Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 18
Hálfdán Helgason stórkaupmaður Hálfdán Helgason andaðist 25. jan. sl. og var jarðsunginn frá Frikirkjunni i Reykjavik af séra Þorsteini Björns- syni miðvikudaginn 2. febr. Hálfdán hafði verið meðlimur Frikikjukórsins tugi ára og formaðuV hans um árabil. Skyldfólki Hálfdáns, vinum og kunningjum, er mikil eftirsjá að hvarfi þessa drengskapar- og gæða- manns. Fyrir þeim, sem urðu þess - aðnjótandi að vera hans lifsförunautar áratugum saman, speglast ógleyman- legar minningar og myndir, sem hlýja og gleðja geðið. Ég undirritaður er einn þeirra mörgu söngfélaga Hálfdáns Helgasonar úr Karlakór Reykjavikur, sem minnast félaga með fallega söng rödd, góðs manns, með skemmtilegt skopskyn og fulltrúa Guðs i tónskyni. Ég hirði ekki um að rekja eða endur- segja lifssögu Hálfdáns að neinu ráði, en það er hægt að fullyrða, að hann komst i kynni við örðugleika lifsins, eins og flestir dauðlegir menn. Me'r fannst alltaf Hálfdan bera sinar raunir með karlmennsku og skilningi á þeirri staðreynd, að ,,enginn verður óbarinn biskup". Veikindi hans á seinni árum voru honum vel kunn, en samt gneistaði hann af lifsþrótti og léttu skapi i gegnum þá örðugleika. Hálfdan fór ekki leynt með þá sann- færingu sina, að það hefði verið sin stóra gæfustund, er hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sina, Margréti Sígurðardóttur, ættaða frá Blönduósi, og læt ég hans eigin orð nægja að lýsa þeim heilladegi: „Guðmundur minn, ég hefði ekki getað fundið betri og elskulegri konu fyrir mig, þótt ég hefði leitað um öll heimsins höf". Þannig túlkaði Hálfdán sannfæringu sina á einfaldan, glað- væran og eftirminnilegan hátt, svo hló hann yfir gæfu sinni og velgengni. Þessi glaðværi tónn átti rikan hljóm- grunn i fari og framkomu Hálfdáns og langar mig að segja smásögu þvi til stuðnings. Við vorum nokkrir félagar i Karla- kór Reykjavikur, sem hændumst hver að öðrum, eins og gengur i sam- skiptum manna. Skemmtikraftar voru ei fjölbreyttir i þá daga, og vorum við iðulega beðnir að syngja endurgjalds- laust á skemmtunum fyrir liknar- og menningarfelög i bænum, þvi þá var Reykjavik bær. Eitt sinn fór Slysa- varnarfélag kvenna fram á, að við létum ljós vort skina á skemmtifundi þeirra Hótel tsland, sem þá var einn glæsilegasti samkomustaður Reyk- javikur. Þetta gerðum við með glöðu geði og talsverði eftirvætningu. Við sungum okkar lög, og Bjarni Benediktsson, siðar forsætisráðherra og mikilmenni islenzku þjóðarinnar, söng fulltrúum kærleikans og miskun- seminnar lof i orðum og „stappaði i þær stálinu" með snjallri ræðu. Við vorum þarna 7 karlmenn móti, eða með, um 150 valkyrjum, og dansinn hófst. Það var alltaf dömufri. Leikur- inn endaði þannig, að við vorum bókstaflega útkeyrðir og vórum þvi fegnastir að komast út undir bert loft. Þá sagði Hálfdan: ,,Ég hefði aldrei trúað þvi að óreyndu, að kvenfólkið gæti verið svona miskunnarlaust". Svo hló hann sinum hvella gleðihlátri og allir tóku undir, og þar með voru erfiðleikar lifsins á bak og burt og lifsgleðin aftur i hásæti. Ég minnist bræðrasambands Jóns og Hálfdáns og fjölskyldna þeirra, sem var með miklum ágætum. Ég minnist sona Hálfdáns, Gunnars Helga, Sigurðar, konu Sigurðar, Ölafar Jónsdóttur og eftirlæti og fram- tiðardraums Hálfdáns, litlu Margrétar, sonardóttur hans. Við minnumst einnig allra góðra og elskulegra drengja, lifs og liðinna og samstillingar á unaðsstundum. Svo kveð ég þig Hálfdan Helgason, þakka þína tryggð og veit, að þú siglir á Drottins fund þöiídum seglum, og bið þig að leggja mér lið, þegar þar að kemur, ef þú skyldir muna eftir ein- hverju mér til málsbóta. Guðmundur Egilsson. Kveðja frá presti, organista og söngk- ór Frík. i Ueykjavik. Hálfdán átti við heilsubrest að striða mörg undan farin ár. Hvað eftir annað var hann á spitala. En ekki var hann fyrr heim kominn, en hann tók til starfa við heildsölu sina nokkurn veginn með sama krafti og fjöri og áður. Svo hress var hann i anda og við- móti og táp hans mikið, að litt lét hann á sér sjá veikindamerki. Fráfall hans 25. janúar kom oss þvi nokkuð að óvörum. Oft hafði hann áður sýnzt. vera að fara, en haft það af. Hálfdán var fæddur á Stokkseyri 24. marz 1908 og voru foreldrar hans hjónin Helgi Jónsson, kaupfélags- stjóri, öðlingsmaður og hagorður af Bergsætt og Guðrún Torfadóttir Magnússonar prests i Eyvindarhólum, systir þeirra sr. Richarðs og Magnúsar sýslumanns og alþingis- forseta. Tveir voru synirnir. Jón og Hálfdán. Árið 1926 fluttist fjölskyldan til Reykjavikur. Jón var þá setztur þar að fyrir nokkrum árum og útskrifaður ' úr Verzlunarskólanum. 1 þann skóla gekk Hálfdán lika og lauk námi 1928. Verzlunarstörf stundaði hann upp frá þvi mestan part ævi. Frá 1949 rak hann 18 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.