Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Side 7
uðum við svo báðir í Reykjavík. jlíér bjuggum við í nágrenni. Ör- gtutt á milli. Unnum við sömu tofnun, Laugarnesskólann í mörg r. Alltaf var samkomulag okkar ott, enda var Halldór góður félagi, áfaður, flkemmtilegur og hagorð- ur vel. Eftir því sem árin liðu Varð vinátta okkar nánari. „Ber er hver á baki nema sér bróður eigl“, kvað Grettir. Ég hef aldrei átt tieinn bróður, en hafi nokkur mað- ur komizt nærri því að fylla það sfkarð, þá er það Halldór Sölvason. Hann var maður traustur. Við söknum oft sárt góðra fé- laga, þegar þeir hverfa af sviðinu, en missir trúnaðarvinar verður aldrei bættur, því að slíkur maður er á vissan hátt orðinn partur af manni sjálfum. Halldór var frábær starfsmaður. Áhugi hans á öllu, sem honum var trúað fyrir, dugnaður og samvizku- semi, brugðust aldrei. Ekki kæmi mér á óvart, þótt þeir yrðu æði- margir, fyrrverandi nemendur hans, sem hugsuðu til hans í dag með hlýhug og söknuði. Hann var gæfumaður um flest. Kvæntur ágætri konu, Katrínu Sig urðardóttur. Unni liann henni mjög. Þau eignuðust fimm dætur, allar prýðilega gefnar. Heimili höfðu þau búið sér mjög gott. Undi Ilalldór sér þar bezt. Fjár- hagur hans var góður, einkum hin síðari ár. Heilsuveill var hann að vísu upp á síðkastið, en aldrei þjáður til muna. Var sjúkdómur hans með þeim hætti, að hann gat búizt við skyndilegum endalokum. Varð ég þess var, að hann vonaði að þegar að því kæmi, þá tæki fljótt af. Varð honum þar líka að ósk sinni. Flyt ég svo konu hans og allri fjölskyldu þeirra rnínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þá er þessari fimmtíu ára sam- fylgd okkar lokið, Ilalldór. Þakka ég þér hana alla hjartanlega. Þú hefur lifað og starfað vel og æðru- laus „gengið til hvíldar með gló- fægðan skjöld, glaður og reifur hið síðasta kvöld“. Vertu sæll, gamli vinur. Klemens Þórleifsson. f Síðsumars árið 1948 kom Hall- dór Sölvason í Laugarnesskólann og hóf þar kennslu. Við höfðum áður sézt í svip á kennaraþing- um, en kynni voru engln, utan af- spurnar, sem ég hafði af störfum hans austur { Fljótshlíð. Það er ekkert launungarmál, að í skólan- um er það ástundað eftir getu, að fá sem bezta og hæfasta kennara til starfa, enda er allur farnaður skólans fyrst og fremst undir þeim kominn. Það orð hafði farið af Halldóri, að við hann væru tengdar miklar vonir, þegar við komu hans 1 skól ann, og er skemmst af því að segja, að þær vonir rættust svo sem bezt mátti verða, enda eru öll mín kynni af Halldóri á þá .lund, að ég hygg, að enginn hafi nokkru sinni orðið fyrir vonbrigð- um með störf hans. Halldór var einhver mikilhæfasti kennari, sem ég hef kynnzt. Hjá honum fóru saman góðar gáfur, einbeittur vilji, einlæg hlýja og sá skörungs- skapur og persónuleiki, sem kenn- urum er nauðsynlegur, til þess að góður árangur verði af störfum þeirra. Gilti einu, þegar Halldór átti í hlut, hvort litið var til þess árangurs af námi, sem fram kem- ur í einkunnum, eða þeirra upp- eldisáhrifa, er nemendur njóta sér til heilla hjá góðum kenn- ara. Munu því margar hlýjar þakk arkveðjur frá gömlum nemendum, sem nú eru dreifðir víðs vegar um landið, fylgja honum yfir landa- mærin. Seinni árin í Laugarnesskóla vann Halldór auk kennslunnar í lesstofu skólans, og mótaði þar þá umgengisliætti og reglu- semi, er við höfum síðan miðað við, sem fyrirmynd og takmark. Halldór var góður og skemmti- legur starfsfélagi, ævinlega glaður og reifur dag hvern, ágætlega liag- mæltur og lét oft fjúka í kveðl- ingum. Hann tó'k aila tíð þátt í fé- lagsstörfum kennara af sínum ein- læga áhuga, hvort sem um var að ræða kennslumál eða störf í sels- landi skólans uppi í Katlagili. Halldór var fimmtugur, þegar hann kom í Laugarnesskólann, og þar var hann að störfum, þar til hann var sjötugur og misseri bet- ur. Hinn 8. maí, þegar aðeins var eftir rúmur hálfur mánuður til þess, að lokið væri að fullu 46 starfsárum við kennslustörf, veikt- ist hann mikið og skyndilega. Mig minnir, að liann hefði orð á því þá, að sér þætti endasleppt að geta ekki lokið að fullu síðasta skóla- árinu. Næsta vetur var hann þó enn í okkar hópl og vann 1 )es- stofunni. Og alla stund hélt hann tryggð við félagana hér og skól- ann, tók þt.tt i félagsstörfum, kom oft í skólanr. á hátíðum og tylli- dögum og var ævinlega við skóla- slit. Síðast kom hann til okkar, þegar skólanum var slitið nú 28. maí. Þá átti hann aðeins eftir þrjá daga í þessum heimi. Við olckur gerði hann ekki endasleppt. Við eig um á bak að sjá góðum dreng, félaga og vini, sem við söknum með djúpri hryggð. Halldórs Sölva sonar verður minnzt í Laugarnes- skóla með þökk og virðingu, með- an þar er nokkur maður, sem hafði af honum kvnni. Blessuð sé minning hans. Eiginkonu Halldórs og öðrum ástvinum votta ég einiæga samúð í sorg þeirra. Gunnar Guðmundsson. t „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar . . .“ Þennan fagra boðskap, sem skáldið boðar okkur í þessari vísu, virðist mér Halldór Sölvason. kenn ari. tileinka sér í öllu sínu starfi. Ég var svo iánsöm að fá að vera nemandi hans í firnm vetur. Mikið vatn er til sjávar runnið síðan það var, en þessir vetui' eru grópaðir í minninguna eins og skínandi fagrar perlur á bandi. þar sem hver dagur var fullur eftir- væntingar og gleði. t litlu kennslu- stofunni var unnið af svo miklum áhuga og eldmóði. að það var ekki hægt annað en hrífast með. Þar var aldrei leiðinlegt eða staglsamt nám, eða lítilsvirðandi orð um þá, sem minna gátu, heldur lifandi kennsla, þar sem leitazt var við að laða það bezta fram og bæta á all- an hátt. Það var ekki gert með að- finnslum eða predikunum, heldur í lifandi fyrirmynd. Halldór var einlægur trúmaður og báru kristinfræðitímar hans þess glöggt vitni, svo og látlausar bænastundir að morgni hvers kennsludags. Þannig hóf hann líka fyrstu „smverustundina með væntanlegum nemendum sínurn, er lia.in tók við skólastjórastarfi ÍSLENDINGAÞÆTTIR 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.