Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Side 8
f Fljótshlíðarskóla, hauslið 1934, þeirri stund mun ég aldrei gleyma. Það var þá þegar, sem niu ára gömul stúlka fann, að þ&rna var kominn kennari og maður, sem hún gat borið fyllsta traust til. Enda varð svo, að það brást aldrei allan okkar samverutíma. Halldór átti líka góða konu, Katrínu Sigurðardóttur, sem var honum stoð og stytta í starfi og bjó honum fagurt og friðsælt heim ili. Dæturnar fimm fetuðu í fót- spor föður síns, því þær tóku all- ar kennarapróf. Ég óska og bið að þjóð vor eignist sem fiesta kenn- ara, sem vinni í anda Halldórs Sölvasonar. Kæri gamli kennarinn minn. Ég kveð þig að sinni með hjartans þökk fyrir allar samverustundirn- ar og fyrir allt hið fagra og góða, sem þú sáðir í hjörtu okkar nem- enda þinna. Það mun aldrei gleym ast, en vera okkur leiðarljós og styrkur í önn og erfiði lífsins. Hittumst heil á sviðinu handan tjaldsins, sem aðskilur í bili. Guðrún Iiulda. f Gamall skólafélagi og vinur er fallinn í valinn með langan starfs- feril að baki. Hann óx upp norð- ur í Húnaþingi á hörðu en fyrir- heitaríku vori nýrrar aldar, kaus sér að ævistarfi leiðsögn og fræðslu, og stundaði kennslu hátt á fimmta áratug. Leiðir okkar Halldórs Sölvason- ar lágu fyrst saman veturinn 1920. Hann var þá í 2. bekk Kennaraskól ans en ég í fyrsta. Þótt ekki vær- um við bekkjarfélagar tókust fljót- lega með okkur góð kynni, sem síðar áttu eftir að eflast og verða að ævilangri vináttu. Vorið 1922 útskrifaðist Halldór úr Kennaraskólanum og næsta naust réðst hann farkennari í Breiðavíkurhrepp á Snæfellsnesi. Vorið 1923 útskrifaðist minn ár- gangur. Það sumar héldum við hópinn í Reykjavík nokkrir skóla- aræður í atvinnuleit, en með mis- iöfnum árangri. Þar á meðal var Halldór Sölvason, sem ekki hugði nú á framtíðarstarf í Breiðuvík. Auk leitar að sumaratvinnu stóð nú fyrir dyrum að komast í ^snnarastöðu næsta vetur, en þar voru margir um boðið. Tóku#a við »ð senda umsóknir hingað og ■&ng- að og v&r nokikuð tilviljanakennt hvar borið var niður. Við vildum ógjarnan sækja hver á móti öðr- um og kom þá fyrir, að hlutkesti var látið ráða. Þannig atvikaðist það, að Halldór sótti um kennara- stöðu í Vestur-Landeyjum. Stöð- una fékk hann og starfaði þar næstu fjögur árin. Þar kynntist hann tilvonandi eiginkonu sinni, Katrínu Sigurðardóttur. Þau gengu í hjónaband vorið 1925. Þegar við Halldór, síðar á ævinni, rifjuð- um upp gamlar minningar og „hlut kestið“ bar á góma, varð honum að orði, að þar hefðu heilladísir haft hönd í bagga. Og ekki dreg ég í efa, að þau hjónin voru sam- mála um, að þetta var stóri vinn- ingurinn þeirra beggja. Haustið 1927 fluttust þau hjónin austur í Mýrdal, þar sem Halldór gerðist skólastjóri við Reynis- og Deildarárskóla. Þar voru þau til ársins 1934, er þau fluttust vestur í Fljótshlíð og Halldór varð skóla- istjóri barnaskóla sveitarinnar. Ég var þá nýkominn að heimavist arskólanum að Strönd og fagnaði því, að fá minn góða, gamla félaga í nágrennið. Margs er að minn- ast frá árunum, sem í hönd fóru, þótt hér verði að engu eða litlu getið. Varðandi skólastarfið áttum við Halldór sameiginleg áhugamál og ýmsan vanda við að glíma, og á ég honum þar mörg hollráð ógoldin. Á heimili þeirra hjóna átti ég marga góða stund, og í hug- anum geymist endurómur af glettn um tilsvörum og glöðum hlátrum. Árið 1948 fluttist Halldór með fjölskyldu sína til Reykjavík- ur. Þar var hann kennari við Laug- arnesskólann unz hann lét af starfi fyrir aldurs sakir. Á efri árum, þegar kyrrist um, gefst tóm til að vega og meta verð- mætin, sem lífið færðr, bera sam- an tekjurnar og gjöldin. Eflaust verður það mat meira og minna einstaklingsbundið. Þó tel ég sennt legt, að mannkostir og góðvild, sem við nutum í fari samferða- mannanna, verði einna drýgst tekju megin, þegar öll kurl eru komin til grafar. Ég og fjölskylda mín sendum eftirlifandi eiginkonu og dætrum Halldórs Sölvasonar, svo og öðr- um vandamönnum hans innilegar samúðarkveðjur. Frímann Jónasson. JÓNAS ODDSSON læknir, Álfabyggð 16, Akureyri F. 21. febr. 1932. Kæri vinur. Ég minnist þín, sem 17 ára ungl- ings, rólegum, athugulum, en glöð um í kunningjahópi. Ég minnist þín með hvítu stúd- entshúfuna þína, innilega glöðum og hreyknum. Ég minnist þín, sem nýkvænt- um, 'hamingjusömum ungum manni. Ég minnist þín, sem fjarska þreyttum, en þakklátum nýútskrif- uðum lækni. Ég minnist þín sem viðutan, en sælum nýjum pabba. Ég minnist þín sem nýorðnum héraðslækni, kvíðnum, en ákveðn- um í að gera þitt bezta. t ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.