Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 12
Einar Ásmundsson °s Guðrún Davíðsdóttir Hömrum Þann 28. janúar siðastliðinn lézt að Hömrum i Þverárhlið Einar Asmundsson, áður bóndi þar. Hann var fæddur að Höfða i sömu sveit 18. júni 1876. Foreldrar hans voru Ásmundur Einarsson bóndi þar og kona hans Jófriður Guðmundsdóttir. Asmundur var þrikvæntur, og var Einar fyrsty konu barn. Fram undir tvitugsaldur mun hann að mestu hafa verið i föðurgarði ásamt systrum sinum, sem siðar urðu þekktar hús- mæður i næsta nagrenni, en fór þá i þjónustu til vandalausra um árabil. Um það bil kynntist hann heitkonu sinni, Guðrúnu Daviðsdóttur að nafni, f. 1877, d. 27. júni 1967. Foreldrar hennar voru Davið, þá bóndi i örnólfs- dal i sömu sveit, Daviðsson bónda á Þorgautsstöðum i Hvitarsiðu, Þor- bjarnarsonar bónda og gullsmiðs á Lundum i Stafholtstungum, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir Sigurðs- sonar prests að Gilsbakka i Hvit- ársíðu. A blómaskeiði sínu höfðu pau hjón DaviD og Uuörun venð talin heldur yfir meðallag að háttvisi og starfshæfni, en slitu samvistum, og giftist Guðrún aftur Vilhjálmi Sigurðs- syni frá Háafelli i Hvitársiðu, ágætum manni. Vorið 1902 tóku Einar og Guðrún jörðina Hamra i leiguábúð, munu þá hafa komið úr ársvistum, og á þeim tima komu fæstir úr þeirri stöðu með digra sjóði til að stofna sitt eigið heimili af. Svo mun einnig hafa verið þarna, aðeins rúmlega kúgildi ábýlisins sem áhöfn á jörðinni. En þá voru fráfærur-mörgum bændum, ekki sizt til dala, enn við lýði, og þeim vana var haldið á Hömrum i búskap nefndra hjóna um allmörg ár, og mátti segja að hið forna orðtæki sannaðist vel á Hömrum, að mikið hefði að segja til betri afkomu i búskap, að konan kynni aö koma ull i fat og mjólk i mat. Þarna brugðust ekki hendur og hugtak hús- freyjunnar. Henni var lagið að ávaxta smáa málnyt i fjölbreyttan fæðuforða fyrir heimiliö, enda kom það sér vel, þvi að innan stundar var marga munna að fæða. Sami háttur var á með klæðnaðinn, húsbóndinn kembdi ullina og óf voðir, en húsfreyjan prjónaði og saumaði allan fatnað á fjölskylduna, og hafði stundum tima i afgang að bregða flik i saumavél fyrir grann- konur, sem minna máttu sin i þeim 12 efnum eða urðu i timavöntun, og ekki gleymdist að láta börnin fá sina jóla- skó og kerti að þeirrar tiðar anda. Sama var að segja, ef granna vantaði liðsauka, þá fóru fáir bónleiðir frá Hömrum. Einari var alltaf ljúft að greiða úr annarra vanda i þeim efnum þegar svo bar undir, auk þess sem hann var vökumaður við grenjavinnslu i um tugi ára, og þá stundum lengri eða skemmri tima frá heimili sinu. Að öðrum þræði drýgði bað tekiur hans. En eins og gefur að skilja varð hann oft að fara að heiman við misjafnar aðstæður i slikar ferðir sem ekki gátu alltaf talizt nein sumarfri, i þeim var ekki ævinlega legið i sólbaði. Einar var að upplagi harðger og ókvartsár, og misjöfn aðbúð kom jafnvel minna við hann en islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.