Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 10
Vigfúsína Vigfúsdóttir
Eins og logntær lækur, sem rennur
um sléttar grundir, finnst mér lif
þessarar konu hafa veriö, sem hér er
minnzt.
Þessi rólynda kona, sem aldrei
hugsaði um að hreykja sér hátt, en
vann sin störf i kyrrþey. Þess vegna
vann hún sér traust og vírðingu allra
þeirra, er henni kynntust.
Vigfúsina var fædd i júli 1894 á
Búlandi i Skaftartungu, yngsta barn
hjónanna Vigfúsar Runólfssonar og
Oddnýjar Sæmundsdóttur siðari konu
hans, en þau voru bræðrabörn. Hann
var sonur Runólfs Jónssonar hrepp-
stjóra i Holti á Sfðu, en hún dóttir
Sæmundar Jónssonar hreppstjóra á
Borgarfelli.
Mann sinn, Vigfús, missti Oddný
siðari hiuta vetrar áriö 1894. Vigfúsina
sá þvi aldrei föður sinn. Stóð þá Oddný
móðir hennar ein með sin fimm börn
öll ung. Þá voru ekki tryggingarnar til
að létta undir með ekkjunum. En fljót-
lega fór til hennar sá mæti maður
Sigurður Jónsson, sem varð hennar
siðari maður, og gekk börnum hennar
i föður stað með miklum sóma, og ég
veit að Vigfusina leit alltaf á hann sem
föður sinn. .011 eru nú alsystkin
hennar horfin hér af jarðvistarsviðinu.
Fjögur börn eignuðust þau Sigurður
og Oddný: Guðjón, sem dó mjög
ungur, Glsla bónda á Búlandi,
Kristinu Jóninu og Pál trésmið, sem
kvæntur er Jóhönnu Kristjánsdóttur
og býr hér i Reykjavik. Alla tið
hinni ókunnu strönd hefur þér verið
fagnað. „Þar biða vinir i varpa, sem
von er á gesti". Eg vona að vinirnir og
skyldmennin, sem á undan eru farin,
hafi fengið leyfi til að taka á móti
Siggu sinni. Ég veit lika, að þott þií
sért flutt á annað tilverusviö, leggur
þú ekki árar i bát. Þú verður áreiöan-
Iega hlutgeng I starfi þar eins og hér.
Svo bið ég hina eilifu algæzku að styrk-
ja þig og styðja á þroskabrautinni og
varðveita og hugga ástvini þina, sem
nú syrgja þig og sakna þín svo sárt.
Vertu sæl vina min. Guð blessi
minningu þina.
Þin Jana.
dvaldist Vigfúsina að mestu á Bú-
landi hjá móður sinni og stjúpa, meðan
þau bjuggu, en siðar bústýra hjá Gisla
bróðursinum, eftirað hann tók þar við
bui.
Sigurður á Búlandi var sérstaklega
vinsæll maður og vinmargur, og þau
hjón bæði, og sérstakur greiðamaður.
Það var haft eftir Þorsteini Pálssyni,
sem bjó nokkur ár I Svartanúpi:
„Hann Siggi á Búlandi, hann getur
allt". Og ekki var það siður hjá þeim
systkinum eftir að þau tóku þar við
búi,viljinn sá sami. en getan meiri.
Bræðurnir sérstaklega laghentír og
smiðir góðir og sama var að segja um
syturnar, enda var oft leitað til þeirra
og alltaf var sjálfsagt að gera allt
fyrir þá, sem til þeirra leituðu, sem
hægt var. Það var oft leitað til
Vigfúsinu þegar illa stóð á á heimilum
og stúlku vantaði, hvort sem voru
veikindi eða af öðrum ástæðum. Þá
var hún fljót að koma til hjálpar, ég
held að hennar hugsun hafi alltaf
verið sú að hjálpa óðrum án þess að
hugsa um daglaun að kvöldi.
Vigfúsina var vel gerð kona
ákaflega rólynd og skapgóð en gat þó
verið létt I lund þegar við átti, dugleg
til allra verka jafnt úti sem inni.
Margir unglingar hafa verið ,á
Bulandi yfir sumartimann, og öllum
liðið þar mjög vel, enda hafa margir,
sem þar hafa dvalið, sýnt þeim syst-
kinum mikla ræktarsemi.
Pétur Sveinsson, nú bifreiðarstjóri I
Reykjavik, var alinn þar upp og var
þar alveg fram yfir 20 ára aldur, og
svo var Sigurður Oddur sonur hans
tekinn þangað 2ja ára, og hefur nií
Verið þeirra styrkasta stoð siðari árin
og reynzt þeim mjög vel.
Þess skal getið, að þegar Pétur
Sveinsson frétti að Vigfúsina lægi mik-
ið veik fór hann og hans góða kona i
samráði við Pál bróður hennar og
sóttu hana og komu henni i Lands-
spitaiann, meira var ekki hægt að
gera. Þetta sýnir þann góða hug, sem
hann bar til hennar, og sem hún hefur
sannarlega átt skiiið af honum.
Vigfúsina lézt I Landsspitalunum 20.
febrúar siðastliðinn.
Hún var jörðuð við Grafarkirkju.
Við hjónin þökkum henni innilega
fyrir alla þá miklu hjálp, sem hún auð-
sýndi okkur, og allar skemmtilegar
samverustundir.
Systkinum hennar sendum viö inni-
legar samúðarkveðjur.
VigfúsGestsson.
10
islendingaþættir