Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Page 5
Dagmar Þorvaldsdóttir F. 25. nóv. 1916 D. 24. júli 1972. Það húmaði að i huga mér, og sumardýrðin var ekki söm og áður, er ég spurði andlát Dagmar Þorvalds- dóttur. Þó hafði ég ekki gengið þess dulin, að dagur hennar myndi úti fyrr en varði — sá dagur, sem eftir mann- legur mati var svo alltof skammur. Þegar göfgir hniga, gráta hjörtun. Hver saknar ekki þegar perla hverfur áf festi lifsins? Dagarnir missa við það lit og angan. Það kólnar i kring og heimur timans verður snauðari eftir. En þegar1 fögur sál flyzt til rikis himna, þá gleðjast englar Guðs og eilifðin verður auðugri. Kynni okkar Dagmar Þorvalds- dóttur hófust á sl. vori, og eftir fáeinar vikur voru þau slitin af þvi örlaga- söknum vinar i stað, en i hugum okkar geymum við minningar um góðan dreng og nýtan félaga, sem var sterk- ur hlekkur i félagslegum samtökum okkar. Það liggur fyrir okkur öllum að siðustu að standa frammi fyrir dómara allra tima og þá verður lögð fyrir okkur þessi einfalda spurning sem er túlkuð svo fagurlega i einu af snilldarkvæðum E. Ben: „Hvað vannstu drottins veröld til þarfa” Þessari spurningu getur þú svarað með stuttri setningu sem er eilif sannindi um lif þitt og starf — Mitt lif hef ég helgað þér. Vertu sæll, jafnaldri og starfsbróðir, ég sakna þin kæri vin- ur eftir nær aldarfjórðungs kynni, minninguna á ég, hún er mér geymd en ekki gleymd. Þinu jarðvistarlifi er lokið, en eiliföin bakvið fortjaldið mikla tekin við. Við hjónin þökkum þér fyrir liðnu árin, og biðjum algóðan guð að leiða og styrkja konu þina og dætur, svo bjarminn frá kyndli minninganna, minninganna um þig, megi lýsa þeim og visa fram á veginn, þó urð sé grýtt og gangan erfið. Friður sé með látnum en forsjá guðs fylgi þeim, sem eftir lifa. Blessuð sé minning þin. Jakob Þorsteinsson. valdi, sem enginn fær sigrað. Það var i fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, sem leiðir okkar lágu saman. Á björt- um vordegi tókumst við i hendur i fyrsta sinn, og hlýja fór um brjóst beggja. Andrúmsloftið á stofunni var engan veginn kalt fyrir, en þó hlýnaði að mun við komu Dagmar, og lifið fékk breyttan blæ. Mer fannst hún koma með fangið fullt af gjöfum til að gleðja okkur, sem deildum með henni kjör- um. Þó að það dyldist ekki, að hún væri þegar mikið veik, virtist mega vona á einhvern bata, og að lengra yrði til leiðarloka en raun er á orðin. — Gull skirist i eldi. Slikur var sálarstyrkur Dagmar og hófstilling skapgerðarinnar, að þess varð i engu vart, að hún vissi örlög sin. Þó að hún væri sjálf þjáð og bærist, með brostnar vonir, æ nær þeim dimmu dyrum, sem skilja heimana, þá átti hún jafnan styrk til að miðla öðrum og gnægðirafástúðog skilningi. Með dauöann i brjósti sér brosti hún við lifinu, og það bros getur varla gleymzt þeim, sem það var gefið. „Áf bjarma frá brosi þinu / er bjartara i minni sál.” Það játa ég með heila þökk i huga. Það var mér lærdómur og sálu- bót að kynnast Dagmar, eignast traust hennar og vináttu, fá innsýn i fagra sál hennar verða vitni að þvi, hversu æðrulaust hún varð við örlögum sin- um. Ég sá Dagmar Þorvaldsdóttur aö- eins innan þröngra veggja sjúkra- stofu, sá hana lengst af bundna við beö i brestandi vörn gegn ómildum örlög- um. En þótt fingur Heljar færu um strengina á hörpu lifs hennar, var feg- urðin alltaf fylling hljómfallsins og mýkt og styrkur i fyllsta samræmi. 1 hugann kom, hvenær sem dvalið var við sjúkrabeð hennar, að svona er að fara sigurför / að siöasta klukkna- hljómi” þvi að sá, er heldur innri reisn og auðlegð að hinzta kveldi, verður aldrei sigraður, nema að vissu marki. Þra' Dagmar til lifsins og starfsins var heit og vakandi. Hún talaði um lifið eins og hún vænti sér rikrar þátttöku i baráttu þess, önn og gleði. Hún haföi lifandi áhuga á straumfalli liðandi stundar, að þvi er varðar það, er ein- hvers var um vert. Þessi elskulega kona var unnandi allrar fegurðar og sýndi það jafnt i hugsunum, störfum og dagfari. Listhneigð og góövild, sem marga fieiri prýðilega eiginleika munu gæfudisir hafa fært henni i vöggugjöf. En stilling hennar, sem i engu brástog hlaut að vekja aðdáun — mun, aö ég hygg, hafa veriö áunnin dyggð i gegnum reynslu áranna. Baráttu við erfiðan heilsubrest um meira en ártugar skeið, sifellt brest- andi vonir,æ stærri þjáning,er hörð raun. En það gefur sina lærdóma. Mörgum verða þeir sá bikar, sem beizkju veldur, en þeir sem komast hjá þvi likt og Dagmar, vaxa við hverja prófraun. Hún hóf sig upp yfir rökkriö, móti ljósinu. Hún unni gleð- inni, en einnig um þær dyr gekk hún með hinni fyllstu gætni. Hún gjörði sér mjög glögga grein fyrir gildi hlutanna og var gædd næmri skyggni á lifiö með þess litbrigðum og margslungnu þátt- um. Ég sé hana fyrir mér frjálsa — fagn- andi blæ og geisla, njótandi heilsu og íslendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.