Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 22
Attræður: Pétur Lárusson Heiðurskempan, Pétur Lárusson, tók upp á þvi nú á dögunum, að vippa sér snarlega og öllum að óvörum yfir á niunda tug æfiára sinna, en hann fædd- ist 23. marz 1892 i Skarði i Skarð- shreppi, Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Sigriður Björg Sveinsdótt- ir og Lárus Stefánsson, er þar bjuggu lengi, eignuðust stóran hóp barna og ræktu skyldur sinar við sveit og hérað með rausn og sóma. Um þeirra daga var oft gestkvæmt i Skarði, að sögn kunnugra, enda lá jörðin um þjóðbraut þvera, þvi að við Skarðstúnið mættust vegir utan af Skaga, vestan úr Húnaþingi og vitt og breitt úr Skagafirði. Jafnhliða bú- skapnum stundaði Lárus þvi margvis- lega fyrirgreiðslu við ferðamenn. Sjálfur var hann mikill ferðagarpur, gjörkunnugur ýmsum torförnum fjallaleiðum og þvi oft fenginn til fylgdar ferðamannahópum, embættis- mönnum á yfirreiðum héraðið og öðr- um einstaklingum. Var hann þvi lang- timum frá heimili sinu, og mæddi þá búskapurinn á herðum húsfreyjunnar einkum þó meðan börnin voru ung. Stóð hún vel i stöðu sinni, jafnt innan húss sem utan, að lengi mun til vitnað um dugnað hennar meðal kunnugra. A þessu f jölmenna heimili, og i glöð- um systkinahópi, ólst Pétur upp við al- geng sveitastörf, en þegar vinnuþrekið vikur með börn sin, og bjuggu þar til æviloka. Stundaði Sigurður þar ýmsa vinnu, og m.a. annaðist hann veitinga- rekstur i Artúni um fimm ára skeið. Er Sigriður var 10 ára, fór hún til móðurbróður sins, Sigurðar Sigurðs- sonar hreppstjóra að Litlu-Gróf i Borgarhreppi, og þaðan fermdist hún. Eftir ferminguna fór hún aftur til for- eldra sinna og dvaldist hjá þeim að miklu leyti næstu árin, en fór þó oft i kaupavinnu á sumrin, og var þá á ýmsum stöðum. M.a. var hún hjá Torfa i Ólafsdal, Stefáni i Möðrudal, Guðlaugi sýslumanni á Kirkjubæjar- klaustri og á Hvanneyri, þegar verið var að byggja búnaðarskólann þar. Eitt sumar var hún ráðskona i Fitja- koti hjá Jóni og Svövu Valfells. Arið 1913 fór Sigriður til Winnipeg i boöi frænda sins, Jóns Sigurðssonar frá Litlu-Gröf, sem var fluttur þangað, og dvaldist hún þar öll fyrri striðsárin og vann aðallega við saumaskap. Það- an fór hún til New York um haustið. Er hún hafði verið þar i nokkra mánuði, missti Geir bróðir hennar konu sina frá þrem ungum sonum, og sneri Sigriður þá heim aftur og tók að sér heimili bróður sins. Annaðist hún það i 18 ár, en datt i hug að breyta til og keypti sér litið hús og lóð i Kópavogi. Þar byggði hún sér nýtt hús, en gerði hitt húsið að hænsnahúsi og stundaði siðan hænsnarækt um margra ára skeið. Sigriður fór ekki, frekar en aðrir frumbyggjar Kópavogs, varhluta af erfiðleikum þeim sem þeir áttu við að striða fyrstu árin, en hún mætti þeim jafnan af dugnaði og festu. Vel mætti heimfæra á hana visuna alkunnu: „Löngum var ég læknir minn." Lengst af hefur Sigriður búið ein i litla húsinu sinu og séð um sig sjálf að öllu leyti. En sú er breyting að verða á högum hennar, að sonardóttir Geirs bróður hennar er, ásamt manni sinum, nýflutt i nýtt hús, sem þau hafa byggt alveg við hús Sigriðar, og stendur nú til að hún flytji i nýja húsið og dveljist þar hjá ungu hjónunum. Að lokum vil ég þakka Sigriði in- nilega fyrir meira en þrjátiu ára vin- áttu, fyrst við foreldra mina og mig, siðar við mann minn og börn. Við ósk- um henni hjartanlega til hamingju með daginn og óskum henni farsældar á ókomnum ævidögum. J.B. óx, stundaði hann einnig alla þá lausa- vinnu, er til féll á Sauðárkróki, sem er i næsta nágrenni við Skarð. Jafnframt var sjósókn nokkur hjá þeim Skarðs- bræðrum, til mikilla búdrýginda fyrir hið mannmarga heimili. Um þritugsaldurinn gerast þáttaskil i lifi Péturs. Hann kynntist þá Kristinu Danivalsdóttur, ungri og vel gefinni heimasætu i Litla-Vatnsskarði i Húna- vatnssýslu. Kynnin leiddu til hjúskap- ar 1926, og sama ár hófu ungu hjónin búskap á Ingveldarstóðum á Reykja- strönd i Skagafirði. Þar eignuðust þau sitt fyrsta barn, Hilmar, sem nú er skrifstofumaður, búsettur i Keflavik. Hann er kvæntur Asdisi Jónsdóttur, og eiga þau 2 syni. Skömmu seinna fluttust þau Pétur og Kristin að Steini i sömu sveit og þar fæddust 4 börn þeirra: Jóhann Danival, skipstj. i Keflavik. Kona hans er Ingibjörg Eliasdóttir, eiga þau 6 börn; Lárus Kristján , deildarstj. við tollgæzluna á Keflavikurflugvelli , kvæntur Sigriði Kristinsdóttur, á 5 börn; Páll, tæknifræðingur, kvæntur Hallveigu Njarðvik og búsettur i Reykjavik. Yngst barnanna er svo Unnur Berglind læknir, sem er gift Snorra Þorgeirssyni lækni. Dveljast þau nu i Bandarfkjunum, bæði við framhaldsnám, og eiga eina dóttur barna. Arið 1946 fluttust þau Pétur og Kristin til Keflavikur, byggðu sér þá ibúðarhús að Sólvallagötu 32, þar sem þau siðan hafa búið með rausn og myndarskap. Pétur er friður sýnum og hinn vörpulegasti maður, hvar sem á hann er litið. Hann er bæði verkhygg- inn og verklaginn, en með hliðsjón af þeim eðliskostum, kæmi manni ekki á óvart, þótt hann i æsku hefði alið meö sér löngun til að læra smiðar. Kemur mérþetta oftihug, þegar ég virði fyrir mér handbragð hans við hin hvers- dagslegu störf, t.d . við ýmiskonar lag- færingará tækjumog munum skólans. Þegar hann var nýfluttur hingað á mölina, bauðst honum fljótlega vinna við dráttarbraut Keflavikur og tók hann fúslega þvi boði. Þar fengu hæfi- leikar hans útrás við hvers konar smiðar og aðdyttingar á biluðum bát- um sem þar voru teknir til viðgeröar. Þessum störfum sinnti Pétur af natni og dugnaði um nokkurt árabil, eða þar til hann gerðist húsvörður við gagn- 22 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.