Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 17
Einar Gunnar Einarsson Einar Gunnar lézt skyndilega og óvænt aðfaranótt mánudagsins 7. febrúar s.l., fyrstur okkar glöðu bekk- jarsystkina, sem luku stúdentsprófi á 100 ára afmæli Menntaskólans i Reyk- javik 17. júni 1946. Hann fæddist i Reykjavik 10. júni 1926, sonur þeirra sæmdarhjónanna, sem bæði eru nú látin, þeirra Einars B. Kristjánssonar byggingarmeistara, en móðir hans var Guðrún Guðlaugsdótt- ir, systir Jónasar heitins Guðlaugsson- ar skálds og Kristjáns Guðlaugssonar hrl., formanns stjórnar Loftleiða h.f., en hún var mikil baráttukona I félags- málum og jafnframt fyrirmyndar hús- móðir. Var vegarnesti það, sem Einar Gunnar hafði úr foreldrahúsum þvi með ágætum. Kynni okkar Einars Gunnars stóðu næstum alla hina stuttu ævi hans, þvi hæstaréttarlögmaður að við vorum bekkjarbræður frá byrjun barnaskóla, siðan i Mennta-. skólanum i Reykjavik, þá i lögfræði- deild háskólans og svo starfsbræður að námi loknu þar. Lifið i barnaskólanum leið létt við leik og nám, eins og hjá ungum drengjum en þegar i menntaskólann kom jukust kröfurnar, nýir skóla- félagar og vinir bættust við, sem vor- um mikið saman og héldum hópinn alla tið siðan. Stunduðum við námið, eins og við þottumst hafa tima til, en notuðum fritimana við æskuglens og gaman. Var þá oft komið saman á heimili Einars Gunnars að Freyjugötu 37, af þvi að þar var gestrisni mikil og margar vistarverur og ekki amast neitt við okkur strákunum, en einnig þreyttum við bridgespil og aðrar dægrastyttingar á heimilum hvers annars. Olafs, sögu bygginga, skipa, eyðibýla eða ferðaleiðum, bændum og búaliði eða brennisteinsnámi. Allt vissi Ólafur. Hann hafði verið ekill Pike Wards fiskkaupmanns og forngripa- safnara^ orðið sjónarvottur að þvi er Coot, fyrsta togara íslendinga, hlekktist á og strandaði, verið við siðasta prestverk i Krýsuvíkurkirkju, þúið samtimis Einari skáldi Benediktssyni i Herdisarvik. Viða fannst manni ölafur hafa verið þar sem eitthvað frásagnarvert gerðist. Frásagnir Ólafs voru samt alger- lega lausar við mælgi eða karlagrobb. bað sem hann sagði frá voru honum svo eðlilegir hlutir, að enginn ástæða var til að mikla þá eða rausa um þá. Hann hafði hins vegar óblandna ánægju af að minnast þessara horfnu tima og atvika, sem hann sjálfur hafði upplifað og það gladdi hann, ef einhver vildi hlýða á frásagnir hans eða lesa þætti hans á bók. — Þetta kom gleggst I ljós einu sinni að haustlagi, er við fórum saman suður i Herdisarvik, þar sem ólafur hafði búið um tiu ára skeið og ég hygg að hafi verið honum kærari en flestir staðir aðrir. Þar syðra þekkti hann hverja þúfu, kunni sögu af hverju örnefni og minntist samferðamanna sinna þar syðra af miklum hlýhug og virðingu. Er mér næst að ætla, að Ólafur hefði ekki frá Herdisarvik farið svo fljótt sem raun varð á, ef ekki hefðu atvik komið til. Til merkis um grandvarleik Ólafs er það, að þótt hann væri samtimamaður Einars Benediktssonar i Herdisarvik um eins árs skeið vildi hann ekki skrifa minningar sinar um Einar þótt hann segðist hafa verið margoft um það þeðinn. Þó bar engan skugga á samskipti þeirra, en hann sagðist ekki hafa þekkt Einar fyrr en hann var orðinn farinn maður og heimurinn honum að mestu horfinn, og hann kvaðst ekki álít það rétt, að frásögnum af Einari þannig homnum yrði haldið á lofti. Slikt væri engum til sóma. Ég heimsótti Olaf siðast i önd- verðum janúar sl. Þá virtist hann við beztu heilsu eftir atvikum. Við sátum lengi á tali og að lokum þakkaði hann mér fyrir komuna og kvaðst alltaf endurnærast við heimsóknir. ,,,,Ég lifi lengi á þvi að þú komst", sagöi hann og ég hét þvi að láta ekki liða á löngu til ég kæmi næst. En það fór á aðra leið. Okkar samfundir urð'u ekki fleiri. Hann lézt 11. febrúar sl. Þar kvaddi sá maður, sem mér þótt hvað ánægju- legast að kynnast. ÞórMagnússon. Yfir sumartimann unnum við alla algenga vinnu, og sumir þá gjarnan með Einari Gunnari i verkamanna- vinnu við fyrirtæki föður hans, Byggingarfélagið Stoð h.f., sem var umsvifamikið á þeim árum. Einar Gunnar vann þá aftur á móti við smiö- ar sem lærlingur i húsasmiöi, jafn- framt menntaskólanáminu, og lauk prófi I þeirri grein. Var hann mjög duglegur til vinnu, eins og hann átti kyn til, dulur frekar en glaðvær vel I sinum hópi. Einar Gunnar lauk lögfræðiprófi vorið 1952 með 1. einkunn. Varð hann fyrst fulltrúi hjá Guðlaugi bróður sín- um á málflutningsskrifstofu hans frá 1953, og siðan meðeigandi hans til 1960. Stundaði hann svo um tima mál- nutningsstörf á eigin vegum, og gerð- ist siðan fulltrúi hjá sýslumanni og bæjarfógeta á Isafirði fyrir um það bil 7 árum, og var það til dauðadags. Hann varð héraðsdómslögmaður 1953 og hæstaréttarlögmaður 1966. Meðan Einar Gunnar dvaldist á Isa- firði teiknaði hann og byggði sér sumarbústað I Dýrafirði, og naut hann þess mjög að dveljast þar, þegar hann gat, til þess að komast I tengsl við nátturuna pg úr skarkala bæjarlifsins. Einar Gunnar hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og skipaði sér þar i raðir hinna róttæku, og var stundum deilt hart um þau mál i félagahópnum, þv.i að sitt sýndist hverjum, en aldrei urðu þau til neinna vinslita. Einar átti þvi láni að fagna að eign- ast fjögur heilbrigð og falleg börn, en hann var mjög barngóður. Þau eru Kolbrún Una, Einar Gunnar, Ylfa og Hjördis. Hafa þau nú orðið fyrir mikl- um missi við fráfall föður sins, löngu fyrir aldur fram, svo og eiginkona hans Ásdis Kvaran Þorvaldsdóttir, systkini hans og aðrir vandamenn og vinir. Við vinir og skólabræður Einars Gunnars i félagahópnum vottum þeim öllum einlæga samúð okkar, um leið og við kveðjum hann með söknuði með þessum fátæklegu orðum. GisIiG. Isleifsson tslendingaþættir 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.