Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Qupperneq 7

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Qupperneq 7
Olöf Runólfsdóttir frá Syðstu-Fossum ,,Þá eik i stormi hrynur háa, þvi hamrabeltin skýra frá, en þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má — en ilmur horfinn innir fyrst urtabyggðin hvað hefur misst.” Snemma i nóvembermánuði siðastl 'andaðist á Sjúkrahúsi Akraness Ólöf Runólfsdóttir frá Syðstu-Fossum i Andakil, Borgarfjarðarsýslu. Hún var jarðsett að Görðum á Akranesi við, hlið sonar sins 12. sama mánaðar, að viðstöddum nánustu vinum og tengda- fólki. Mig langar til, þótt seint sé, að biðja Islendingaþætti TIMANS að geyma mynd hennar og örlitla minningu, þvi Olöf var vissulega kona, sem skilur eftir sig góðar minningar hjá öllum þeim, er af henni höfðu kynni. Ólöf Runólfsdóttir var fædd 16. mai 1908 að Geldingaá i Melasveit i Borgarfirði. Foreldrar hennar voru Sigriður Þorbjarnardóttir og Runólfur Björnsson. Þau voru, eins og fleiri i þá daga, ekki rik af veraldlegum efnum, og þess vegna eignuðust þau aldrei eigið jarðnæði, en voru i vinnu- mennsku með börnin, sitt á hvorum bæ: móðirin með soninn Einar i Höfn en ólöf var sem ungbarn tekin i fóstur að Fiskilæk i sömu sveit hjá þeim heiðurshjónum Diljá og Sigurði, er sýndu henni atlæti sem væri hún eitt af þeirra börnum. Og átti Fiskilækjar- fjölskyldan alla tið stóran hlut i hug hennar og hjarta. Ég hefi heyrt að Ólöf hafi snemma verið mjög tápmikil og dugleg telpa, ,,jafnt úti sem inni”, eins og sagt var i þá daga. Og árin liðu. Ólöf var oft hér i Reykjavik á vetrum, en oftast heima á Fiskilæk að sumrinu. Einn vetur var hún i Kvennaskólanum á Blönduósi. Atti hún þaðan margar góðar minn- ingar, og skólasysturnar þaðan héldu siðan hópinn og hittust eins oft og tök voru á.Kom þar meðal annars fram sá riki þáttur i fari ólafar, sem var tryggðin við þá, sem eitt sinn var bundin vinátta við. t júnimánuði 1937 giftist Ólöf Guðjóni B. Gislasyni frá Súlunesi i Melasveit, gáfuðum og góðum dreng, sem þá hafði nýlega lokið búfræðings- prófi frá Hvanneyri. Hófu þau búskap á Súlunesi af miklum dugnaði. Eftir fárra ára búskap þar, keyptu þau svo jörðina Syðstu-Fossa' i Andakil, og bjuggu þar siðan allan sinn búskap. Guðjón er, eins og kunnugir vita, mjög farsæll og hagsýnn bóndi, sem hefir haft lag á að vinna meira af viti en striti. Þess vegna hefir allt gengið léttara hjá honum en hjá mörgum öðrum, sem heilsuhraustari hafa verið. — En i bænum réði húsfreyjan rikjum með sinni miklu atorku, sem oft hefir vakið undrun okkar, sem álengdar stóðum, þegar tekið var tillit til þess, að undanfarna áratugi gekk hún nálega aldrei heil til skógar. Og auk þess áttu þau hjónin um áraraðir við að striða fjallháa erfiðleika i sam- bandi við átakanleg veikindi einka- sonarins. En á þeim bæ var meira iðkað að brosa en barma sér. 1 litla húsinu á Syðstu-Fossum var alltaf hlýtt og bjart. Þar var gott að vera. Gp'úurinn mætti þar ævinlega hinni sönnu islenzku gestrisni, sem kemur beint frá hjartanu, og áttu þau hjón þar jafnan hlut að, enda var oft margt um manninn hjá þeim, einkum að sumrinu um helgar, þegar vinir og vandamenn flykktust að þeim. Þá veit ég til, að gestirnir urðu stundum tveir og jafnvel þrir tugir, og veitingarnar eins og á 1. flokks hóteli — um annað var ekki að tala. Og einhvern veginn finnst mér, þegar ég lit til baka, að veizlurnar á Fossum hafi verið eitt af þeim minningum, sem ekki gleymast, þótt árin liði: fermingarveizlur barn- anna og siðar brúðkaupsveizlur, þar sem systkini og tengdafólk, vinir og vandamenn, komu saman til þess að samgleðjast — fólk, sem annars hittist sjaldan. Þá var gjarnan farið út á hlað og sungið af hjartans list, og sagðar gamansögur, þvi að ekki vantaði „húmorinn” á góðra vina fundi. Börn þeirra Ólafar og Guðjóns urðu þessi fjögur: Sigrún—lic.i lifeðlisfræði, nú búsett i Sviþjóð, gift Lars Erik Larsson þjóð- lifsfræðingi,skólastjóra i Fránsta. Unnsteinn — andaðist 1961, tvitugur að aldri. Sigriður — gift Snorra Hjálmars- syni, bónda á Syðstu-Fossum. Þóra—giftSveini Gestssyni bónda að Staðarfelli i Dölum. Allar eru dæturnar sérstaklega vel gefnar og duglegar og foreldrum sin- um til mikillar gleði — eins og tengda- synirnir, er mér lika óhætt að bæta við. Þau Sigriður og Snorri maður hennar hafa undanfarin ár, eða það sem af er þeirra búskap, búið félagsbúi með eldri hjónunum á Syðstu-Fossum, og hefur það samstarf gengið framúrskarandi vel. Þar hefur ekki verið neitt kynslóðabil. Nú hafa ungu hjónin byggt nýtt hús áfast við það gamla, og þar verður merkið áreiðanlega ekki látið niður falla með rausnina og myndarskapinn. Mér hefir orðið tiðrætt um heimilið á Syðstu-Fossum, en það var einmitt heimur Ólafar. Þar lifði hún og starf- aði og gleymdi sjálfri sér i umhyggj- unni fyrir þeim, sem hún unni. Ég Islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.