Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Side 2

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Side 2
Við ævilok Ragnars Lámssonar, -íorstöðumanns get ég ekki látið hjá líða að minnast þesg góða drengs og einlæga vinar með nokkrum fátæklegum orðum. Leið ir okkar lágu saman, bæði í starfi og einnig í félagsmálum allt frá árinu 1938, en hann hafði fyrir okkar fyrstu kynni starfað nokk- ur ár hjá Reykjavíkurborg fyrst 1 útivinnu borgarinnar, en síðan sem fátækrafulltrúi allt til ársins 1955, að hann varð forstöðumað- ur Ráðningastofu Reykjavíkur- borgar. Það sem strax vakti at- hygli mína var hve gjörkunnugur Ragnar var högum verkamanna og sjómanna og yfir höfuð íátækara hluta borgarbúa, en í þá tíð voru kjör almennings öll önnur en nú. Ávallt var Ragnari sýnt um að greiða götu náungans eftir því sem kostur var og í félagsmálum innan Sjálfstæðisflokksins studdi hann ávallt góðan málstað verka- fólks til dæmis, þegar fluttar voru tillögur um skattfrelsi af vinnu við eigin íbúðir vann Ragnar þeim allt það fylgi er hann mátti og voru þær samþykktar sem stefnu- skráratriði á Landsfundi Sjálf- stæðisflokksins 1948. Og skömmu síðar bornar fram til sigurs á Al- þingi af Gunnari Thoroddsen, Jóhanni Hafsten og Sigurði Bjamasyni, en í skjóli þessarar lagasetningar hófst nýtt framfara- tímabil ekki bara í Reykjavík held ur og um allt land. Með þessari lagasetningu einni hefði þetta þó ekki tekizt heldur þurfti að af- nema til fulls ranglæti sem ríkti frá fjórða áratugnum. Jón Þorláks- son, er var fyrsti borgarstjórinn er Ragnar starfaði hjá hafði í ráðherratíð sinni útvegað fjár- magn til veðdeildar Landsbank- ans er síðan var lánað til ibúðarbygginga, en eftir að Jón fór frá völdum hsetti veð- deildin að mestu að lána mönnum peninga, en þess í stað gátu menn fengið lánin í veðdeildarbréfum, sem yfirleitt voru seld með 42% afföllum. Hór var einnig stórt verk efni sem leysa þurfti og smám saman þokaðist áfram fyrst með smáíbúðairlánunum og siðan í Hús- næðismálastjómarlánum, en Ragn ar hafði frá upphafi meg stjóm þessara mála að gei'a, fyrst smá- búðalánin og síðan í HÁsnæðis- málastjóm til dauðadags. jjivistarf þessa friðsama borgara i þágu hinna máttarminni og að eflingu heimilanna, sem eru hornsteinar þjóðfélagsins hefir góðan ávöxt borið og allt annan og meiri en ger ist í þyrnireit truflunarinnar. Þá má þess geta að Ragnar var mikill áhugamaður um íþróttamál og margt fleira og áttum við stund um ánægjulegar samræður um andleg málefni. Eftirlifandi eiginkonu Ragnars, bömum þeirra öllum og öðrum ástvinum votta ég dýpstu samúð og fel hinum trúa skapara fram- tíð þeirra. Gísli Guðnason. t Föstudaginn 18. júní 1971 var kvaddur hinztu kveðju, góður vin- ur og samstarfsmaður, Ragnar J. Lárusson forstjóri fyrir Ráðningar stofu Reykjavíkurborgar, en hann andaðist hér í bæ föstudaginn 11. júní s.l. aðeins 64 ára gamall, eft- ir erfiða og langa sjúkdómslegu. Ragnar var fyrir löngu þjóð- kunnur maður fyrir sín margvís- legu störf fyrir land og þjóð um langan tíma. Ungur að áxum heill- aðist