Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 3
Guðbjörg Jóhannesdóttir, Setbergi, Húsavík Skömmu fyrir sumarmálin, kvöddu Húsvíkingar öndvegis- konu, sem verið hefur sterkur stofn í samfélagi þeirra síðustu hálfa öldina og átti í ríkum mæli þá mannkosti, sem efla hamingj- una í sambúð manna — Guðbjörgu í Setbergi. Hún lézt 23. marz sl. eftir langvinnan sjúkleika og var til moldar borin frá Húsavíkur- kirkju, í heimaranni, þar sem hún fæddist, lifði og starfaði til góðs nær sjö tugi ára. Guðbjörg Jóhannesdóttir fædd- ist 10. okt. 1903 að Móbergi á Húsa vík, dóttir hjónanna Jóhönnu Krist ínar Sigtryggsdóttur og Jóhannes- ar Þorsteinssonar. Jóhanna móðir hennar lézt 1921, en Jóhannes Þor- steinsson varð háaldraður og lézt 23. marz 1945. Jóhannes Þorsteins son bjó í Flatey, áður en hann flutt ist til Húsavíkur, og seinni hluta ævinnar bjó hann hjá Guðbjörgu dóttur sinni. Hann var sérstakur ágætismaður, prúðmenni annálað, friður og góðviljaður og naut vin- sælda eftir því. Guðbjörg ólst upp á Húsavík og naut góðrar umönnunar en lítils auðs og komst ekki í kvennaskóla eins og hugur hennar stóð til. Hún varð fríð og gjörvuleg stúlka og vel menntun búin til hugar og handa, eftir því sem aðstæður voru til. Hún giftist Jóni Sörensen út- vegsmanni frá Máná 19. maí 1923, tæplega tvítug að aldri, og þau reistu bú á Húsavík, byggðu sér síðar reisulegt hús, sem nefnt var Setberg, og bjuggu þar eftir það. Þar varð rausnargarður einhvar .hinn mesti í kauptúninu. Rausnin, sem þar réð húsum, var ekki ævin- lega með fullar hendur fjár, en hjartarými því meira, þar sem stór- liugur, djörfung og hjálpfýsi réðu öllum ríkjum. Jón Sörensen, var annálaður sjó- sóknari og aflamaður, harðdugleg- ur og happasæll í hverri raun. Hann sér nú á bak konu sinni og stendur eftir á ströndinni aldrað- ur orðinn. Henni unni hann af heit um sefa. Jóni og Guðbjörgu varð sjö barna auðið, og eru þau nú öll upp komið manndómsfólk. Þau eru: Jóhann framkvæmdarstjóri á Húsavík, kvæntur Þórhildi Kristj- ánsdóttur, Sören deildarstjóri, kvæntur Önnu Sigurðardóttur, Ingibjörg, gift Sigurði Jónssyni frá Sandfellishaga, Skúli kvæntur Freyju Sigurpálsdóttur, Kristín Sigurbjörg gift Kristjáni Björns- syni, útgerðarmanni, Hafliði mál- arameistari kvæntur Guðbjörgu Tryggvadóttur, og Sigrún gift Þórði Péturssoni frá Árhvammi. Öllum börnum sínum komu þau Jón og Guðbjörg vel til manns af umhyggju sinni og forsjá. En í rauninni voru börn þeirra fleiri. Þau lijónin skáru hjálpsemi sína og liðsinni aldrei við nögl og voru fljót til. Guðbjörg var skjót að rétta fram hönd, þegar hún vissi, að hjálpar þurfti við, og Jón latti hana ekki til þeirra stórræða. Hvað eftir annað tóku þau hjónin á heim ili sitt börn og fulltíða fólk, sem átti í vök að verjast. Þau veittu þessum langdvalargestum sínum ekki aðeins vist og skjól eins og börnum sínum, heldur miðluðu þeim af rausn hjartans, svo að þau bönd hnýttust, sem ekki slitnuðu síðan. Sá, er þetta ritar, naut þess- arar gestrisni þeirra Setbergs- hjóna, veikur reyr á ungum aldri, og slíkir gestir voru fleiri en tveir og fleiri en þrír. Mér er sérstak- lega í minni Jóhannes skóari, sem varð fórnarlamb lömunarveik- innar en brauzt til sjálfbjargar af dæmafárri seiglu með þann styrk, sem minnstur má duga til lífs, sérkennilegur og gáfaður maður með hetjulund. Honum veittu þau Setbergshjón skjól og vinnustað í húsi sínu og urðu honum sú hlíf, sem ef til vill reið baggamuninn. Guðbjörg í Setbergi var glæsi- keg kona, fríð og gerðarleg. Hún var glaðlynd og skemmtileg og hvers manns hugljúfi, ræðin og ágætlega greind og bar gott skyn á menn og málefni, enda var hún liðtæk í bezta lagi í þeim félags- skap, sem hún tók þátt, svo sem í slysavarnarfélagi og kvenfélög- um, þar sem hún starfaði ötullega og hafði marga forsjá. Heimili hennar bar merki henn- ar, þar sem dugnaður hennar og myndarskapur, hagsýni, rausn og hjartahlý'a settu svip sinn á hvern hlut og alla umgengni og gerðu það að unaðsreit. í því starfi átti hún stuðning bónda síns í ríkum mæli, enda var hann aldrei veill né hálfur í umhyggju sinni fyrir konu og fjölskyldu. Guðbjötg í Setbergi átti stóran sjóð þest' gerðarþokka, sem kven- hetjur pi.iðir. Allir, sem kynntust ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.