Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 8
s þar. Vorið 1921 kvæntist hann heitmey sinni, Kristínu Sigurðardóttur. Bjuggu þau þar svo allan sinn búskap til ársins 1963, er elzti sonur þeirra, Jón, tók við jörð og búi, en árið 1966 seldi Jón jörð- ina Sigurjóni Sigurðssyni og Sigur- björgu Vigfúsdóttur, bróðurdóttur Gunnars, og fluttust til Hafnarfjarðar, en gömlu hjónin dvöldust áfram á Borgarfelli. Vorið 1967 missti Gunnar konu sina. Var hann þá farinn að heilsu og vinnuþrek farið að mestu. Átti þó heima á Borgarfelli og dvaldist að mestu leyti þar, unz heilsan bilaði- alveg. A sjúkrahúsinu á Selfossi dvaldist hann nú siðast á annað ár. Þar andaðist hann laugardaginn 4. september, tæpra 85 ára að aldri. Gunnar var félagssinnaður maður, var einn af stofnendum ungmenna- félagsins Bláfjalls og starfaði þar af miklum dugnaði alla tið, á meðan það félag starfaði, enda gerður þar að heiðursfélaga. Söngmaður var hann eóður. oe söne alltaf i Grafarkirkiu oe byrjaði á þvi mjög ungur. Ég held að Gunnar hafi aldrei getað hugsað sér annað lifsstarf en sveita- störf, sérstaklega féll honum vel að hugsa um sauðfé, enda vandist hann ungur við það. Smalamennskur og fjallferðir held ég honum hafi verið kærar, og þá held ég honum hafi liðið bezt, enda fór hann margar eftirleitar- ferðir eins og aðrir fleiri, og bjargaði þá margri sauðkindinni. Það var skemmtilegt fyrir unga stráka, þegar þeir fóru sina fyrstu ferð á afrétt,að lenda i leít með Gunnari. Hann sagði þeim skýrt og vel til hvernig ætti að standa að þvi að smala, og var kátur og léttur við þá. Ég minnist þess, þegar ég kom sið- ast til hans á siúkrahúsið: bá fann ée að hann þekkti mig ekki. Þá tók ég það ráð að minnast á atvik, sem kom fyrir okkur á afrétti. Þá var hann fljótur að átta sig, og ræddi þá við mig um gamlar minningar á við og dreit úr þeim ferðum. Gunnar var mjög við- ræðugóður maður og sagði skemmti- lega frá. Ég á margar góðar minning- ar frá samverustundum okkar, sem geymast en ekki gleymast. Ég hef áður skrifað umKristinu konu hans og visa til þess, en endurtek að- eins nöfn barna þeirra. Börn þeirra eru iimm: Jón, búsettur í Hafnarfirði, Oddný Sigurrós húsfrú i Skaftárdal, Kristmundur bifreiðarstjóri búsettur i Vík, Sumariiði búsettur i Keflavik, Jón Elimar húsasmiður búsettur I Vik. Gunnar var jarðaður við Grafar- kirkju og hans jarðnesku leifar lagðar við hlið hans góðu konu. t lok þessara fáu minningarorða þakka ég vini minum og fyrrverandi sveitunga Gunnari Sæmundssyni fyrir traustar og skemmtilegar samveru- stundir. Bornum hans og oðrum ættingjum og vinum senöi ég hugheilar samúðar- kveðjur. VigfúsGestsson. 