Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 18
hana skorti eMti nauðsynjar. Auð- vitað stóðu hanni opnar dyr hjá Önnu, sem þá var orðin vel meg- andi húsfreyja, og um nokkur ár var hún hjá henni stuttan tíma úr sumri hverju, en hvort tveggja var, að henni var þörf að vera í nánd læknis, og sjálfsbjargarhvöt henn- ar gerði henni örðugt að þiggja, jafnvel af sínum nánusbu. Á þessum árum átti ég heimili á Akureyri og kom oft til Sigur- rósar. Aldrei sá ég hana niður- brotna, aldrei grét hún í augsýn annarra. Venjulega var talað eins og ekkert væri að. Oft rifjuðum við upp minningar frá Eiðavetrin um. Það var henoi Ijúft um að ræða. En einnig var rætt um dui- in rök lífsins og allrar tilveru, og í slíkum viðræðum kom enginn að tómum kofanum hjá Sigurrósu. Greind hennar o,g viðræðuhæfni varð til þess, að ýmsir litu til henn ar og bundu vináttu við hana, þó að ekki hefðu þeir þekkt hana fyrr, og voru í þeim hópi menntaðir menn. Svo var fyrír að þakka, að hún hélt lengst af skýrri hugsun og minni, þótt líkami hennar væri að mörgu leyti hart leikinn. Loks fór svo, að hún varð ófær til þess að geta séð um sig sjálf, og var þá'ekki um annað að gera en sjúkrahúsvist. Þau urðu sjö eða átta árin hennar í Fjórðungssjúkra húsinu á Akureyri. Þar lauk ævi þessarar vel gefnu konu 8. marz 1957. Lífið hafði leikið hana hart. Sannaðist á henni hið fornkveðna að sitt er hvað gæfa og gjörvileik- ur. Svo er það fyrir mannasjónum, en hver veit í raun og veru, hvað er gæfa og hvað ekki? Lík Sigurrósar var jarðsett í kirkjugarðinum á Akureyri. Þar hafði móðir hennar einnig verið lögð til hinztu hvíldar hálfri öld fyrr. Vík ég þá aftur að Önnu, eldri systurinni. Sem betur fór, varð fer- ill hennar annar en Sigurrósar og ekki jafn dapurlegur. Eins og áð- ur getur lærði hún ljósmóðurfræði og lauk því námi vorið 1929. Fékk hún þegar starf í umdæminu: Öxnadalur—Þelamörk, en seinna bættist Skriðuhreppur við. Ljós- móðurstörfin voru Önnu beint framhald hjúkrunarstarfanna áð- ur, og hér var hún vissulega á réttri hillu. Þáð var jafnan auð- fundið, þfgar Anna frétti um vænt anlega barnsfæðingu í umdæmi sínu, fór hún að hlafcka til, og auð- vitað var hún alltaf tlbúin á nótt sem degi hvort heldur sem hún skyldi þá setjast inn í bíl eða upp á hest. Saga íslenzkra ljósmæðra er merkileg oig fögur. Þar á Anna sinn þátt o,g hann gildan. Hún var þrítug, er hún hóf ljósmóðurstörf og gegndi þeim fullan aldarfjórð- ung. Árið 1955 sagði hún starfinu lausu af heilsufarsástæðum en fannst þá sem hún væri að missa mikið. Hafði hún þá hjálpað 145 börnum inn í þennan heim. Þegar Anna varð ljósmóðir, var hún enn ógift, og var farið að tala um, að hún mundi verða það alla ævi. En það fór á annan veg. Hún eignaðist ágætan mann, Ármann Þorsteinsson frá Bakka í Öxnadal. Hann var aðeins yng-ri en hún. Þau giftust sumarið 1933 og hófu það vor búskap að Ási. Var Sigur- jón, fáðir þeirra systra, þá orðinn sjötugur og var áreiðanlega feg- inn því að láta af búskap. Áranann var sonur hjónanna, Ólafar Guðmundsdóttur, ættaðri úr Húnaþingi, og Þorsteins Jóns- sonar, þingeyskrar ættar, en þau höfðu búið á Bakka frá árinu 1912. Áttu þau fimm sonu, og var Ár- mann