Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 20
yfir öllurn minningum, sem þeim bernskudögum eru tengdar. Bjarni Jónsson var fæddur að Þúfu, þann 19. nóv. 1908, elzti sonur þeirra hjóna, Guðrúnar Bjarnadóttur og Jóns Bjarnasonar, sem hófu þar búskap það sama ár. Guðrún lézt árið 1952. Þá voru aðeins tvö systkinanna eftir heima á Þúfu, Bjarni og yngsta systir- in, Asta, og árið eftir að Guðrún lézt, seldi Jón jörð og bú i hendur þessum elzta syni sinum, en Ásta gerðist bú- stýra hans. Hjá þeim lézt Jón árfð 1967 hálfniræður að aldri. Bjarni hafði átt við heilsubrest að striða um nokkurt skeið, og svo fór, að hann sá sér ekki annað fært að bregða búi, og fluttust þau systkinin Asta og hann, þá til Reykjavikur. Varð Bjarni siðan oft að dveljast að Reykjalundi og siðan Vífilsstöðum vegna sjúkdóms sins, unz hann lézt þann 19. febrúar að Vifils- stöðum. Þannig er ævisaga Bjarna i fáum orðum, hvað atburði snertir. Af þeim verður þó litið ráðið hver maður hann var. 1 rauninni er óþarft að hafa mörg eða fjálg orð um það, enda mundi það honum ekki að skapi. Dagfarsprúðari og grandvarari maður i orði og verki varð naumast fundinn. Eljumaður var hann við öll störf með afbrigðum, smekkvis og lagvirkur. Hann var fé lagslyndur i eðli sínu hafði yndi af söng og virkur þátttakandi bæði i ung- mennafélagi hreppsins og karlakór þeirra Kjósarmanna. Þó hann væri hlédrægur að elisfari, gat hann verið gamansamur i svörum — en aldrei glettinn á annarra kostnað, og aldrei heyrðist hann mæla styggðaryrði við eða um nokkurn mann. Sjúkdóm sinn bar hann með þolimæði og æðruleysi og þó að það hafi áreiðanlega verið honum þungbær ákvörðun vi$ að bregða búi og kveðja æskubyggð sina, hafði hann ekki hátt um það fremur en annað. Um leið og ég kveð þennan gamla leikbróður minn hinztu kveðju, færi ég honum innilegustu þakkir fyrir alla vináttu hans, tryggð og hjálpsemí, bæði við foreldra sina og systkini min, alla tið, sem aldrei brást þegar á reið. Vil ég sérstaklega þakka honum hjálp- semi hans alla, þegar bróðir minn varð aö þola erfið veikindi, og eins við heimili hans við andlát hans. Þá kom það i ljós eins og alltaf, hve góður granni og mikill drengskaparmaður Bjarni var. Betri nágrannar en hann, foreldrar hans og systkini, hygg ég að hafi verið vandfundnir. Loftur Guðmundson. „Þér eruð ljós heimsins: borg sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulizt. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker, heldur á ljósastik- una: og þá lýsir það öllum, sem eru i húsinu." (Matth.) Hvers leitum við með tilveru okkar i heimi sorgar og gleði, vissu og efa- semdar þeim heimi er jarðneskur likami hefur búið okkur? Mennirnir eru sem kvistir i borði. Bo,rðið er heimurinn, og þegar þungi hversdagsins hvilir á borðinu, munu kvistirnir axla byrðarnar i sam- einingu. Einn kvistur fúnar og fellur úr grópi sinu, en eftir er tóm. Tómið' er fyllt upp með óþekktu efni, framtið- inni, en aðeins minningin lifir um hinn fallna kvist. Ævi Bjarna var ævi bóndans, bú- mannsins. Búmaðurinn á aldrei fri, hann má og vill ekki láta sér liða verk úr hendi, heldur berst gegn ofurefli timans, gegn umhverfinu, gegn veðra- brigðum og sviptibyljum mannlifsins. Hans þörf er að ljúka hverju verki sem fyrst og byrja á öðru, þvi hann veit að einn dagur er þeim skúm i hafróti og eitt verk sem loftbóla i skúminu. Erfiði dagsins i dag iþyngir ekki önnum morgundagsins. Umhverfið skapar búmanninn og mótar og fellir að þörf heimsins. 1 sveita sins andlits yrkir hann jörðina og fagnar hverjum sprota, sem af fræi vex. Hann marg- faldar bústofn sinn og lifir og hrærist meðal tryggra vina sinna, dýranna. Sameinar hug sinn hugum hins iðandi lifs, styrkleika verkfæranna i höndum sér og aflþörf vélanna við hlið sér. Sviptivindar mannlifsins með tilkomu dauða og sorgar, fæðingum og fjölgun mannkynsins, unnum afrekum hraustra meðbræðra og sjúkleika og örbirgð samherjanna, lykjast um hann eins og aðra þegna þjóðfélagsins. Það þarf styrkan kvist til að stand- ast allt slikt álag umheimsins. Slikur kvistur var Bjarni heimili sinu og meðbræðrum. Handleiðsla hans var mér til þroska, eins og öðrum ungum og öldn- um, sem dvöldust um lengri eða skemmri tima á Þúfu, jörðinni, sem hann yrkti og virti. Boð hans og bönn voru þörf áminning um tilveru sam- vinnuþjóðfélags og hvöttu til vinnu fyrir okkur, fyrir samfélagsheildina. Af verklagni og starfsháttum Bjarna öðluðumst við þekkingu og þroska til skilnings og á ómesta-legum auðæfum móður náttúru. Bjarni reisti mér sem öðrum styrka stoð undir mótun verka og hugsana um alla framtið. Þá stoð þakka ég þér og við 611 við lausri þina úr borði heimsins. Ég veit að þú mætir okkur styrkur og traustur sem fyrr, þegar fúna viðjar i tilvist okkar hér. Slik er minning min um þig, fóstri minn. Skarð þitt í borði heimsins er stórt. Mikil minning er um mætan mann. Megi hönd Guðs leggja blessun- sina yfir þig og minningu mina og okkar allra. „Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, sem til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er i himn- unum. (Matth.) Þorsteinn Veturliðason 20 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.