af fjarlægu landshomi, að setjast að í þessu nýja um- hverfi, festa þar rætur, samlagast ólík-Uim viðhorfum, venjum, siðum og hugsunarhætti. Þennan vanda tókst henni að leysa með aðdáun arverðri hógværð, stillingu, prúðri framkomu og festu skapgerðarinn ar, án árekstra eða hávaða en við vaxandi traust, þar sem taumarn- ir lögðust svo að segja siá'fkrafa í hennar hlýju, starfsömu, gjörvu og græðandi hendur. í meira en hálfa öld unnu hjón in í Stakkahlíð saman og samhuga að því að skapa þar annáiað mynd- ar og rausnarheimili otg ala upp stóran og mannvæaiegan barna hóp, jafnframt hvíldi á þvi heim- ili margháttuð störf í þágu sveitar og héraðs. Þar var símstöð og póst stöð og húsbóndinn hafði á hendi hreppstjórn og sýsluaefndarstörf, var einn af stofnendum kaupféíags Austfjarða og átti sæti i stjóm þess um mörg ár, auk fjöida ann- arra starfa í þágu sveitar sinnar, Allt þetta hafði það í för með sér, að á húsfreyjuna bióðust annir og lumsvif vegna bess hve gestkvæmt var á heimilinu, enda áttu þangað margir erindi og aðrir hylltust til að koma þangað vegna frábærrar gestrlsni hjónanna beggja. Og í fjarvistum húsbóndans við marg háttuð störf vegna sveitar og hér- aðs hvfldi oft einnig á henni öll stjórn heimilisins jafnt utan húss sem innan. Mun það allra mál, sem til þekktu, að bæði störf og stjóra hafi farið þeirri konu jafn vel úr hendi. Hún var í senn frá- bær húsfreyja, eiginkona og móð ir. Þeim hjónum varð sjö barna auðið, sem öll eru á lífi. En þau eru: Baldur Trausti bóndi á Sævarenda nú búsettur á Seyðis firði, kvæntur Margréti fvarsdótt- ut bennara. Sigurður bóndi óg hreppstjóri í Stakkahlíð, nú á Seyð isfirði. Kristbjörg, gift Ástnundi MINNING Eyjðifur Jðnsson frá Skagnesi Fæddur 12. apríl 1895 Dáinn 2. januar 1971. Kveðja. Vinum fækkar hér í heim — hljóðna þættir minniniganna. Er nú farinn einn af þeim æðri sviðin til að kanna. Æskuglaða átti hann lund, upplag kunni af þefckum sögum. Mér hafa yljað marga stund minningar frá æsku dögum. Ungur reyna aflið fékk orku og sniBi saman vafði. Móti vanda mörgum gekk magnaði vilja og sigur hafði. Á Vestra-Nesi vor í sál vaxið fébk í hlýjum ranni. Góðvild, speki og gamanmál glæða þroska snót og manni. Þáttur hans var þaraa stór — þótt að fleiri legðu saman. Er á kostum æskan fór áræðin við starf og gaman. Berast víða brautir manns, byggðin rís í kjarna þétita. Virtu smiðir verkin hans völundaTÍns handa netta. Lengi og vel til liðsemdar lífs í örmum fimur barðist. Og í þrautuin ellinnar Eins og betja doða varðist. í stóra bylinum stanzar far, slokknar líf á andartaki. En á brautum eilífðar englar Drottins hjá þér vaki. Einar J. Eyjólfsson. ólsen kaupmanni á Patreksfirði. Ingibjörg síðari kona Andrésar Andriéssonar klæðsxerameistaT-a í Rvík, sem nýlega °r látmn. Hulda gift Jóhanni Valdimarssyni á Þrándarstöðuim í Fljótsdalshér aði. Ólafur vélaverkfræðingur í Danmörku. kvæntur danskri konu. Ásta gift Magnúsi Sigurðssyni bu- sett á Seyðisfirði Ákveðið hefur verið að hjónjn i Stakkahlíð öðlist sameiginlegan hvílustað í ættargrafreitnum þar og verður duft hennar flutt þang að. Það er vel, að sú hvíla sé reidd þar sem ævistarf þeirra var unnið, þar sem minningarnar vaka og þar sem „sólarherrann“ hafði birt þeim almátt sinn í dýrð gró- anda lífs og blessað störf þeirra um langa tíð. Við hjónin og börn oicior þökk um henni Ijúfa kvnningu, vinfesti og tryggð og vottum samúð börn- um hennar, aldnrhniginni systur. ættingjum og vinum nær og fjær. Sveinn Víklngur. ÍSLENDíNGAÞÆTTIR 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.