næstelztur. Þegar þau Anna og Ármann hófú búskap að Ási, bjó ég á móð- urleifð minni, Skógum,^ sem er næsti bær fyrir norðan Ás. Hugð- um við frændsystkinin gott til ná- býlisins. Mundu börn ofckar verða jafnnátengd og við höfðum verið á bernsku og' æskuskeiði? Svo varð ekki. Nábylið varð aðeins um tvö ár. Þá keyptu þau Ármann og Anna jörðina Þverá í Öxnadal og fluttust þangað. Þar bjuggu þau síðan allan sinn búskap. Ýmislegt •varð til þessarar ráðabreytni. Ás var naumast jörð við hæfi Ár- manns. Hann vildi búa stærra en sú jörð leyfði, en auk þess var hug ur hans bundinn Öxnadal, enda voru foreldrar hans þá báðir á lífi og Þór, bróðir hans, bjó á Bakka. Nú vildi svo til, að Þverá var laus úr ábúð og til sölu. Bernharð Stef ánsson, alþingismaður, eigandi jarðarinnar, var þá fluttur til Ak- ureyrar og vildi selja hana. Hann getur þess í minningum sínum, að hann hafi lagt á það áherzlu að fá þau Ármann og Önnu til þess að kaupa jörðina og búa þar frem- ur en aðra, sem um gat verið að ræða. Honum var annt um, að vel yrði búið á Þverá og treysti þeim tll þess öðrum fremiur. Óg vorið 1935 fluttust þau frá Ási að Þverá með fólk sitt, þax á meðal Hermann, son sinn, sem þá var á fyrsta ári. Bæjarhús á Þverá voru forn og léleg orðin. Það var því fyrsta verk hinna nýju eigenda að byggja íbúð arhús. Það var dýrt og erfitt á þeim toreppuárum, en það tóikst þó fljótt og vel. Naut Ármann við þá framkvæmd aðstoðar Þórs, bróður síns, sem er smiður góður, þótt lítt lærður sé, og yngri bróð- ir, Kári, vann þar einnig að, dug- legur maður og verklaginn. Anna hafði alltaf kunnað vel við sig í Öxnadal, þótt hún hefði ekki átt þar heima. Nú var hún orðin ein af Öxndælingum og undi þvi vel. Bærinn að Þverá má kallast að vera í þjóðbraut, einbuim eftir að hann var byggður að nýju og þá nær þjóðveginum en áður. Oft var gestkvæmt hjá þeim Önnu og Ármanni og það á öllum tímum árs, en þó einna mest vor og haust í sambandi við göngur og fjárskil ýmiss kbnar. Barnaskóli fyrir dal- inn var haldinn í þinghúsi hrepps ins, en það stendur rétt hjá Þverá. Kennarinn var þá heimilismaður þar, og venjulega tóku hjónin börn frá þeim heimilum, sem lengst voru frá sbólanum. Mjög oft tóku þau einnig börn að sumr- inu um lengri eða skemmri tíma. Anna kunni vel margmenni og var félagslynd í góðri merkingu þess orðs. Lét hún talsvert til sín taka í félagsmálum. Henni var létt um að tala á mannamótum án und irbúnings. Hún hafði ákveðnar skoðanir í stjóramálum og fór ekki dult með þæf. Tók hún stundum tú máls á landsmálafundum, og komust landstæðingar ekki hjá því að virða hana svars. Hálfsystir Önnu, Sigrún, sem áður er nefnd, fylgdist með henni að Þverá. Hún var þá nær 18 ára. Þar var þá einnig Kári, bróðir Ár- manns. Þau felldu hugi saman og giftust nokkru síðar. Bjuggul síðan þessi tvenn systkina-hjón samaít á Þverá um nokkur ár, þar til yngri hjónin toeyptu jörðina Hóla, sem er hinum megin Þverárinnar, og er stutt á milli. Þar reistu þau sér bæ og bú. Efcki er vafi á, að til þess nutu þau margvíslegrar að- stoðar og hjálpar eldri systkina sinna, þeirra Ármanns og Önnu. Um inokkur ár voru fjórir af 18 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.