Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Síða 20
Þorgeir Már Ottósson
Fæddur 4. september 1955.
Dáinn 19. maí 1971.
Þa'ð var í júnímánuði árið 1960.
Jörðin var orðin algræn. Það var
blæjalogn og sólin hellti geislum
sínum yfir láð og lög. Hrútafjörð-
urinn var spegilsléttur. Það var á
slíkum degi, að fólksbíll ók heim
afleggjarann að Kjörseyri og stað-
næmdist við íbúðarhúsið að Kjörs-
eyri I. Út úr bílnum steig ásamt
föður sínum fjögurra ára dreng
hnokki, bláeygur, Þóshærður og
hvatlegur á svip. Þessi ungi dreng
ur var að koma í sumardvöl til
þeirra systkina Sigríðar og Péturs,
er þar bjuggu þá. Þetta var hans
fyrsta sumardvöl, en ekki sú síð-
asta, því hann dvaldi hjá þeim
systkinum i níu sumur samfellt
eða þar til að Pétur lézt og Sigríð-
ur brá búi. Hann liélt samt tryggð
við Kjörseyrar heimilið og var tvö
síðustu sumrin á Kjörseyri II hjá
Georg Jónssyni, en í skjóli Sigríð-
ar Halldórsdóttur.
Þau systkin Sigríður og Pétur
tóku miklu ástfóstri við þennan
dreng, er svo ungur kom til
þeirra, og sýndu honum hina
mestu alúð og umhyggju eins og
þau ættu hann sjálf og létu sér
mjög annt um gengi hans í hví-
vetna. Það virðist eins og sólar-
geisli kæmi inn í líf þeirra syst-
kina við komu þessa drengs á
heimilið. Mér virðist sem þyngdi
yfir þeim á hverju hausti, er hann
hvarf á braut til foreldra og syst-
kina, en með vorinu aftur á móti
Ijómaði af svip þeirra, er hann var
væntanlegur til sumardvalar.
Hann var þeim systkinum eftirlát-
ur og bar djúpar og heitar til-
finningar til þeirra, mat að verð-
ieikum allt það, er þau höfðu
fyrir hann gert.
Snemma kom 1 Ijós, að Þorgeir
var óvenjulega harðger og kjark-
mikill og minnist ég margra at-
Vika frá æskuárum hans, er sönn-
uðu mér, að hann hafði fengið
þessa eigitrieika í vöggugjöf í rík-
um mæli. Þegar honum óx fisk-
ur um hrygg, kom í ljós að hann
var bráðduglegur, laginn, traustur
í starfi og tillitssamur við þá, sem
með honum unnu, hvort sem um
fullorðna eða börn var að ræða.
Ég, sem þessar línur rita, fylgd-
ist ekki með námsárangri hans í
skóla, en ég ræddi oft við hann
og það leyndl sér ekki, að hann
var greindur og bjó yfir meiri
þekkingu en maður átti von á hjá
jafn ungum manni. Ekki vil ég
kveða á um það, hvert hugur hans
hefði helzt stefnt. Hann var of ung
ur og ómótaður til þess að
ákveða framtíðaráform. Aðal-
áhugamál hans voru íþróttirnar,
sem hann stundaði af kappi með-
an heilsan leyfði, og ég veit ekki
annað en hann hafi þótt liðtækur
í þeim.
Lífssaga fimmtán ára unglings
getur aldrei verið viðburðarík, þar
sem allt lífið er framundan, og öil
þau afrek, sem unglinginn dreym-
ir um, óunnin.
Glaður og reifur settist hann í
Reykjaskóla á síðastliðnu hausti
til þess að afla sér frekari mennt-
unar og þúa sig betur undlr líf-
ið. Brautin framundan virtist
bein og greið. En þá dundi ógæf-
an yfir, þung sjúkrahúslega fór í
hönd ásamt kvalafullum aðgerð-
um, sem báru þó ekki árangur
nema skamma hríð. Ég hef oft
dáðst að kjarki lians, en þó aldrei
meir en í veikindunum. Þá sýndi
hann gleggst yfir hve fádæma
miklu sálarþreki hann bjó.
Við, sem eftir lifum, eigum erf-
itt með að sætta okkur við það,
að hann, sem átti lífið allt framund-
an, skyldi vera svo skyndilega
burt kallaður. En það er svo
margt í sambandi við lífið og dauð
ann, sem við skiljum ekki. Sár
söknuður fyllir huga foreldra
hans, systkina, Sigríðar á Kjörs-
eyri og fjölda annarra aðstand-
enda, er svo mikið mafa misst. Ég
finn sárt til með þeim öllum og
votta þeim mína dýpstu samúð.
Hjartans kveðjur eru Þorgeiri
fluttar frá öllu fólkinu á Kjörs-
eyri og ekki sízt frá litlu börn-
unum, er hann umgekkst með ljúf-
mennsku og skilningi
Ungi vinur. Það var vor í lofti,
þegar þú steigst þín fyrstu spor á
Kjörseyri. Það er vor í lofti og
jörðin er að klæðast grænum
skrúða, er þú ert kallaður til
starfa í öðrum heimi. Á strönd
fyrirheitna landsins munt þú.
standa bjartur yfirlitum og svip-
hreinn og fagna þeim, sem á eftir
koma.
Jón Kristjánsson.
f
Mangt er það, sem með þér
burtu fer.
Ég mun þér aldrei,
N kæni vinur gleyma.
Fyrir liðin ár ég þakka þér.
Þú varst lítill drengur
hjá mér heima.
Það er svo oft, er sólin
skærast skin, ]
að skuggar dimmiir falla
á götu þína.
20
ÍSLENDINGAÞÆTTIR