Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Qupperneq 18
ist að á iítaufarhöfn og er nú ný-
lega látin.
Snæfríður giftist Jónasi Bene-
diktssyni í Höfn á Húsavík, en
Höfn var þá næsta hús við Straum-
nes. Heimili þeirra Snæfríðar og
Jónasar var á neðri hæðinni í
Höfn, en uppi bjuggu foreldrar
Jónasar ásamt Kristjáni bróður
hans og Petrínu konu hans, sem
var systir Snæfríðar. í gamla
Straumnesi, sem nú hefur verið
stækkað og endurbætt, á nú
athvarf Jakobína, móðir Snæfríð-
ar, sem verið hefur ekkja í all-
mörg ár, en þar býr Huld, yngsta
dóttir hennar ásamt sinni fjöl-
skyldu ekki allfjarri úti 1 Höfðan-
um. Þessar 4 systur, sem settust
að á Húsavík, hurfu því aldrei
langt frá gamla Straumnesi.
Þau Snæfríður og Jónas eignuð-
ust einn son, Grétar, sem nú er
19 ára og stundar nám í bifvéla-
virkjun.
Ung að árum veiktist Snæfríð-
ur af berklum og dvaldist um
tíma á Kristneshæli. Hún náði sér
þó vel og gat hugsað um heimili
sitt, eiginmann og son og var auk
þess allra kvenna fúsust og fljót-
ust að hjálpa, þar sem hún vissi
hjálpar þörf. Á seinni árum var
hún hrjáð af ýmsum kvillum og
gekk undir nokkrar læknisaðgerð-
ir bæði í Reykjavík og Akureyri.
Fundum ökkar Snæfríðar bar
ekki oft saman á fullorðinsárum,
en ótaldar eru þær stundir, sem
við lékum okkur í hópi annarra
krakka á „Bakkanum“, svo sem
„hóuleikjum" við Dvergastein á
hlýjum haustkvöldum eða við
renndum okkur niður „Bakkann“
í snjódyngjum á vetrum ellegar
renndum okkur fótskriðu á svell-
um úti á Höfðatúni, þótt enga ætt-
um við skautana.
Hressileg glaðværð var rík-
ur þáttur í skapgerð Snæfríðar.
Lengi er í minnum haft, hvað við
skemmtum okkur innilega vel,
gömlu fermingarsysturnar, þegar
við hittumst í 25 ára afmæli Helgu
í Bræðraborg, en kvöldinu
lauk með gönguferð í ágústhúm-
inu út á Hafnargarð, þar sem við
sungum eitthvert, fallegt, róman-
íízkt lag og horfðum á Húsavík-
urfjallið spegla sig í lygnri Vík-
inni.
Ég sá Snæfríði í síðasta sinn í
október í fyrra. Hún var þá hé? á
Landsspítalamim og hafði nýlega
gengizt undir mikla brjóstholaað-
gerð. En hjá henni var hvorki víl
né vol, við vorum ekki lengi að
finna gamla tóninn frá æskudög-
unum og spjölluðum og hlógum
þessa stuttu stund, og höfðum báð-
ar gaman af endurfundunum, viss
um ekki, að þarna sáumst við í síð-
asta sinn. Á eftir furðaði ég mig
á því, að aðeins var liðinn hálfur
mánuður frá því, að þessi mikla
aðgerð hafði verið gerð.
En eftir þetta bar Snæfríður
ekki sitt barr. Brátt varð hún að
leggjast á Sjúkrahús Húsavíkur og
átti þaðan ekki afturkvæmt. Öll-
um ber saman um, að hún hafi
sýnt mikla hetjulund og frábært
æðruleysi til hinztu stundar.
Snæfríði bið ég blessunar á nýj-
um leiðum og sendi eiginmanni,
syni, móður, tengdaföður og systr-
um hennar, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Anna María Þórisdóttir.
HELGI STEFÁNSSON
F. 1.7. 1889.
D. 27.4.1971.
„Hví er hljóðnuð þíða raustin,
hún, sem fegurstu kvæðin kvað?
Hví er söngurinn þagnaður?”
Jafnvel þótt svör við ofanrituð-
um spurningum verði aldrei önn-
ur en þau, að hrörnun og dauði
sé gangur alls lífs, vakna þær
samt í huga mínum nú, þegar
Helgi Stefánsson, bóndi á Þóru-
stöðum er liorfinn sjónum samtíð-
arinnar yfir móðuna miklu. Óefað
hefur mörgum þeim, sem kynnt-
ust Helga ungum, fundizt liann
ekki hafa lent á sinni réttu hillu
í lífinu, með því lífsstarfi, sem
hann valdi sér. Hann hefði betur
verið kominn í sönghöllum hins
stóra heims. Þar hefði hin undra-
verða söngrödd hans og aðrir
tónlistarhæfileikar notið sín bet-
ur en við búsumstang hér uppi á
íslandi. Þessi vegur stóð lion-
um líka opinn, þegar erlendur mað
ur, sem kynntist honum um tví-
tugsaldur, bauð honum aðstoð sína
til söngnáms. En á þeim árum,
mun varla hafa þótt árennilegt
fyrir ungan sveitapilt að leggjá út
í slíkt ævintýri, enda fáir eggjað
hann til farar. En við tónlistina
sleit hann þó aldrei öll bönd.
Allt til þess að sjón hans bilaði, og
hann þar með dæmdist úr leik,
varði hann flestum sínum stopulu
tómstundum í samlífi við hana og
ótaldar munu þær ánægjustundir,
sem hann veitti samferðamönnum
sínum með þeim árangri, sem
hann náði á þeim vettvangi. Ég
er einn þeirra mörgu, sem fyrir
hans tilverknað lærði að meta þá
dýru gjöf, sem tónlistin ein er fær
um að veita og fyrir það er ég
honum ætíð þakklátur.
Við Eyfirðingar megum því vera
honum þakklátir fyrir að hann
skyldi ekki leggja út á þá braut,
sem hygur hans og hæfileikar
stóðu til, en þess í stað velja sér
lífsstarf ókkar á meðal og við
þannig fengið að hafa hann og
njóta snilli hans meðan ævidagur
entist. En enda þótt, eins og fyrr
segir, að Helga hafi kannski hæft
18
ÍSLENDINGAÞÆTTIR