Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 5
Sigurður Heiðdal Gott er lúnum að liðnum degi hvild að fá. Svipað mætti segja um Sigurð Heiðdal, rithöfund, sem lézt hinn 17. febrúar aldinn að árum og farinn að heilsu. Þar féll einn þeirra styrku stofna, er þeir muna lengi, sem þekktu. Sigurður Heiðdal var fæddur að Saurbæ á Kjalarnesi 16. júli 1884 og var þvi á 88. aldursári er hann lézt. Hann var sonur Þorláks ó. Johnson kaupmanns, er var alþekktur fram- kvæmda- og framfaramaður á sinni tið, en móðir hans var Anna Daniels- dóttir frá Þorlaugargerði i Vest- mannaeyjum. Sigurður ólst upp i Saurbæ hjá hjónunum Eyjólfi bónda Runólfssyni og konu hans Vilhelminu Eyjólfsdóttur, og unni hann þeim mjög, einkum fóstru sinni, og lét siðar syni sina tvo heita i höfuð þeim. Eftir undirbúningsnám hjá sr. Hall- dóri Jónssyni á Reynivöllum gekk Sigurður i Flensborgarskólann i Hafnarfirði og lauk þaðan kennara- prófi 1906 og réðst siðan árið eftir til Vopnafjarðar, þar sem hann var skólastjóri barna- og unglingaskólans til 1914. Komu þá þegar i ljós hinir miklu kennarahæfileikar Sigurðar. Hann var sjálfur vel menntaður, eftir þvi sem þá var um að ræða, framfara- sinnaður og hafði gott lag á að hvetja unglinga til sjálfstæðrar hugsunar og skoðanamyndunar, og tókst honum vel að opna áhuga jafnvel hinna áhuga- minnstu á hinum ýmsu námsgreinum. allt það góða að þakka þér, sem þú mér gerðir forðum. Vart i skarð þitt, vinur minn, verða fundnar bætur, en sæmdarbóndann, soninn sinn, ég sé að Hliðin grætur. Himna bið ég herrann Krist að hugga þá, sem gráta og hjá sér i valda vist minn vininn kæra láta. Það er von min, bæði vissa og trú þótt vegir skiljist hérna, að aftur saman ég og þú eigum braut ófarna. Sigurunn Konráðsdóttir. Bjuggu siðar margir vel að skólavist- inni hjá Sigurði, þótt i engan skóla annan kæmu en barnaskólann. Þar eystra kvæntist Sigurður Jóhönnu Jörgensdóttur frá Krossavik, glæsilegri konu af alþekktu glæsi- heimili. Þeirra sambúð stóð rúma hálfa öld, en Jóhanna lézt 1965. Þau stofnuðu heimili sitt i skólahúsinu á Vopnafirði, en Sigurður vann þar ýmis störf auk kennslu og skólastjórnar. Hann var oft vegaverkstjóri á vorin og framan af sumrum og að auki vann hann mikið við plægingar. 1914 fluttust þau Sigurður og Jóhanna i Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi, þar sem Sigurður var skólastjóri Barnaskólans til 1919. Að auki kenndi hann þá i Viðey. En siðan lá leiðin til Stokkseyrar þar sem hann var skólastjóri til 1919. Þau hjón höfðu þar allajafna nokkurn búskap, eins og titt var þá i slikum þorpum, en annars stóð Sigurður i ýmsu þar, einkum út- gerð og átti þá hluti i nokkrum bátum, en ekki mun hann hafa farið auðugur frá þeirri starfsemi. Þá var hann hreppsnefndar okkviti i nokkur ár. 1928 var Sigurður að undirlagi Jónasar Jónssonar dómsmálaráð- herra.sendur til Noregs til að kynna sér rekstur vinnhæla, en þá stóð til að hefja rekstur vinnuhælisins að Litla- Hrauni. Varð Sigurður siðan forstöðu- maður hælisins við stofnun þess 1929 og gegndi þvi starfi i 10 ár. Má nokkuð marka mannkosti Sigurðar á þvi, að dómsmálaráðherra, sem var glögg- skyggn á hæfileika manna, skyldi velja hann til þess starfs, þar sem á miklu reið að móta það vel i upphafi, ef árangur ætti að verða sem vonir stæðu til. Þurfti vist enda enginn að sjá eftir, að Sigurði skyldi falið það starf. Eftir að Sigurður hætti forstöðu vinnuhælisins 1930 fluttust þau hjónin til Reykjavikur þar sem þau bjuggu siðan. Var Sigurður um 10 ára skeið eftirlitsmaður og leiðbeinandi við bók- hald bókhandsskyldra fyrirtækja eftir að farið var að reyna að koma bók- haldsmálum fyrirtækja i fast horf, en á bókhald var Sigurður mjög glöggur. Eftir að hann hætti opinberum störfum annaðist hann bókhald fyrir ýmsa kaupmenn og iðnrekendur meðan heilsan leyfði. Þeim Jóhönnu og Sigurði varð sjö barna auðið, þar af dó eitt i bernsku en hin eru öll á lifi. Þau eru: Vilhjálmur deildarstjóri, kvæntur Mariu Hjálm- týsdóttur, Ingibjörg, gift Baldri Sigurðssyni járnsmið, Margrét, gift Birgi Guðmundssyni verkstjóra, Gunnar prentmyndasmiður, kvæntur Helgu Sigurbjörnsdóttur, Anna, gift Hauk Þórhallssyni skipsstjóra og Kristjana Ingibjörg, gift Eyjólfi Högnasyni skrifstofumanni. Sigurður Heiðdal fékkst allmjög við ritstörf á timabili. Fyrsta bók hans, sem varbarnabók, kom út 1915, en sið- ar sendi hann frá sér smásögur, leikrit frásagnir og eina skáldsögu, Svarta daga. Smásögur og greinar birtust einnig eftir hann i timaritum og sumt islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.