Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Síða 1

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Síða 1
RAGNAR LÁRUSSON, FORSTÖÐUMAÐUR Er ég nú kveð vin minn Ragn- ar Lárusson, forstöðumann Ráðn- ingastofu Reykjavikurborgar koma upp í huga mínum hugljúfar minn ingar um trygglyndan og heil- steyptan samferðarmann, er úr hvers manns vanda vildi greiða. Ragnar Lárusson vann lengst af ævi sinnar, sem framfærslufull- trúi hjá borginni og síðar forstöðu- maður Ráðningastofunnar. Bæði þessi störf eru mjög vandasöm og viðkvæm, ef svo mætti orða það og oft misjafnlega þökkuð. Til manna í þessum störfum kemur oft fólk, sem á við mikla erfiðleika að stríða vegna veikinda, fátæktar eða atvinnuleysis og því mjög viðkvæmt fyrir þeim við- tökum, sem það hlýtur hjá þeim opinberu aðilum, sem það leitar til í vandræðum sínum. Allir vita, að vanda allra er aldrei hægt að leysa, svo allir að- ilar séu ásáttir um, en úr mörgu má greiða. Ég held að flestir, sem þekktu til starfa Ragnars hafi við- urkennt, að hann var ekki einung- is sérstaklega hjálpsamur maður, sem af rikum skilningi reyndi að hjálpa öllum sem til hans leituðu, heldur tókst honum vegna síns góða vilja að ná meiri árangri en flestum öðrum til að greiða úr vandræðum fólks. Ég minnist sérstaklega árvekni hans og dugnaðar í sambandi við atvinnuleysið hér í borginni 1968 og 1969. Hvernig hann þá byrjaði að fara að heilsu, vann svo að segja nótt og dag til að reyna að leysa vanda þeirra atvinnulausu. Þá hugsaði hann ekki um hrakandi heilsu sína, heldur hverjum hann gæti liðsinnt í erfiðleikunum. Ragnar var einstaklega félags- lyndur maður og tók meiri þátt í félagsmálastarfi, en flestir aðrir menn. íþróttahreyfingin þekkir það starf, sem hann lagði að mörk um fyrir þau samtök. En hann var ekki síður mikilvirkur á stjórn- málasviðinu. Fyrst starfaði hann mikið í Málfundafélaginu Óðni og síðan var hann árum saman í stjórn Landsmálafélagsins Varðar og formaður þess félags í mörg ár. Einnig var hann lengi í stjórn Full trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna og flokksráði Sjálfstæðisflokksins og varafulltrúi í borgarstjórn um tíma, auk margra annarra trúnað- arstarfa. Að öllum þessum störfum vann Ragnar af dugnaði og samvizku- semi og þeirri lipurð, sem honum var svo eiginleg. Þegar ég fór að starfa með Ragnari á þessu sviði, tók eg strax eftir því, hve hon- um var eðlilegt að umgangast fólk, og hversu gjörkunnugur hann vax í borginni og þekkti til margs fólks geenum félaesmálastarf sitt. Ragnar var frá upphafi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Húsnæðis- málastjórn ríkisins og átti meiri þátt en flestir aðrir í því að móta starf þeirrar stofnunar frá upp- hafi vega. Þar eins og annars stað- ar vann hann störf sín af samvizku semi og kostgæfni eftir því sem hann taldi réttast í hveriu tilfelli. Meðan heilsa hans leyfði fvlgdist hann með störfum stofnunarinnar og lagði bar ætíð gott til mála. Ég kynntist vel karlmennsku og þreki Ragnars síðustu mánuðina. Hann kvartaði aldrei um sjúk- leika sinn og leiddi talið alltaf að öðrum hlutum. Meðan hann mátti, var hugurinn bundinn við starfið og með lifandi áhuga ræddi hann um mál líðandí stundar og fram- tíðina. Er ég nú að leiðarlokum kveð vin minn Ragnar og þakka hon- um samstarfið á liðnum ái’um. votta ég eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum samúð mína og hluttekningu vegna fráfalls ást ríks eiginmanns og föður. Gunnar Helgason.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.