Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Qupperneq 10
Magnús Skóg Rögnvaldsson
vegaverkstjóri
sól og blóm i garöinn,
vina min.
öll verk lóku Magneu i höndum.
Hún lauk jafnan hinum sjálfsögðu
verkumdagsinssnemma.Mér er minn-
issta-ður hinn drifhviti þvottur, er
blakti á snúrunum á baklóðinni árdeg-
is. Hann var sannsögull vottur um
dugnað og velvirkni húsfreyjunnar og
setti prúðan svip á lóðina þvottadag-
ana. Fallegur þvottur hefir ekki litið
að segja um eiganda sinn.
Magnea saumaði á timabili fatnað á
fjölskylduna og handprjónaði peysur
og plögg meðan tilbúinn fatnaður lá
ekki á lausu i verzlunum. — fylgdist
vel með tizkunni i þeim verkum Bjó
börn sin áberandi snyrtilega og vel.
Hún var mjög listhneigð og hafði
glöggt auga fyrir fallegu handbragði
og listvirkni á hvaða sviði sem var. Á
seinni árum fékkst hún mikið við út-
saum og hekl og eiga börn hennar
marga fallega minjagripi eftir hana.
Árið 1953 veiktist Magnea af mein-
semd i brjósti. Gekk hún þá undir
skurðaðgerð i Reykjavik og var numið
á brott annað brjóstið. Ekki hlaut hún
fullan bata. en heilsubót um skeið. og
gekk til allra verka eins og áður. Eftir
sex ár var hitt brjóstið tekið. Enn lét
hún ekki bugast og kom til fulira verka
á ný, en þurfti til þess að beita hetju-
lund. Það vissu kunnugir. Umhyggjan
fyrir heimilinu og prýði þess var hin
sama og áður. Dugnaðurinn linnulaus.
svo sem við garðinn og heyskapinn.
Jafnvel ekki hikað við að fara i sildar-
söltun. Vinum rétt hjálparhönd. ef á
lá, svo sem mér og minum. Lesið i
bókum áður en sofnað var á kvöldin.
þvi bókhneigðin hélt fyrir henni vöku.
Sveinn og Magnea eignuðust fjögur
börn. sem á lifi eru og auk þeirra tvö
börn sem dóu i fæðingu.
Börnin. sem lifa. eru i aldursröð tal-
in:
1. Helga.f. 15. mai 1938. Gift Hansi G.
Hilarfussyni húsasmið i Keykjavik.
Þau eiga fjögur börn.
2. Hörður.f. 24. júni 1943. húsgagna-
smiður. Reykjavik. Kvæntur Báru
Þórðardóttur. Þau eiga tvö börn.
3. Heiður, f. 30. sept. 1946. Gift
Ragnari Valssyni, bilasmið Reykja-
vik. Eiga tvö börn.
4. Eggert.f. 24. júni 1950, kennari að
menntun. Búsettur i Reykjavik. Heit-
kona Aðalheiður Magnúsdóttir.
Snemma árs 1967 veiktist Sveinn
Júliusson. maður Magneu. af heila-
blæðingu og lamaðist mikið. Var hann
fluttur til Reykjavikur á Landsspital-
ann rænulitill og þaðan eftir nokkra
Laugardaginn 16. september 1972 fór
fram frá Hjarðarholtskirkju i Dölum
útför Magnúsar Skóg Rgönvaldssonar,
vegaverkstjóra. Búðardal.
Með Magnúsi hverfur úr byggðar-
laginu mikill athafnamaður, stórbrot-
inn, þróttmikill persónuleiki og sér-
staklega félagslyndur áhugamaður.
Þar með er skarð fyrir skildi. En
minningin lifir. þótt maðurinn deyi.
