Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Qupperneq 15

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Qupperneq 15
MINNING f Ferdinand Kristjánsson í Spónsgeröi Minningar liðins tíma og mynd- ir frá horfnum árum eru efst í huga, þegar andlátsfregnin berst um vini og samferðarmenn. Enda þótt tíminn snúi aldrei aftur og árin séu óafturkræf, breytist hug- urinn við fróttina, einnig í fjar- lægð landsins, sem firrt hefur sam veru og hina nákomnari rænt vin- áttunnar. Minningin tekur til hins kyrrláta, sem verpist ekki framar í lifandi verunni, og blær hins hæga og hlýja umlykur myndina. En þegar staldrað er við, líka auðfundið, að hluti af manninum sjálfum, sem ígrundar aðfall dauð ans, hefur tekið breytingu. Bernskumótið er bundið umhverf- inu. Hið næsta samfélag hefur hrært það til þeirrar gerðar, sem búið er að alla ævi, hvert sem leiðin liggur. Og því er það endur skin gömlu áranna í ljósi einstakra manna, sem lýsir hina ýmsu þætti í kyrrstæðri birtu þeirrar vitund- ar, að enn er góðvinur genginn hjá vegi þessarar aldar. Ferð hans öll, og áhrif persónu hans hvergi fundin framar í nýrri veru nýrra daga, en svo vel í minningunni og þeirr sýn til baka, sem liér er er harla góð. Ferdinand Kristjánsson bóndi í Spónsgerði í Möðruvallasókn lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri hinn 18. apríl s.l., 79 ára að aldri, en síðustu árin lifði hann við mikil veikindi, og þunga kvöl loka-misserin. — Hann hafði mælt svo fyrir, að eftir sig yrði engin ræða gerð, enda væri þar lítið að segja. Svo hógvært var hjarta þessa hreinlynda og góða drengs. Hann leið aldrei önn fyrir hégóma samfélagsins. Hið félagslega mat hans vár yfirvegað til jákvæðrar hlédrægni í greindri tengslum við dagleg störf heimá fyrir. Og hann tók urtdir við hið fomkveðna: „Hollt es heima hvat“. Þegar ég hugsaði heim á fornar slóðir á útfarardegi hans, hinn 24. apríl, komu skýrast fram í liugann myndir hins hógværa og hljóðláta í landinu. Og í fjarlægðinni mátti greina heiðríkju yfir þeirri fylgd, sem gekk að moldunum suður í garð til að veita hinztu þjónust- una við sáning hins dauðlega. En sérstæð og eftirbreytniverð jarð- nesk ævi var öll. Og víst var þar ekki lítið í efni, því að sagan er fjölbrigðarík með hverjum einum og þeim nákomnustu, þótt heimur inn þekki hana ekki og reki ekki sporin. Hér var aldrei sózt eftir hinum s.n. mannvirðingum. Upp- talning stjórna og nefnda er lield- ur ekki einhlít, því að hún segir endranær aðeins hálfa sögu, en sleppir þætti átaka og bræðra- hnekkis, sem hún byggir þó oftast á. Bn vitundin um hinn sannferð- uga og réttláta er efni til fegurri sögu og göfugra fordæmis. Hug- leiðing þeirra eðlisþátta er heill- andi ræðuefni — og því meir, sem manninum sjálfum var lítillátari hugurinn. Hér er þó ekki vett- vangur slíkrar kveðju. En tilgang- urinn sá, að geta góðs vinar og þakka sviphrein kynni og friðsælt nágrenni. Ferdinand fæddist á Meyjarhóli á Svalbarðsströnd 10. febrúar 1892. Móðir hans var Friðrika Guð mundsdóttir Guðmundssonar, bónda á Ljótsstöðum Sigurðssonar bónda á Hróastöðum Árnasonar og Helgu Eirí'ksdóttur Oddssonar, en sá Oddur var Oddsson og bjó á Steinkirkju. Faðir Ferdinands, Kristján Guðmundsson, var seinni maður Friðriku, og áttust þau 2. október 1886. Guðmundur bjó á GrýtU i Höfðahverfi Jóhannsson, bóndá í Grenivík Árnasonar, en móðlf Guðmundar var Anna Ás- mundsóótlir, bónda á Gautsstöð- um á Svalbarðsströnd Pálssonar. Fyrri maður Friðriku var Tryggvi Kristjánsson frá Veigastöðum, en son þeirra, Kiistján Gúðni, sem síðast bjó í Viðarholti í Glerár- hverfi. Friðrika og Kristján bjuggu á Meyjarhóli og voru börn þeirra þrjú: Bernólína, Tryggvi og Ferd- inand. 1903 deyr Kristján og bjó Friðrika áfram með börnum sín- um á Meyjarlióli til 1910. Þá gift- ist Trygft'i og tók við búinu, en Friðrika og Ferdinand fara að Sigluvík til Bernólínu, sem þá var gift þar. Mörg næstu árin var Ferdinand sjómaður, m.a. mat- sveinn og fórst það vel úr hendi. En hinn 29. maí 1925 gekk hann að eiga Jennýju Ásgeirsdóttur á Gautsstöðum, Stefánssonar, og hófu þau það vor búskap á hluta jarðarinnar í sambýli við foreldra Jennýjar. Þar fæddust báðar dætur þeirra hjóna, Ásta, nú húsfreyja í Spóns- gerði og Hrefna, húsmóðir á Ak- ureyri. Ferdinand var hljómlistarunn- andi og hafði næmt eyra, sem kallað er. Lék liann vel á orgel og stýrði kirkjusöng á Svalbarði um allmörg ár með prýði og hélt við sönglífi í sveit sinni. Sjálfur söng hann bassa, en rödd hans var sjaldgæflega djúp og sterk. Á Svalbaðrsströnd var hann og virk- ur ungmennafélagi, lék á harmón- iku á samkomum og færði upp sjónleiki. Þótti hann komast vel frá þessu öllu, enda bæði listrænn og vandvirkur að eðlisfari. Fyrir mörgum árum áttum við faðir minn leið um Svalbai;ns- strönd með síra Sveinbirni Högfta- syni, hinum kunna kirkjuhofð- ingja og alþingismanni. Hann þjón aði Svalbarðssókn 1926—1927. Minntist liann margs frá þó)m tíma og spurði sérstaklega Úm Ferdinand og Jennýjii, sem þární vissi að flutzt hofðii í Möðruýallá- sókn. Fátækt váí mikil á þeim ár-, Framhald á bls. 2ðJ «! ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.