8 Guðrún Hallson frá Eriksdale Fru Guðrún Hallson, kona Ólafs Hallssonar fyrrum kaupmanns i Eriksdale, andaðist daginn fyrir þor- láksmessu á þessum vetri að Selkirk i Manitóba. Með heinni er til moldar hnigin kona, sem naut mikillar virðingar meðal allra, sem kynntust henn. Ættbálkur Guðrúnar á ser horn- steina i þremur eða fjórum þjóð- löndum, og vinahópur hennar gerðist æ stærri með hverju árinu. Þegar þess er gætt, að Guðrún var frændrækin með afbrigðum og vinföst, verður ekki i efa dregið, að við fráfall henn nái heilbrigð sorgin, sem alltaf hlýtur að fylgja brottför góðs fólks, langt út yfir raðir nánustu skyldmenna og sif jaliðs. Frú Guðrún var fædd og uppalin á Islandi, og þar gengu þau ólafur i heilagt hjónaband árið 1908. A Islandi var vaggan, en i Kanada varði hún meginhluta ævinnar, og þar og i Bandarikjunum eru nú afkomendur þeirra hjónanna. Ekki stofnuðu þau Ólafur og Guðrún til hjuskapar sins af neinum van- efnum, þvi að hjónaband þeirra náði meira en sextugsaldri, og var mjög að orði haft, hversu hliðholl gæfan væri þeim báðum. Spakmælið segir, að „hver sé sinnar gæfu smiður", og má vitna til þeirra orða, þegar rætt er um Ólaf og Guðrúnu. Vissulega voru þau lánsöm, en marga þættina i lifsferli sinum mótuðu þau sjálf með ræktun eigin hugarfars og mannkosta. Með- fæddir eiginleikar skipta vitaskuld miklu máli, og þá einkum hæfileikinn að geta borið rétt kennsl á þá hluti, sem gæfuveginn varða, og svo ófýsin að láta ytra borð og forgengileika villa sér sýn. Báðir þessir eiginleikar ein- kenndu Guðrúnu i ríkum mæli, enda varð hún kvenna ratvisust i lifinu, og er eftirkomendum vissulega óhætt að halda i hennar slóð. Guðnin Hallson var fædd þann 25. mai árið 1883. Foreldrar hennar voru þau hjónin Björn Ivarsson bóndi á Vaöi í Skriðdal og Ingibjörg Bjarna- dóttir frá Viðfirði, ein hinna mörgu Viðfjarðarsystkina. Henni brá mjög til upprunans um greind og skilning á hverju því, sem fyrir augu bar, og allt tal hennar mótaöist af skýrleika i hugsun. Mikla alúð lagði Guðrún við menningu og menntir og gerðist vel lesin og fjölfróö. Mjög var hún og framkvæmdasöm og félagslynd, og lengi munu sveitirnar umhverfis Eriksdale bera ýmis merki handar verka hennar. Lengst mun frú Guðr- únar þó minnzt sem húsfreyju um- svifamikils heimilis, þar sem gestrisni og höfðingskapur voru I öndvegi höfð. 1 grein, sem frú Guðrún skrifaði nokkru fyrir andlát sitt, lét hún þess getið, að sér hefði veitzt það erfitt að flytjast brott frá ættmennum og æsku- stöðvum á Islandi. Þau orð sýna enn ættræknina og trygglyndið, sem fyrr var getið, en hinu má ekki gleyma, að vestur i Kanada tókst Guðrúnu að gróðursetja sina islenzku tryggð og ættrækni, þannig að i nefndri grein nefnir htin Eriksdale sem þann stað- inn, þar sem ljúfast muni að taka sér hvildina löngu. Þegar Guðrún reit þau orð, var hvildarinnar ei langt að biða. Nú er hún flutt heim að Eriksdale fyrir fullt og allt. Þar er grafreiturinn, ekki ýkja stór um sig, en vandlega ræktaður. En svo er lika hinn reiturinn eða landspildan, sem hún Guðrún ræktaði og hlúði að alla ævi sina, én spildan sú nær langt út fyrir landa- merkin á Eriksdale. Hiin liggur um Kanada þvert og endilangt, til Banda- rikjanna og til Islands. Auk eiginmannsins lifa fru Guðrúnu börn þeirra hjóna, ólafur kaupmaður i Eriksdale, Ingibjörg (Mrs. Harry McGlynn) i Winnipeg, Kristjana (Mrs. Bergsteinson) I Californiu, og Gyða (Mrs. Ryckman) að Stony Mountain, Manitoba. Barnabörnin eru 14 að tölu, og barna-barnabörnin fylla heilan tug. — H.B. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.