Magnús var einn af stofnendum
Lionsklúbbs Búðardals 1963, þar sem
hann vann ósleitilega að ýmsum
merkum málum fyrir byggðarlagið.
dvöl að Reykjalundi. Fékk talsverða
bót. svo hann náði fullri hugsun og gat
gengið við staf. Ekki voru neinar likur
tiLað hann gæti tekið upp fyrri störf sin
á Húsavik. Seldu þau hjónin þvi
ibúðarhús sitt þar og fluttust til
Keykjavikur ásamt yngri börnunum
tveim, sem hjá þeim höfðu verið, og
leigðu sér húsnæði þar. Festu siðar
leigukaup á ibúð i fjölbýlishúsi hjá
Oryrkjabandalagi Islands. En svo tók
sig upp sjókdómur Sveins og hann
andaðist 1969. Hafði kona hans verið
honum ómetanlegur hjálparengill i
veikindastriði hans. enda hjónaband
þeirra ástrikt og gott alla tið. (Minn-
ingagrein um Svein Juliusson er i 10.
tbl. islendingaþátta 1969)
Magnea bjó áfram i öryrkjabanda-
lagsibúðinni með syni sinum Eggert,
sém stundaði nám við Kennaraskól-
ann. Hún (ók að sér um skeið dyra-
vörzlu i sambyggingunni. er hún bjó i.
En nú fór hinn gamli sjúkdómur.
krabbameinið. að hefja sókn i brjóst-
holinu og sogæðabólga magnaðist i
handlegg. Hún varð að leggjast á
sjúkrahús á timabilum. Var þá vatni
náð út úr brjóstholinu og liðanin bætt
um stund með þvi og lyfjum. Fór hún
svo hvað eftir annað heim milli þess-
ara striða gædd óskiljanlegum lifs-
þrótti og athafnaþrá. Bþrnin fylgdust
alltaf með liðan hennar og veittu henni
þá aðstoð. er i þeirra valdi stóð.
Aðdáanlegt var. hve Magnea bar
sjúkdóm sinn vel og hetjulega. Hún
heimsótti mig alloft og alltaf fygldi
henni hressandi geðblær og sú ánægja,
sem trygglyndi og stefnufesta skapar.
Aldrei vildi hún sitja auðum höndum.
Hafði með sér verkefni eða greip i það,
Hann var sifellt reiðubúinn að taka að
sér hverskonar starf, sem verkefnum
klúbbsins mátti verða til heilla.
Þessa trausta og góða félaga minn-
umst við með innilegum söknuði og
alúðar þökkum fyrir ógleymanlegt
samstarf á liönum árum. Sliks manns
er ljúft að minnast.
Eftirlifandi eiginkonu hans, dóttur
og öðrum ástvinum hans færum við
einlægar samúðarkveðjur og biðjum
þeim blessunar á ókomnum árum.
Lionsklúbbur Búöardals.
sem ég hafði með höndum. Alltaf hafði
hún frá einhverju nýstárlegu á sviði
hannyrða að segja. Mér verður hugsað
til þess. hve afköst manna yrðu mikil,
ef allir væru eins vinnugefnir og hún,
hver á sinu sviði, — og hve nýjungar til
fegrunarog umbóta ætti þá greiðaleið.
Mér er sársaukafullt að geta aldrei
átt framar von á heimsókn þessarar
konu eða heimsótt hana. Dauðinn er
ekki tillitssamur. Hann grisjar skóg
mannlifsins — án umhyggju — að þvi,
er virðist. Heggur vægðarlaust blað-
riku trén. sem skjól er að og prýði.
Börnin og barnabörnin hennar
Magneu hafa misst meira en orð fá
lýst. Hún var þeim hin kærleiksrika,
úrræðamikla og fórfúsa móðir og
amma. sem veitti þeim margvislegt
skjól jafnvel þótt hún væri sjúk.
Dugmikla listvirka. blómaræktar-
konan hefir veriö lögð i skaut jarðar.
en hún lifir áfram i niðjum sinum. eins
og aðrar mæður. og minningum vina
sinna og verkum sinum. Fyrir nokkur
dögum gekk ég sem gestur á llúsavik
um götuna meðfram húsinu. sem eitt
sinn var húsið hennar. Mér til mikillar
gleði sá ég. að garðinum hennar hafði
verið viðhaldið. — verk hennar verð-
ugt metin af anda og höndum ibúanna.
Enn áttu við visuorðin i gestabók-
inni:
..Siungt kemur sumar eftir vetur,
sól og blóm i garöinn, vina min”.
Er ekki óhætt að trúa þvi að ekkert,
sem er gott og göfugt,fari forgörðum?
Guð blessi minningu Magneu Guð-
laugsdóttur og ástvini hennar.
Pálina Jóhannesdóttir.
10
islendingaþættir