Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 4
Guðmundur Guðmundsson Múlakoti Oröið bóndi var allt til hinztu stundar i huga og vitund Guðmundar i Múla- koti tákn virðingar og manndóms. En hann varð bráðkvaddur að heimili sinu aðfaranótthins9. þ.m., 71 árs að aldri. Við fráfall Guðmundar er horfinn af sviðinu einn snyrtilegasti og jafnframt einn bezti búhöldur Fljótshllðarhrepps á siðari árum: maður grandvar og hógvær, óáleitinn við aðra, traustur og drengilegur i viðskiptum, glaöur og reifur á að hitta, og þvi skemmtilegur i jamræðum. Guðmundur Guðmundsson fæddist að Múlakoti 28. júni áriö 1900, og var þvi kominn hátt á sjötugasta og annað aldursár, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jónsson frá Eyvindarmúla og kona hans Þórunn Ólafsdóttir, Múlakoti, bæði fædd og upprunnin úr Fljótshliðinni, og kann ég ekki að rekja ættir þeirra. Guðmundur Jónsson dó á bezta aldri frá konu og fjórum börnum. Hefur það vafalaust verið hinni ungu konu og börnum þeirra mikið áfall. Þórunn giftist svo aftur ArnaEinarssyni frá Stóru-Mörk. Arni var mikill persónu- leiki og i öllu hinn mesti sóma og drengskaparmaöur. Þau Þórunn og Arni bjuggu i Múlakoti alla sina bú- skapartið, en þeim varð ekki barna auöiö. Guðmundur mat og virti Arna stjúpföður sinn mikils og leit á hann sem föður. Með móður sinni og stjúpföður, ásamt systkinum sinum, ólst hann upp og starfaði að búi þeirra, þar til hann sjálfur, i janúar 1926, kvæntist Guð- rúnu Halldóru Nikulásdóttur frá Kirk- julæk, og þá um vorið byrjuðu þau bú- skap á Ámundakoti, nú Smáratún, og bjuggu þar myndarbúi þar til þau fluttust búferlum aö Múlakoti vorið 1942. Þar hafa þau búið siðan meö rausn og við vinsældir sveitunga og annarra.erhafasótt þauheim. En fáir staðir á landi hér munu vera eins fjöl- sóttir, og Múlakotsbærinn, og ber þar margt til. Óvíða er jafnfagurt og þar, og þar hefur mannshöndin prýtt stað- inn með byggingum og ræktun á alla lund. Er óþarft aðlýsa þeim stað, hann er svo þekktur af þorra landsmanna, og þótt út fyrir landsteina sé farið. Þótt Guömundur væri jafnan glaður og reifur á að hitta og léttur i tali, þá var hann alvörumaður og raunsær i hugsun, að hann sá venjulega fram úr erfiðleikum á bjartan og skemmtileg- an hátt. Það er litið dæmi, að þegar ¦&&gfa ./ Heklugosið dundi yfir og og vikurregn- ið buldi á húsþökum og túnið i Múla- koti fór i kaf, sagði hann í simtali við kunningja sinn þessi orð: Þegar þessum ósköpum linnir, set ég ýtuna á traktorinn og reyni að ýta af túninu niður fyrir bakkann. Svona var kjarkur hans og úrræða- semi. Og konan, hún var heldur ekki að vila. Þegar á reyndi stóð hún við hlið hans eins og bjarg, sem ekkert getur bifað, og það fann hann og mat. Þau voru eitt i þess orðs bezta skiln- ingi. Guðmundur og Halldóra eignuðust fimm börn. Fyrsta barniö, dóttur, misstu bau nvfædda, hin eru talin eftir aldri: Nikulás bilstjóri hjá Kaupfélagi Rangæinga, búsettur á Hvolsvelli, kvæntur Sigrúnu Jóhannesdóttur frá Teigi. Árni flugmaður, ókvæntur heima i Múlakoti. Ingibjörg húsfrú, búsett á Selfossi, gift Sigurði S. Sigurðssyni verzlunarmanni hjá kaupf. Höfn. öll eru þau systkin greindar- og manndómsfólk. Auk bústarfa gegndi Guðmundur ýmsum trúðararstörfum. Hann var lengi eftirlitsmaður Nautgripafélags Fljótshliðarhrepps og sinnti þvi starfi af aliið. Einnig var hann virðingar- maður húsa og fleira. öllum þótti gott að vinna með Guð- mundi sökum glöggskyggni hans og úrræðasemi. Guðmundur var orðinn slitinn og heilsan farin að bila. Hann hafði þurft að reyna þung veikindi, og það er flestum ofviða að byggja upp tvær jarðir á 46 árum. Hann tók Amundakotið i niðurniðslu og byggði það upp af myndarskap, og hann tók við MUlakotinu komnu að falli og skildi yið þaö uppbyggt á nútima visu. Sliku Grettistaki sem hér um ræöir, lyfta ekki nema afburðamenn og dugnaði. Jarðneskar likamsleifar hans voru lagðar til hinztu hvilu i kirkjugarðin- um á Hliðarenda. Frá klukkum kirkj- unnar barst hinzta kveðja yfir feg- urstu byggð Rangárþings, Fljótshlið- ina, sveitina, þar sem hann, sem kvaddur er, óx og starfaði allt sitt lif. Vinir og vandamenn geyma og blessa minningu hans um ókomin ár. Lárus Ag. Glslason Fæddur 8. jiíni 1900. Dáinn 9. febr. 1972. Kveðja frá KristjániGislasyni: Aldrei hverfa Ur muna mér, Mummi, okkar kynni, þvi beztur vinur varstu hér vist á lifsbrautinni. Hamingjuna hef ég gist- hana réð ég fanga, er mér bauðstu, bóndi, fyrst i bæinn þinn að ganga. Ég munaðar- og móðurlaus mann að átti fáa, en ykkar hjóna hugur kaus að hressa drenginn smáa. Ekki burtu aftur fór úr ykkar heima ranni, fyrr en ég var orðinn stór og að hraustum manni. Lifsins skilja leiðir hér, mig langar i fáum orðum islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.