Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 11
Björn Fr. Björnsson tannlœknir Fimmtudaginn 27. jan. s.l. lézt í Kaupmannahöfn Björn Brynjúlfs- son Björnsson, tannlæknir. Björn fæddist 14. ágúst 1910 í Reykjavík og voru foreldrar hans Brynjúlfur Björnsson, tannlæknir og kona hans, Anna Guðbrandsd.. Hann lauik stúdentsprófi 1929 og tannlæknaprófi frá Tannlækna- skóla Kaupmannahafnar 1935. Framhaldsnám stundaði hann m.a. í Berlín og Vínarborg 1936 og á Mayo Clinic í Bandaríkjunum 1946. Auk þess fór hann margar styttri námsferðir. Hann var mjög vel menntaður tannlæknir og mikils metinn, jafnt af starfsbræðrum sín um, sem sjúklingum, enda ætíð mjög áhugasamur um að fylgjast með nýjungum á sínu starfssviði og ekki sízt, að því er skurðlækn- ingar í munni varðaði, þar sem hann náði mjög góðum árangri. Að félagsmálum starfaði Björn af miklum áhuga og var m.a. for- maður Tannlæknafélags íslands frá 1949—1956. Hefur án efa ver- ið Iétt að hrífast af áhuga föður- ins, Brynjúlfs Björnssonar, sem var mikill hugsjónamaður og fyrsti tannlæknirinn hér á landi, er lauk prófi frá tannlæknaskóla. Beitti hann sér m.a. fyrir stofnun Tann- læknafélags íslands og var for- maður þess um langt skeið. Yfir Birni var ætíð mikil reisn og virðuleiki, enda ávann hann sér traust allra, sem honum kynnt- ust. Hann var sérstaklega alúðleg- ur og hjálplegur vit5 yngri starfs- bræður sína og leituðu þeir því oft til hans, ef um erfið viðfangs- efni var að ræða. Mestan starfstíma sinn starfaði Björn hér í borg, en vann þó síð- ustu árin að tannlækningum í Kaupmannahöfn ásamt konu sinni, Ellen Yde, sem einnig er tann- læknir. Þrátt fyrir tímafrek störf á tann læknastofu sinni og að félagsmál- um tannlækna. helgaði hann flug- málum og skíðaíþróttinni mikið af frístundum sínum, enda virt- ist honum falla bezt að hafa ætíð mörg verkefni við að glima. Fyrir hönd starfsfélaganna í Tannlæknafélagi íslands þakka ég honum hans miklu og fórnfúsu störf í þágu félagsins og sendi frú Ellen og öðrum ættingjum hans innilegustu samúðarkveðjur. Magnús R. Gíslason. Garðar Björn Pálsson frá Garði í Fnjóskadal F. 4. jliní 1899. D. 13. ágúst 1971. Nú dregur blæju dökkva um Garo og daggarslæöu um mó og grund. Nú gjörist hljótt um Gönguskarö og grösin drjúpa á kveöjustund. En vangur geymir vinarspor og varpar kveðju til þin hlýtt. auðugt var þitt ævivor — hver auðnugjafi sumar nýtt. Þú heima i Garði græddir svörð og gafst, sem trUum syni bar. Þú ræktaðir þar reit og hjörð og reynsluþáttur ofinn var. En örlögin fá ýmsu breytt, og annað varð þitt hinzta vé, ein heiði og lyngás litaskreytt, sem léztu hjarta þitt i té. Þú unnir þeim til efsta dags og alltaf varstu gestur þar, sem gnýr og hraði leita lags að láta kveikinn verða skar. 1 frænda góðum fann ég vin, þar féll ei nokkur skuggi á, Við minninganna milda skin, vist marga þræði rekja má. Nú faðmar jörðin fallinn hlyn, og friöur gefst, sem læknar sár. Guðs kærleikshönd það kveikir skin, sem kyssir rós og þerrar tár. Jdrunn ólafsdóttir frá i Sörlastööum. íslendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.