Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 5
HALLDÓR SÖLVASON KENNARI F. 16. sept. 1897. D. 31. maí 1971. Halldór Sölvason kennari, Skipa sundi 3, Reykjavík, fæddist að Gafli í Svínadal hinn 16. septem- ber 1897. Foreldrar hans voru hjónin Sölvi bóndi að Gafli Teits- son, bónda á Innstalandi, Skaga- firði, Guðmundssonar og kona hans, Signý Sæmundsdóttir bónda á Hryggjum í Gönguskörðum, Hall dórssonar. Halldór var yngstur þriggja barna þeirra Sölva og Sig- nýjar í Gafli og þar ólst hann upp hjá móður sinni, en faðir hans lézt tæpum tveim mánuðum áður en Halldór fæddist. Systkini Halldórs voru þau Þorsteinn, f. 1893 og Oddný, f. 1895, en þau eru bæði látin. Ég öygg, að allt frá fyrstu tíð hafi Halldór mótazt af þeim hugs- unarhætti, að menntun væri sá máttur, er bezt gæti hjálpað hverj- um einstaklingi til að verða að nýt- um manni og farsælasta leiðin til menntunar og manndóms væri að nema og færa sér í nyt þá þekk- ingu, sem skólalærdómur getur veitt. Þessa skoðun á gildi mennt- unar hefur Signý í Gafli vafalaust mótað hjá drengnum sínum, en Signý var af öllum, sem til þekktu, talin afburða greind kona. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður og fátækt hlutu þau öll skólagöngu systkinin í Gafli. Halldór stundaði fyrst nám við Alþýðuskólann á Hvammstanga á árunum 1916—18 og samhliða skólanáminu vann hann fyrir sér eftir því sem tök voru á. Að loknu námi á Hvamms- tianga hugðist Halldór lesa að nokkru til stúdentsprófs utan skóla og jafnframt vinna fyrir sér. Mun hann hafa haft í huga ákveðna námsleið erlendis að stúdentsprófi loknu. Fjárskortur og fleiri ástæð- ur, urðu þess valdandi, að sú breyt- ing varð á, að hann innritaðist í Kennaraskóla íslands og lauk það- an kennaraprófi vorið 1922. Um haustið réðst liann sem kennari í Breiðuvíkurhrepp á Snæfellsnesi og kenndi þar næsta skólaár. Haustið 1923 er Halldór ráðinn kennari í Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu og er þar kennari til ársins 1927, en þá ræðst hann sem skólastjóri að Reynis- og Deild- arárskóla í Vestur-Skaftafells- sýslu. Þar er Halldór skólastjóri til ársins 1934, en jafnframt skóla- stjórstörfum er hann námsstjóri fyrir Vestur-Skaftafellssýslu ár- in 1929—34. Haustið 1934 tekur Halldór við skólastjórn Fljótshlíð- arskóla og því starfi gegnir hann til ársins 1948 er hann flytur bú- ferlum til Reykjavíkur og ræðst sem kennari við Laugarnesskólann. Þyngst á metunum varðandi þá ákvörðun, að flytja til Reykjavík- ur, mun hafa verið, að með því gæti hann hvað bezt stutt dætur sínar til náms og þa,- með betur tryggt framtíð þeirra, ,/jc*pað þeim jbetri ski(iyrði til að öðlast þá menntun, sem hugur þeirra stóð til. Halldór var kennari við Laugar- nesskóla allt til ársins 1968 að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eftir að Halldör lét af störf- um við Laugarnesskóla, stundaði hann einkakennslu heima fyrir, og á vorin var hann prófdómari við Árbæjarskóla. Hér hefur aðeins verið í stórum dráttum getið starfsferils Hall- dórs, sem kennara og uppalanda, starfsferils, sem nær yfir 46 ára tímabil. Ég neld, að ekki sé ofsagt, né á neinn hallað, þótt ég fuli- yrði, að varla verði betur unnið á þessum starfsvettvangi en Ilalldór gerði, enda lagði hann sannarlega sál sína í þetta starf, sem og allt annað er honum var til trúað. í hléum frá skólastörfum stundaði Halldór ýmiss störf, en slíkt hefur löngum verið nauðsyn barnakenn- urum á ísiandi, eigi þeir að geta séð sér og sínum farborða, svo iágt sem laun þeirra hafa löngum verið metin að krónutölu. Þegar Ilalldór var kennari í Vest ur-Landeyjum, kynntist hann eftir- lifandi konu sinni, Katrínu Sigurð- ardóttur, dóttur merkishjónanna Sigurðar Snjólfssonar og Þorliild- ar Einarsdóttur, sem þá bjuggu að Ey í Landeyjum. Þau Halldór og Katrín gengu í hjónaband 20. júní if.25, en sú ást og virðing, sem í upphafi leiddi til að þessar tvær góðu manneskjur bundust svo, að þar sannast orð skáldsins er segir: „En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið“. Þau hjón eignuðust fimm dætur, sem allar eru á lífi, Ingiríði, Þór- hildi, Signýju, Sigrúnu og Oddnýju Dóru. Allar eru þær giftar og bú- settar hér i borg og allar eru þær kennarar að mennt, en þrjár þeirra nú starfandi kennarar hér í Reykja vfk. Það er auðvelt hverjurn og einum að leiða getum að því, hve ÍSLENDINGAÞÆTTIR 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.