Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 21
Sextug: Guðrún Sigurðardóttir Vildi ég blómsveig binda, er bæri þér gleði og ljós sem þökk fyrir velgjörð veitta og vináttu þinnar rós. Hendur mættust og hugir, hnýttust vináttubönd Yndi veitir að eiga auðug minningalönd. Samskipti áranna eru einlæg og hlý og sönn. Hvarvetna gullþræðir glitra gegnum reynslu og önn Sé lyfsteinn að sári lagður lifgrösin vaxa á ný, og örlagastormar stillast svo stjarna brosir við ský frá Torfufelli Blessuð sé hönd þin og hyggja og hjarta þins bænarmál. Blessað sé vermandi vorið, sem vakir í þinni sál. Heitir og þakklátir hugir hylla þig munu i dag, megirðu minningu geyma um margraddað þakkarlag. Yndi frá arunum horfnu auðlegð þér reynist dýr. Fegurð og friðarhlýju færi þér áfangi nýr. Bið ég að ljósenglar ljúfir leiði þig sérhverja stund, rósir á braut þina breiði og blessi hvern vinafund. Níræð: Sigríður Sigurðardátttir Fyrir rúmum þrjátiu árum bættist nýr frumbyggi i hóp þeirra fáu, er þá voru seztir að á Digraneshálsinum. Fljótlega fréttist, að hér væri komin aðsópsmikil kona, er segði sína mein- ingu umbúðalaust hverjum sem átti i hlut. Þessi kona var Sigriður Sigurðar- dóttir, sem nú er orðin niræð, trúi þvi hver sem vill, en þetta er vist stað- reynd, sem ekki verður móti mælt. Að- ur en langt um leið batzt hún vináttu- böndum við nágranna sina, og hafa þau bönd dugað vel fram á þennan dag. Sigriður fæddist að Skiphyl á Mýr- um, 14.marz 1882,dóttirhjónanna þar, Sigurðar Jónssonar bónda frá Hjörsey og konu hans Hólmfriðar Sigurðar- dóttur frá Tjaldbrekku i Hraunhreppi. Sigurður og Hólmfriður eignuðust Islendingaþættir alls niu börn, en fjögur þeirra dóu ung, þau: Jón, Jóna, Ragnheiður og Anna. Þau sem upp komust voru: Guðrún, er gift var Guðmundi Ólafs- syni frá Fjalli á Skeiðum. Sigurður, varkvæntur sænskri konu. Hann fór til Ameriku og fórst þar af slysförum, er hann vann við Brooklyn- brúna. Geir, sem var kunnur togaraskips- stjóril Reykjavik. Hann var kvæntur Jóninu Amundadóttur frá Hliðarhús- um. Olöf, var gift Nielhjoniusi Olafssyni, verzlunarmanni i Reykjavík. Sigriður var næst yngst og er nú ein á lifi af þeim systkinum. Þegar hún var ársgömul, urðu for- eldrar hennar að bregða biii, þar eð bústofn þeirra hafði fallið frostavetur- inn 1880-81. Fluttu þau þá til Reykja- 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.