Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 2
leiki, afburðasnjall ræðumaður og fyrirlesari, hlaöinn eldmóði háleitra hugsjóna, er hann helgaði lif sitt allt, heill og sannur. Ekki ber að syrgja slikan öðling heldur þakka. Pétur var slikur maður að hann lét sér fátt óviðkomandi þeirra mála, sem snerti heill og hamingju þjóðarinnar - eða einstaklinga hennar sem slika. 1 raunsæji framhaldi þessa gerðist hann einn ötulasti boðberi jóðarinnar varð andi siðgæði og bindindi. I boðskap hans var engin hálfvelgja, og þar var enga falska tóna né brostna strengi að finna. Enda maðurinn of beilsteyptur til þess að slikt gæti komið fyrir. Pétur átti i rikum mæli sannsögli, dirfsku og heiðarleika. Hann fyrirleit hálfvelgju, lygi hræsni og yfirdrepsskap. Hann var mikill drengskaparmaöur i fegurstu merkingu þess orös. Pétur var maður háleitra hugsjóna — hugsjóna, sem hann vildi gera sem flesta meðeigendur i. Hjá honum varð i rikum mæli vart þeirra vissu séreinkenna, sem menn, er aðhyllast hugsjónastefnur, heim- spekilegar eða siðfræðilegar, eiga öðrum fremur. t öllu þvi umróti, sem mest er ein- kennandi fyrir veröld okkar i dag, þykjast flestir, a.m.k. á Vestur- löndum, þess umkomnir að rengja og efast um allt. bað þarf þvi hugrekki til að trúa, og enn meira hugrekki til að játa trú sina, hvort heldur um er að ræða ákveðin trúarbrögð eða, og ekki siður, að játa trú á bindindi sem hug- sjón. Og er það ekki einmitt af þessum sökum, sem æði oft þarf nokkurt þrek til að standa á verði fyrir þetta lifsvið- horf, að sýna hugsjón i verki og fá aðra til að aðhyllast hana? En slikt þrek var einkennandi fyrir Pétur Sigurðsson. Allt sitt líf fram til hinztu stundar Pétur Si gurðsson GóBur er genginn, Studdi hönd hendi er göfuga átti sál. heimsins i Þraut. Flutti hann okkur Leiddu hvort annað fagnaðarmál. á langri braut. Böl hann vildi bæta Sýndu hvort öðru og breyta eymd I starf sæmd og vörn. Að eiga ótal slika Eignuðust þau lika ættjörðin þarf. úrvals börn. Fáni hans var flekklaus Flutti hún burt og falslaus raust. fyrr en hann. Ekki var hans æviskeið Mikið sá missir, átakalaust. er mikið ann. Gneistaði oft eldur Heim er hann farinn i orðum hans. i himininn. Þessa einstæða Þar er hann vissulega ágætismanns. velkominn. Dæmisögur sagði Bjartan ljóma leggur með svipinn heiða sinn. af lil'i hans og trú. Visa okkur vildi Skarð er fyrir skildi. veg i himininn. Við skynjum það nú. Postulaheitið Lokið er ævi prýðilega bar. ljósberans. Og sinum herra Myndrik og fögur hugþekkur var. er minning hans. Éiginkonu átti. Undur var sii góð. Þeirra var samlif sifagurt ljóð. Eirikur Pálsson frá ölduhrygg. var Pétur sistarfandi i anda hugsjóna sinna, fyrir vaxandi starf bindindis- samtakanna i landinu. Hann var sifræðandi og vekjandi fólk til umhugsunar um skaðsemi tóbaks og áfengisneyzlu, dragandi upp sannar myndir þess böls, þeirra hörmunga, er einstaklingarnir og þjóðin sem slik kallaði yfir sig meö auknum drykkjuskap. A fyrirlestraferðum sinum.um landið og i erindrekastarfi sinu fyrir Stórstúku íslands hvatti hann fólkið úti um byggðir landsins til sameigin- legra átaka gegn vaxandi vinneyzlu og dvinandi siðgæði. Hann var foringi og viða frumherji hins góða málstaðar. Hann var sáðmaðurinn mikli, sem gekk út að sá i grýttan akur mann- legrar tilveru, er hann leitaðist eftir að betrum bæta, til aukinnar hamingju fyrir aldna og óborna. Gleði hans var ómælanleg, ef hann siðar fann að sumt fræanna, er hann sáði, hafði fallið i fjóan jarðveg, þar sem þau náðu að dafna og þroskast til aukins manndóms, vaxandi kærleika og eflingar siðgæðis. í starfi sinu fyrir bindindishug- sjónina átti Pétur Sigursson frum- kvæði og aðild að stofnun fjölmargra félagssamtaka, er vinna að eflingu bindindisstarfseminnar i landinu. Þannig var hann einn helzti hvata- maður að stofnun Bindindisfélags öku- manna, en þau samtók stofnuðu siðar Abyrgö h/f — tryggingafélag fyrir bindindisfólk. Með stofnun þessara beggja félags- samtaka var leitazt við að sýna og sanna raungildi bindindishugsjónar- innar. Pétur naut þeirrar gleði að sjá með þessu, og á ýmsa vegu aðra, að fræ hans öll féllu ekki i hinn grýtta jarð- veg. Hann naut mikils álits allra, er honum kynntust, og hlaut marg- vislegan heiður fyrir gagnmerk störf sin. Hann var heiðursfélagi bæði Stór- stúku tslands og Bindindisfélags öku- manna, sem nú er orðið landssamband meö deildir viða um landið. Ég hefi hér enga tilraun gert til þess að rita ævisögubrot Péturs, aðeins komið nokkuð inn á störf hans á sviði bindindismálanna, þvi að það hygg ég, að aðrir mér fróðari geri. Hinsvegar er mér ljúft aö minnast þessa vinar mins nú við þau þáttaskil, sem orðið hafa, og bera fram þakkir frá Abyrgð h/f og Bindindisfélagi öku- manna — en i þeim félagasamtökum, áttum við svo margar ánægjulegar samstarfsstundir. Sem formaður þessara samtaka færi isiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.