Ragnar af knattspymu- íþróttinni og hefur síðan helgað henni mikið og heilladrjúgt starf bæði sem stjómarmeðlimur og for maður í félagi sínu, Knattspyrnu- félaginu Fram, sem og störf fyrir heildarsamtökin Knattspyrnusam band íslands. Ragnar var kjörinn í varastjórn sambandsins 23. nóvember 1947 og i aðalstjórn þess 21. óktóber 1950. Átti hann þar sæti síðan allt til dauðadags. Ragnar sat fleiri stjórnarfundi þar en nokkur ann- ar stjórnarmeðlimur K.S.Í. eða í allt rúma 800 fundi. Sýnir fundar sókn þessi þá alúð og áhuga er Ragnar var til þessa einlæga áhuga máls síns alla tíð. Hann var sér- staklega vinsæll í öllum störfum sín um hjá íþróttahreyfingunni og naut mikils trausts og álits meðal íþróttamanna. Ragnar var ljúfur og þægilegur samstarfsmaður, en fastur fyrir og gat þá stundum orð ið all hvassyrtur, en ávallt fljótur að brosa á ný og sættast við hvern þann er hann hafði deilt við. Við fráfall Ragnars hefur knatt spyrnuíþróttin misst einn sinn traustasta og bezta framherja fyr- ir framgangi hinnar fögm og karl mannlegu íþróttar, knattspyrnunn ar. Ragnar hlaut æðsta heiðursmerki Knattspyrnusambandsins fyrir frá- bær störf að málefnum knatt- spymuíþrótfcarinnar, honum eru enn á ný þökkuð frábær störf á liðnum árum, vinátta og fórnfýsi. Drottin gaf og Drottin tók, en þó mest frá hans ágætu eiginkonu frú Andreu Jónsdóttur og börnum þeirra hjóna. Þeim öllum eru nú sendar innilegustu samúðarkveðj ur á sorgarstundu. Stjórn Knattspymufélags íslands. t Með Ragnari Lárussyni er geng- inn einn ágætasti forustumaður íþróttamála hérlendis. Munu marg- ir knattspyrnumenn minnast hans með hlýhug og þökk fyrir þau störf, er hann innti af hendi fyrir knattspyrnuíþróttina fyrr og síðar. Þrátt fyrir aldursmun, hafði sá, sem þessar línur skrifar, góð og náin kynni af Ragnari Lárussyni. Sem ungur piltur þurfti ég oftsinn- is að leita ráða hjá honum varð- andi ýmis mál. Brást aldrei að Ragnar tók mér af ljúfmennsku og var hollráður. Var vissulega mikils virði að eigg slíkan hauk í horni, sem hann var. Ragnar Lárusson helgaði íþrótt- unum allan frítíma sinn. Fyrr á árum starfaði hann fyrir félag sitt, Knattspyrnufélagið Fram, og var um skeið formaður þess. Síðar tók hann sæti í stjórn Knattspyrnu- sambands íslands og var gjaldkeri sambandsins í fjöldamörg ár. í stjórn Knattspyrnusambandsins beitti hann sér fyriir auknum sam- skiptum Íslendinga og Færeyinga. Hann mat þessa frændur okkar mikils, og hygg ég, að fáir íþrófcta- forustumenn hér á landi bafi áfct meiri þátt í því en hann að stuðla að vinsamlegum íþróttasamskipt- um íslands og Færeyja. Eignaðist Ragnar marga góða vini í Færeyj- um. Hin síðari ár var Ragnar Lárus- son forstöðumaður Ráðningaskráf- stofu Reykjavíkurborgar og átti sæti í stjóm Húsnæðismálastofn- unar ríkisins. í báðum þessum störfum var hann boðinn og búinn til að rétta fólki hjálparhönd. Eftir langt og strangt veikinda- stríð lézit Ragnar Lérosson hinn 8. júní sl. Eftir stendur minning um góðan dreng. Alfreð Þorsteinsson. I ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.