Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Page 31

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Page 31
ÁTTRÆÐUR: JÓN ÞORVARÐSSON ÁttræSisafmæli eiga 3ja ágúst tvíburabræ'ðurnir Ingvar Múrara meistari nú að Hrafnistu og Jón, fyrrverandi bóndi, Þorvarðssyn- ir. Fæddust þeir í Mið-Meðalholt- um í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa. Foreldrar þeirra voru hjónin Vig- dís Magnúsdóttir og Þorvarður Jóns son búendur þar. Voru bræðumir svo líkir að móðir þeirra sagðist hafa þurft að merkja þá til að þekkja þá í sundur. Þegar Jón var 9 vikna gamall fór hann í fóstur til móðurafa síns, Magnúsar bónda að Laugar- vatni og ólst þar upp, og svo eftir að Böðvar Magnússon tók við búi þar, var hann þar áfram. Hann gekk, eins og títt var þá, að allri algengri vinnu til sjós og sveita, en mest vann hann í vegavinnu og varð brátt verkstjóri. 14. janúar 1919 gekk hann að eiga unnustu sína Vigdísi Helga- dóttur, en vorið áður hófu þau búskap í hellimum á Laugarvatns- völlum eða í Reyðarmúla, eins og þau kölluðu býli sitt þar. Frásögnin um dvöl Jóns og Vigdísar þar og kjark þeirra og dugnað er lands- kunn. Þau hjónin eignuðust 7 böm, sem öll eru á lífi, 4 dætur og 3 synir, allt manndóms- og myndar- fólk. Jón er prýðilega greindur, skrif- ar fallega rithönd, spilar á orgel og gerir margt, sem ekki er venju- legt svona hjá öllum þorra manna, Ekki mun þó skólaganga mikil en hann er víðlesinn og fróður vel og sjálfmenntun hefir honum orðið notadrjúg. Ungmennafélagshreyf ingin um ræktun lands og lýðs, um að rækta það bezta í manns- sálinni, tók hug unga fólksins á unglingsárum Jóns. Unga fólkið á Laugarvatni var þar með af lífi og sál. Jón hefur alla tíð verið ung- mennafélagi að hugsjón. Sem verkstjóri í vegavinnu þótti Jón ágætur. Eitt sinn er Geir heit- inn vegamálastjóri var á ferð tók hann eftir hve vel og haglega veg- kantar voru gerðir hjá Jóni. Fékk hann Jón þá til þess að fara til annara verkstjóra, sem voru við vegalagnir annars staðar og kenna þeim aðferð sína. Þegar ég fluttist frá Nesjavöll- um að Mið-Meðalholtum vorið 1930 bjó Jón þar ásamt foreldrum sínum og flutti hann og fjölskylda hans að Ragnheiðarstöðum og bjuggu þar nökkur ár, en foreldr- ar hans út á Stokkseyri. Gömlu hjónin voru til húsa hjá mér 6 vikur um vorið áður en þau fluttu. Þorvarður var glaður og fróður og sagði skammtilega frá. Börn- in hændust mikið að honum og kölluðu hann afa, hann var barn- góður og hlýr. Vigdís hörku- greind, ráðholl og notaleg. Hún varð 103 ára gömul og eftir að hún varð 100 ára skrifaði hún skemmtileg bréf og vann fallega handavinnu. Jón fluttist til Reykjavíkur vor- ið 1958. Fékk hann þar fljótlega störf, sem hann naut sín við, en það var skógrækt. Hann hefur unnið bæði hjá Hermanni Jónas- syni fyrrum ráðherra, sem er þekktur fyrir skógræktarstörf sín, og hjá Skógrækt ríkisins, en þar er hann með ungu fólki, sem hann hefur mætur á og því þykir vænt um hann og metur hann. Sjálfur á hann sumarbústað skammt frá Hólmi og þar ver hann öllum frí- stundum sínum við ræktun. Er þar mjög fallegur lundur, sem að öllu er hans verk. Mun hann dvelja þar á afmælisdaginn. Vigdís kona Jóns vinnur fyrir aldraða fólkið í borginni, hjálpar því og greiðir fyrir því á allan hátt. Skálninigsrík og hlý. Þau una hag sínnm vel. Stundum skrepp ég upp á Kárastíg 11, helm til þeirra, og er þá oft glatt á hjalla og rifjaðar upp skemmtilegar gamlar minningar úr sveitinni. Við erum létt í lund er við kveðj- umst og finnst már þetta hress- andi heilsubótarganga sem ég heiti að endurtaka sem fyrst. Nú er Jón áttræður og kona hans á áttræðisaldri. Ég hef sagt Jónd að hann yrði ekki yngri en móðir hans, ég trúi þessu sjálf en Jón hlær að mér. En hvort sem hann verður 100 ára eða ekki, óska ég honum og konu hans að elliárin verði björt og hlý. Gtsðlaug Narfadóttir. ÓLAFUR . . . Framhald af bls. 32. nágrannar mínir allt fra bernsku- árum mínum. Það leiðir því að lík- um, að ég hef kynnzt þeim allnáið og átt við þau margs konar sam- skipti á undanförnum áratugum. Nú þegar ég lít til baka og rifja upp samskipti okkar, finnst mér ég hafi alltaf verið þiggjandinn. Á þessum tímamótum í ævi þeirra Hlaðhamarshjóna, vil ég nota þetta tækifæri til þess að færa þeim og börnum þeirra mínar innilegustu þakkir fyrir framúrskarandi gott nágrenni allt fra fyrstu tíð. Einn- ig er mér vel kunnugt um það, hvað foreldrar mínir mátu þetta heimili mikils og töldu sig eiga þar vinum að mæta. Mér finnst, að þau Ólafur og Jóna geti á þessum tímamótum í ævi þeirra beggja litið yfir farinn veg með nokkru stolti. Ég hef að framan drepið stuttlega á það helzta, er þau hafa lagt hönd að, og það hefur komið í ljós, að þau hafa lagt alla sína orku í að fegra og bæta heimili sitt, koma börnum sínum til manns og sinna fram- faramálum sveitar sinnar. Ef til vill er starfi þeirra bezt lýst með þessum ljóðlínum þjóðskáldsins: Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið. Boðorðið hvar sem að þér 1 fylking standið. Hvernig, sem stríðið þá og þá er blandið. Það er að elska byggja og treysta á landið. Jón Kristjánsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 31

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.