Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Side 24

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Side 24
OKunnum par er illt að rata. Leikur voru LáruK leiðir þessar. Óhöpp á sænum hann aldrei hentu, heila alla til hafna flutti. Hraust var sú hönd, er hélt um völinn, aldvalds-máttur hann ætíð studdi. Aldrei var Lárus um þig talað annað en gott því góður varstu Hógvær, stilltur og hreinluniaður, traustur og tryggur með tállaust hjarta. Ættjörð þinni og æskuslóðum unnir þú heitt til æviloka. Hólmurinn fagri nú hnípinn stendur, harmur þar ríkir í hjörtum manna. Börn þín og brúði, bles9i drottinn, styrk þeim gefi í ströngum hörmum. Leiði hann þau á lífsins vegum allt til þeirra endadægra. Löng þó ei urðu okkar kynni, öll með ágætum ætíð voru. Mannkosti þína ég meta kunni, dreneskap þinn og dáðir stórar. Vammlausi vinur ég veit þú lifir, hulinn þó sértu sjónum vorum. Öðrum Baldri um eilífs-sæinn siglir þú nú móti sólarljóma. Pragl Jónsson f> -á Hoftúnum. t HALLDÚRA ODDSDÚTTIR Laugardaginn 10. júlí s.l. and- aðist að heimili sínu, Hjallanesi í Landmannahreppi, Halldóra Odds- dóttir fyrrum húsfreyja. Hún fæddist í Lunansholti í sömu sveit, 29. janúar 1891. Foreldrar hennar voru merkishjónin Oddur Jónsson og Ingiríður Árnadóttir. í ættartölu Odds Jónssonar í Lun- ansholti, rekur Vilhjálmur Ólafs- son frá Hvammi, ætt Odds alla leið til Auðar djúpúðgu, og er þar margt merkra manna á þeirri leið. Halldóra ólst upp hjá foreldrum sínum í Lunansholti. Ekki mun hún hafa notið mikillar menntun- ar. Það var ekki siður á þeim ár- um. Hins vegar mun Halldóra hafa haft áhuga og góðar gáfur og komst þar ótrúlega langt í sjálfs- námi bæði til munns og handa. Þá má til dæmis nefna það, að hún var mikil hannyrðakona og á orgel spilaði hún. Hélt hún því við og tók í það fram til hins síðasta. Árið 1923 giftist hún Páli Jóns- syni frá Holtsmúla. Páll var Skaft- fellingur í báðar ættir. í föður- ætt frá Gísla á Geirlandi, en móð- urættin frá Alexander í Skál. Páll var mætur maður og prúðmenni hið mesta. Fljótlega munu þau hafa flutzt að Hjallanesi og bjuggu þar allan sinn búskap. 6 börn eignuðust þau, 3 dætur og 3 syni. Oddrúnu gifta Sigurði Ágústssyni, flugvirkja, Elsu Dórótheu, gifta Magnúsi Kjart anssyni bónda í Hjallanesi, Ing- ólf, trésmíðameistara kvæntan Jón Inu Salnýju Stefánsdóttun, Her- mann, hefilsstjóra á Hellu, Fjólu, gifta Kristni Jónssyni, raflagna- meistara og Odd Ármann, flugvél- stjóra, kvæntan Gróu Engilberts- dóttur. Auk þess ólu þau upp dótt- urson sinn, Pálmar Kristinsson, kennara, kvæntan Hallfríði Frí- mannsdóttur, sem hún dáði sízt minna heldur en sín eigin börn. Eflaust munu þau hjón hafa þurft að leggja hart að sér og vinna mikið, eins og fleiri á þeim árum. Þá voru ©kki komnar vél- ar til að létta störfin eins og nú. Halldóra var mikill verkmaður og mun henni hafa verið jafntamt að taka orfið sem hrífuna. Þegar ég fluttist að Hjallanesi í nábýli við þetta ágæta fólk, voru börn þeirra að mestu uppkomin. Gat þá Halldóra farið að gefa sig meira að sínum hugðarefnum, nefnilega hannyrðum og sást þá margt fallegt stykkið í höndum hennar, og var hún hraðvirk við það eins og annað sem hún lagði hönd á. Mann sinn missti Halldóra árið 1951 og hætti þá búskap stuttu síð- ar, en dvaldist áfram hjá dóttur sinni Elsu og manni hennar, Magn- úsi Kjartanssyni og undi hag sín- um vel. Börnum sínum var hún góð móðir og unni þeim heitt, enda voru börn hennar öll vel gef- in og myndarfólk og vildu allt fyr- Sr hana gera, enda þótt mest reyndi á Elsu, dóttur hennar, sem hún dvaldist hjá, að annast hana síðustu æviárin. Enda veit ég, að það var hennar heitasta ósk að fá 24 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.